16.8.2016 | 12:53
Vantar Strætó alla þjónustulund
- Undarlegt þjónustufyrirtæki Strætó.
Það breytir akstri vagnaleiðar nr. 18 þegjandi og hljóðalaust án þess að ræða um það við viðskiptavini sína og þá aðila sem kosta akstur þessa vagns.
Bæði með fargjöldum og sköttum sínum.
Nú hafa þeir breytt aksturleið vagnsins og skert þjónustu fyrirtækisins við þá Reykvíkinga sem búa í Grafarholti og í Úlfarsárdalnum.
Það er einnig sékennilegt að borgarfulltrúar ætli að láta Strætó bjóða okkur í þessu hverfi upp á þetta viðmót.
Akstursleiðin hefur nú verið skert og ekin er mun styttri leið. Einnig hefur leið 26 ekki verið í gangi síðan í vor.
Það vill svo til, að þetta hverfi býr við verulega skerta þjónustu af hálfu borgarinnar og borgarstjórnin getur alls ekki afsakað sig.
Það er auðvitað lágmarkið að þessu sé kippt í liðinn strax. Að íbúar finni það, að borgarstjórninni sé ekki sama um þetta háttarlag Strætó.
Strætóappið lá niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.