Enn daðrar hægri stjórnin við vogunarsjóðina.

  • Upplýst hefur verið að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar samdi svo um Icesave-málið(link is external) við Breta og Hollendinga og greiddu þeim ríflega 50 milljörðum meira nauðsynlegt var að gera
    *
  • Sá samningur hefur hvergi verið birtur og var gerður án aðkomu Alþingis.

Það er eins og ævinlega áður í stjórnarfari Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að leyndarhjúpur hvílir yfir öllum athöfnum. Allt er gert í reykfylltum bak herbergjum.

Þetta eru leynisamningar við Breta og Hollendingar um gríðarlegar aukagreiðslur sem eiga ekki að koma í ljós fyrr en einhvern tíma síðar, löngu eftir kosningar.

Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson

Svona 2007 stæll á öllu málinu. Það voru einmitt þessir flokkar leyndu væntanlegri kollsteypu eða hruni fyrir þjóðinni fyrir kosningar það ár. Örfáir menn vissu um væntanlega kollsteypu á miðju ári 2006.

Ekkert var gert til að koma í veg fyrir þessar hremmingar.

 

Enn eitt spillingarmálið?

Stjórn Lind­ar­hvols, eign­ar­halds­fé­lags í eigu íslenska rík­is­ins, hefur sam­þykkt að selja 17,7 pró­sent hlut rík­is­ins í Klakka, sem hét áður Exista, til vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement.

sigmundur davíð 1
Eftir við­skiptin á Burlington um 75 pró­sent hlut í Klakka, en helsta eign félags­ins í dag er fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lýs­ing.

Burlington, sem var einn umsvifa­mesti kröfu­hafi föllnu bank­anna og keypti gríð­ar­legt magn af kröfum á þá á eft­ir­mark­aði fyrir lágar fjár­hæð­ir, mun greiða 505 millj­ónir króna fyrir hlut rík­is­ins í Klakka.


Alls bár­ust þrjú til­boð í hlut­inn. Bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, oft­ast kenndir við Bakka­vör, buðu næst­hæst, 501 milljón króna, í hann. Þeir voru aðal­eig­endur Existu fyrir hrun. Frá þessu var greint í DV á dögunum.

Lind­ar­hvoll, sem tók við stöð­ug­leika­fram­lags­eignum rík­is­ins, aug­lýsti til sölu eignir í umsýslu félags­ins í lok sept­em­ber. Það vakti athygli, enda mán­uður í kosn­ingar þegar eign­irnar voru aug­lýstar til sölu. 

Burlington hefur gert öðrum hlut­höfum Klakka yfir­tökutil­boð sem átti að renna út síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Það hefur verið fram­lengt um eina viku sam­kvæmt því sem fram kemur í DV.

  • Það er auðvitað skítalykt af þessu 
    og athygli vekur

    að Alþingi er ekki haft með í ráðum eða upplýst.

mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að segja að þú vitir ekki muninn á þrotabúi gamla Landsbankans og ríkissjóði???

ls (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband