23.8.2016 | 23:16
Pólitíkin getur verið andstyggileg og vægðarlaus.
- Í fréttum Mbl eru tvær fréttir, önnur segir Brýnt að setja lög um réttindi barna sem er svo sannarlega rétt.
* - Nauðsynlegt er að slík lög uppfylli skilyrði um líf barna í nútíma samfélagi á Íslandi.
Í annarri frétt segir að borgarstjórn Þvingar foreldra fyrr heim úr vinnu í þeirri frétt segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun borgarinnar um að stytta þann tíma sem frístundaheimili Reykjavíkurborgar eru opin og loka þeim klukkan 17 í stað 17.15 hafa í för með sér verulega þjónustuskerðingu fyrir foreldra margra barna.
Síðar í fréttinni segir:
Á fundi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í gær lögðu Hildur og Björn Gíslason, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, fram bókun þar sem fram kemur að skoða hefði átt betur hvernig hægt hefði verið að halda þjónustunni áfram með því að skera niður annars staðar í kerfinu eða bjóða foreldrum að greiða hóflegt gjald fyrir þá aukaþjónustu sem nú stendur til að skera niður. Metnaðarfull stefna um frístundaþjónustu missir marks þegar framkvæmd þjónustunnar er svo með slíku sleifarlagi, segir í bókuninni.
- Hildur og Björn hafa greinilega ekki hagsmuni barnana í huga í þessum pólitíska hráskinnaleik.
* - Það getur ekki talist vera eðlilegt að börn á yngsta stigi í grunnskóla séu í skipulegu starfi undir stjórn annara frá kl 8:00 á hverjum virkum degi til rúmlega 17:00.
* - Síðan eiga þessi börn eftir að fara með foreldrum sínum í innkaupaferðir.
* - Eða e.t.v. hafa þau ekki þekkingu á þörfum barna á þessum aldri.
Þvingar foreldra fyrr heim úr vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.