27.9.2016 | 16:53
Furðuleg stjórnsýsla sem lyktar af einræðis tilburðum
- Það er auðvitað kostulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að axla
ábyrgð fyrir ríkisfyrtækið Landsnet.
Bæði fyrirtækin Landsvirkjun og Landsnet hafa verið þekkt fyrir að vera í harðasta ruðningi gagnvart einstaklingum og samtökum þeirra.
Fyrirtækin hafa fram undir þetta getað traðkað á einstaklingum og hunsað lög og reglur sem eiga að vernda einstaklinga.
Landsnet er þegar byrjað að tapa málum gegn einstaklingum eins sjá mátti á Vatsleysuströnd.
Fyrirtækin hafa troðið alla niður í svaðið á skítugum skónum. Í þessu lagnamáli hefur landsnet gert hrikaleg mistök og neitar að viðurkenna þau.
Það hefði verið eitthvað dýrara að fara út fyrir friðaða svæðið í byrjun. En kostnaður sem hefði skilað sér aftur.
Það verður aldrei sátt um þá leið sem fyrirtækið vill fara. Það var heldur aldrei farið í raunverulegar sáttaumleitanir.
En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka sig mistök ríkisfyrirtækisins Landsnets ásamt Framsóknarflokknum. Í staðin fyrir að viðurkenna mistök þess og fara með línuna um viðurkennt línustæði. Flokkurinn virðist blindur á mistök ríkisfyrirtækisins.
Væntanlega verða yfirmenn þessa fyrirtækis ekki látnir axla ábyrgð sem þeir ættu auðvitað að gera. Það var enginn að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi valdníðsla eru mistök, því hægt er að breyta lögum aftur, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir.
Fundað stíft um raflínumálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.