14.12.2016 | 10:54
Skattalækkanir hafa ekki lækkað verð á innfluttum vörum
- Verslun á Íslandi er í raun vanþróuð atvinnugrein
Í gærmorgun fóru kaupmenn íslenskir í naflaskoðun
Til umræðu var á glæsilegri ráðstefnu samkeppnishæfni íslenskrar verslunar við erlendar verslanir sem skyndilega er farin að veita innlendri alvarlega samkeppni.
Við sem störfuðum í íslenskum samkeppnisiðnaði fengum að finna fyrir slíkri samkeppni erlendis frá eftir inngöngu Íslands í EFTA í byrjun árs 1970.
Þá var það sem íslensk verslun gekk í lið með erlendum aðilum og réðust með mikilli grimmd á íslenskan iðnað.
En það hefur verið ljóst í áratugi að innlend verslun er alls ekki samkeppnisfær við erlenda verslun.
Jafnvel nú hefur komið í ljós, eftir að ríkisvaldið hefur létt sköttum af íslenkri verslun, hversu veik þessi starfsemi er á Íslandi og erlendir aðilar eiga nú stóran hlut í íslenskri verslun.
Um helgina kom ég úr 40 daga sumarfríi á Lönguskerjum eða Tenerife og ég komst ekki hjá því að sjá hvað bensín kostar á bíla þar í landi. En líterinn kostaði þar innan við 0,8 evrur, þ.e.a.s. nálægt 97 krónum hver lítri. En Tenerife er úti í ballarhafi rétt eins og Ísland.
Á Íslandi kostar hver lítri 100 kr. meira eða um 197 krónur. Þarna er ekki um verulegan mun á flutningskostnaði að ræða, en væntanlega eru skattar á Íslandi á þessa vöru miklu meiri.
Verðlag á fatnaði og matvöru var u.þ.b. þriðjungur af verði sambærilegra vara á Íslandi og sá verðmunur skýrist ekki af sköttum. Sama má segja um verð á nýjum bílum.
Hafa lækkað verðið um 8-10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.