14.12.2016 | 10:45
Píratar segja að Katrín hafi gefið frá tækifærið að verða forsætisráðherra
- Það er auðvitað bull að formaður VG verði í náinni framtíð forsætisráðherra og eða utanríkisráðherra.
Félagar í VG ganga ekki með slíkar grillur í maganum eða væntingar. Hafa tæplega áhuga á því vegna þess t.d. hvað það kostar í afslætti og gjörbreytingu á stefnu flokksins.
Það gerir andstaða VG við aðild Íslands að Nató og ESB. Nató hefur komið í veg fyrir slík hlutverk vinstrimanna til þessa. Ísland er í raun og veru ekki frjálsara land en þetta.
Þetta er allt lýðræðið á Íslandi og þetta er undir niðri stóra vandamálið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það verður trauðla mynduð ný ríkisstjórn á Íslandi svo eitthvert vit sé í, án þátttöku VG. Engir stjórnmálaflokkar treysta Pírötum.
Flokkarnir sækjast eftir flokknum í stjórn en sætta sig ekki við að flokkurinn beri ábyrgð á þessum ofangreindu ráðuneytum. Píratar eru svo sannarlega á sama báti og aðrir Nató-flokkar á Íslandi.
Allir flokkar að tala saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.