Nú verður að hugsa hlutina upp á nýtt og hægja á virkjunum

  • Spurningin er nú, hvort þessi nýju náttúruverndarlög sem virðast virka.

Þ.e.a.s. ákvæðið þar sem fjallað er um verndun jarðminja á borð við eldvörp, eldhraun, gervigíga og hraunhella og að stefna skuli sérstaklega að vernd þeirra nema brýna nauðsyn beri til annars.

Aldeyjarfoss

aldeyjarfoss

Stöðvi ekki allar hugmyndir manna um gríðarleg flugvallarmannvirki í sem menn hafa kallað í umræðunni Hvassahraun en að ég held, heiti í raun ,,Afstapahraun" Þar er einmitt um að ræða óspjallað hraun með miklum náttúrugersemum.

Skynsamlegast er auðvitað að gera ráðstafanir á Keflavíkurflugvelli svo þar geti verið flughöfn fyrir innanlandsflugið einnig. Þar hefur öllu landslagi hvort sem er þegar verið raskað fyrir nær 70 árum og er nær óbyggilegt af þeim sökum.

afstapahraun

  • Einnig hljóta allar hugmyndir um virkjanir á jarðeldasvæðinu á Reykjanesi að vera út úr myndinni.

Einnig að þar verði væntanlega settar strangar umgengisreglur varðandi allar framkvæmdir og umferð ferðafólks.

Nú hefur úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvað framkvæmdir Landsnets við lagningu línanna, á meðan hún fjallar um kærumálin.

Mynd úr Ferli, tekin í Afstapahrauni.

Greinilegt er og betra, að finna nýjar leiðir fyrir raflínur og það strax. Landsnet og  Landsvirkkjun verða að láta af þeim ósið að vaða yfir samfélagið á skítugum skónum í þágu erlendra aðila.

Hvassahraun er að ég best veit, gamalt bæjarnafn í Vatnsleysustrandarhreppi sem hefur lengi verið í eyði.


mbl.is Milljarðamunur á virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband