Góð ákvörðun, viðhorf hafa breyst í umhverfismálum hjá almenningi

  • Það er auðvitað fráleitt að ákveðnir stjórnmálamenn taki að sér að axla ábyrgð á mistökum Landsnets
    *
  • Það hefði aldrei getað skapast sátt um þennan ruðning sem stjórnarflokkarnir sýndu í þessu máli
    *
  • Næsta ríkisstjórn hefði neyðst til þess að afnema yfirgangslög Ragnheiðar Elínar strax.

Þeistareykir

Það á auðvitað að láta yfirmenn í ríkisfyrirtækinu að axla sína ábyrgð.

Fyrirtækið hefur á liðnum árum rétt eins og Landsvirkjun vaðið yfir rétt almennings og  eignarétt einstaklinga.

Það er augljóst að breyta verður lögum um Landsnet og jafnvel um Landsvirkjun líka. Taka verður umhverfis-vinkilinn inn í myndina hjá báðum þessum fyrirtækjum.

Rifja má upp vesenið á Reykjanesskaga. 

Hraunið er friðað sem sem Landsnet ætlaði að ryðjast yfir með ofanjarðar háspennu loftlínu.  Það hefur legið fyrir allan þennan tíma að til er önnur leið með þessa línu.

Að vísu aðeins lengri, en möguleiki að hægt verði að leggja þá línu í sátt við umhverfi og fólk.  

Nú eru aðilar farnir að kenna hvor öðrum um mistök.


mbl.is Frumvarp um raflínur lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband