26.10.2016 | 17:36
Enn daðrar hægri stjórnin við vogunarsjóðina.
- Upplýst hefur verið að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar samdi svo um Icesave-málið(link is external) við Breta og Hollendinga og greiddu þeim ríflega 50 milljörðum meira nauðsynlegt var að gera
* - Sá samningur hefur hvergi verið birtur og var gerður án aðkomu Alþingis.
Það er eins og ævinlega áður í stjórnarfari Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að leyndarhjúpur hvílir yfir öllum athöfnum. Allt er gert í reykfylltum bak herbergjum.
Þetta eru leynisamningar við Breta og Hollendingar um gríðarlegar aukagreiðslur sem eiga ekki að koma í ljós fyrr en einhvern tíma síðar, löngu eftir kosningar.
Svona 2007 stæll á öllu málinu. Það voru einmitt þessir flokkar leyndu væntanlegri kollsteypu eða hruni fyrir þjóðinni fyrir kosningar það ár. Örfáir menn vissu um væntanlega kollsteypu á miðju ári 2006.
Ekkert var gert til að koma í veg fyrir þessar hremmingar.
Enn eitt spillingarmálið?
Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags í eigu íslenska ríkisins, hefur samþykkt að selja 17,7 prósent hlut ríkisins í Klakka, sem hét áður Exista, til vogunarsjóðsins Burlington Loan Management.
Eftir viðskiptin á Burlington um 75 prósent hlut í Klakka, en helsta eign félagsins í dag er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing.
Burlington, sem var einn umsvifamesti kröfuhafi föllnu bankanna og keypti gríðarlegt magn af kröfum á þá á eftirmarkaði fyrir lágar fjárhæðir, mun greiða 505 milljónir króna fyrir hlut ríkisins í Klakka.
Alls bárust þrjú tilboð í hlutinn. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, oftast kenndir við Bakkavör, buðu næsthæst, 501 milljón króna, í hann. Þeir voru aðaleigendur Existu fyrir hrun. Frá þessu var greint í DV á dögunum.
Lindarhvoll, sem tók við stöðugleikaframlagseignum ríkisins, auglýsti til sölu eignir í umsýslu félagsins í lok september. Það vakti athygli, enda mánuður í kosningar þegar eignirnar voru auglýstar til sölu.
Burlington hefur gert öðrum hluthöfum Klakka yfirtökutilboð sem átti að renna út síðastliðinn fimmtudag. Það hefur verið framlengt um eina viku samkvæmt því sem fram kemur í DV.
- Það er auðvitað skítalykt af þessu
og athygli vekur
að Alþingi er ekki haft með í ráðum eða upplýst.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Athugasemdir
Ertu að segja að þú vitir ekki muninn á þrotabúi gamla Landsbankans og ríkissjóði???
ls (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.