Utanríkisráðherra hrósar vinstri stjórninni

  • Hún getur auðvitað ekki annað á alþjóðlegum vettvangi, því allir málsmetandi aðilar í Evrópu vita um árangur vinstri stjórnarinnar á Íslandi
  • Reyndar er það svo, að allar fjórar stjórnirnar eftir að hrunið var staðreynd, hafa staðið sig vel
    *
  • Þótt ýmsar áherslur síðustu þrjú árin hafi borið þjóðina af eðlilegri leið, til aukinnar misskiptingar meðal landsmanna

Ein reynslan og mikilvægasta sem ætti að vera stjórnmálamönnum mikilvæg til framtíðar. Hún er sú að skapa verður mikla samstöðu stjórnmálamanna um öll erfið viðfangsefni t.d. í efnahagsmálum til að árangur og sátt náist.

Þessar tvær síðustu stjórnir undir forystu Framsóknar hafa viljað halda að sér öllum spilum og hafa ekki gætt þess að ná víðtækri samstöðu og sátt.

Til að ná árangri í þessum málaflokki verður sátt að nást. Gömlu ruðnings aðferðirnar ganga ekki lengur, þ.e.a.s. valdboðs aðferðirnar þar sem teknar eru ákvarðanir í bakherbergjum.

Um þessar mundir ríkir hreint uppnám á fjölda mörgum sviðum, þar sem skapa verður sátt með þjóðinni. Íslendingar vilja búa í lýðræðisríki en ekki í samfélagi tilskipana.

Staða Íslands nú átta árum eftir fjármálahrunið er sterk og í raun sterkari en nokkur þorði að vona. Innlent eignarhald á stefnu, ákvörðunum og aðgerðum er lykillinn að…
EYJAN.PRESSAN.IS
 

mbl.is Íslandi reynst vel að ráða sér sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband