26.9.2016 | 15:35
Landbúnaðar stefnan á undir högg að sækja
- Búvörusamningur líklega andvana fæddur
* - Ef taka má mark á könnun MMR
Það er morgunljóst, að þar sem andstaða landsmanna gegn nýjum búvörusamningi nálgast það að vera tveir þriðju af einstaklingum yfir 18 ára aldri, þýðir það að þessi samningur lifir örugglega ekki út í 10 ár.
Sérstaklega vegna þess að yngri kynslóðir, þ.e.a.s. þeir sem greiða kostnaðinn af þessum samningi bæði í vöruverði og með auknum sköttum eru í enn meiri andstöðu við samninginn. Heldur en meðaltalið segir til um.
Það kemur auðvitað ekki á óvart, að þeir sem eru komnir á eftirlaun (68 ára og eldri) séu nokkuð jákvæðir gagnvart þessum samningi. Kanski er það vegna þess, að eftirlaunafólk mun ekki bera kostnaðinn þessum gjörningi.
Það dúkkar upp einkennileg tilviljun í þessari könnun, sem er að viðhorf kjósenda bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eru mjög svipuð til samningsins. Algjör andstaða þessara kjósenda er milli 5 og 6%, síðan eru milli 16 og 18% frekar andvígir.
Meirihluti andvígur búvörusamningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.