20.10.2016 | 23:02
Til upplýsingar
Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um
lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings(link is external)
þann 6. október 2008:
- Lánið nam 500 milljónum evra (85 mia.kr. á þávirði) sem var hátt í allur gjaldeyrisvaraforði landsins á þeim tíma
* - Lánið var veitt til fjögurra daga en samt sem áður ekki gert ráð fyrir að það fengist greitt
* - Lánið var greitt inn á reikning Kaupþings í Deutsche Bank Frankfurt í evrum í þremur hlutum, 200.000.000, 85.000.000 og 215.000.000
* - Ekki er enn vitað að fullu hvernig láninu var ráðstafað af hálfu Kaupþings
* - Lánveitingin var ekki samþykkt af bankastjórn Seðlabankans
* - Engir lánasamningar voru gerðir á milli Seðlabankans og Kaupþings um lánið
* - Ekkert mat var lagt á veðið sem boðið var fyrir láninu
* - Allar lánareglur Seðlabanka Íslands voru þverbrotnar við lánveitinguna
*
Enn er eftirfarandi grundvallarspurningum ósvarað,
um þetta stærsta eftirmál Hrunsins:
- Hvers vegna var lánið veitt?
* - Hver eða hverjir tóku ákvörðun um lánveitinguna?
* - Hvað varð um peningana?
*
Þeir sem geta svarað þessum spurningum eru:
- Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðla-bankans, sem ber ábyrgð á lánveitingunni segir Geir H Haarde
* - Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Washington, sem var hafður með í ráðum um lánveitinguna
* - Aðrir ráðherrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
(heimild bvg.is)
Seðlabankinn skoðar mál Sturlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.