24.10.2016 | 10:33
Barnaþrælkun í Tyrklandi og á Íslandi
- Á ekki að koma neinum á óvart allra síst íslendingum sem hafa ferðast til Tyrklands undanfarin ár
* - Jafnvel á helstu ferðamannastöðunum við Miðjarðarhafið má sjá sjá slíkt viðgangast víða ef skimað er eftir því
* - Þá er rekinn umtalsverður eftirlíkingar iðnaður í þessu landi.
Tyrkir státa mjög af handunnum teppum og ákveðnum landbúnaðar svæðum inn á landinu fyrir ofan sólstrendurnar má segja að ungar stúlkur séu hnepptar í þrældóm.
Þær eru settar niður við vefstólanna frá 7 ára aldri. Það er greinilegt að það eru einhver stór fyrirtæki sem halda fátæku fólki í teppa ánauð.
Við íslendingar getum svo sem ekkert sett okkur upp á háan hest í þessum efnum.
Það er ekki fyrr enn 1980 að við lögbundum lög um vinnuvernd á Íslandi sem voru að uppruna til komin frá EB.
Það tók ASÍ 10 ár að berjast við samtök atvinnurekenda og stjórnvöld um þessi lög yrðu lögfest. Ísinn var brotinn með gerð kjarasamninga um vinnuvernd.
Enn má sjá þessi lög brotin í íslensku atvinnulífi.
Flóttabörn í þrælavinnu í Tyrklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.