Það kemur ekki á óvart

  • Að yfirvöld, hvorki í Hafnarfirði og eða ríkisvaldið hafa ekki áhuga á útekt

Arður af erlendum stóriðjufyrirtækjum hefur nánast engin bein áhrif á þjóðartekjur Íslands. Enda er ekki um íslenska verðmætasköpun að ræða. Greinilega er verið að spila með þjóðarauðlindir íslendinga. 

álver í straumi

En hafa áhrif á vísitöluna ,,Landsframleiðsla" Er segir að allur arður af þessum fyrirtækjum fer úr landi. 

Það sama má í raun segja um þá orkuframleiðslu Landsvirkjunar sem fer til þessara erlendu fyrirtækja sem er um 80% af allri raforkuframleiðslu á Íslandi. 

Álver greiða nánast enga skatta innanlands og er þá sama hvort um er að ræða til sveitarfélaganna eða til ríkisins. Eru auk þess með gríðarlega afslætti á þjónustugjöldum eins og fasteigna- og hafnargjöldin eru. 

Skattar launafólks eru ekki skattgreiðslur þessara fyrirtækja. Launatengd gjöld eins greiðslur í lífeyrissjóði, sjúkrasjóði og tryggingagjöldin eru allt umsaminn hluti af launum starfsmanna.

Ríó Tintó hefur sýnt íslensku þjóðinni hug sinn til íslendinga. Best væri að þetta fyrirtæki færi sem fyrst í burtu með allt sitt hafurtask. 

Staðsetning þessa álvers skaðar mjög ímynd Íslands í augum erlendra ferðamanna og hagsmuni þjóðarinnar.

  • Útlendingar eiga meiri eignir á Íslandi en íslendingar sjálfir. 

Þessir erlendu aðilar hafa eignast gríðarlega mörg fyrirtæki eftir hrunið.

M.a. eiga þessir aðilar stóriðjufyrirtækin hér á landi og hafa stjórnað landinu með þeim stjórnmálaflokkum sem þeim eru hliðhollir í bráðum 20 ár.

Stóriðjufyrirtækin halda uppi pólitískri baráttu bæði leynt framan af og ljóst hin síðari ár.


mbl.is Úttekt á álverinu aldrei kláruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband