Mikilvægt að grunnskólar láti nemendum í té ritföng, vinnubækur og blöð

  • Þetta er mikið réttlætismál að skólarnir sjálfir láti börnum í té allar vinnubækur og ritföng.

afmælismyndir 090

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að margir skólar hafa sparað sér mikil rekstrar útgjöld með því einu að varpa ábyrgðinni yfir á foreldra barnanna.

Með kröfum um mikil útgjöld á hlutum sem skólar geta fengið fyrir miklu minna fé.

afmælismyndir 086

Þá er nauðsynlegt að fara yfir töskumálin. Það er algeng sjón að sjá byrjendur í skólum bera gríðarlega stórar töskur á bakinu milli skóla og heimilis. Skólataska eins og annað skóladót eru stöðutákn einstakra fjölskyldna.

Þarna bera skólarnir mikla ábyrgð. Það er eiginlega sáralítið sem þarf að bera í milli skóla heimila barnanna. Einnig væri það mikil framför ef heimanám barna á yngri stigum færi nánast alveg fram í skólunum sjálfum undir umsjón sérfræðinga.

afmælismyndir 084

Allar vinnubækur væru síðan geymdar í skólunum.

Lestrarbækur væru hugsanlega bækur sem mættu gjarnan fara með börnum heim svo börn gætu lesið með foreldrum sínum.

Þá er nauðsynlegt að hafa þær með gamla laginu. Þunnar og léttar.

Þannig gætu töskur verið mjög litlar og léttar á baki barnanna.

Nú er algegnt að börn eru að bera bunka af blöðum og bókum algjörlega að þarflausu.

Hér eru 6 ára börn í smíðastofu, sem nú eru fullorðið fólk með heimili. 


mbl.is Foreldrar greiði ekki fyrir ritföng og pappír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband