Þetta er miklu stærra mál en sýnist við fyrstu sýn

  • Það er auðveldlega hægt að taka undir alvarlegar áhyggjur Ögmundar nú þegar breskur peningakarl kaupir upp nær hálfan hrepp og meirihlutan í Grímstöðum á fjöllum.
Það varð mögulegt fyrir Evrópubúa eftir að íslendingar gerðust aðilar að EES að kaupa jarðir á Íslandi. Það eru engir fyrirvarar gerðir eins t.d. í fjölmörgum Evrópulöndum innan ESB.
Ögmundur
Einu fyrirvararnir er eins voru fyrir í EFTA samningunum að erlendir aðilar á Evrópska efnhagsvæðinu gátu ekki eignast íslenskar útgerðir.

En þeir skilmálar eru í raun meira til að sýnast, því erlendir aðilar geta átt 49% og engar reglur eru um veðsetningar útgerðanna erlendis og hvort þeim fylgi skuldbindingar.

Það er því löngu aðkallandi að það verði formlegt eftirlit með eigum og fénýtingum erlendra aðila á íslenskri náttúru, þ.e.a.s. á erfðarauðævum íslendinga.

• Hversu margar bújarðir eiga erlendir aðilar á Íslandi og hversu stórt hlutfall er það af verðmætum jarðanna og stærð?

• Hvað eiga eiga erlendir aðilar stóran hlut í íslenskum útgerðum og þá hversu stóran hlut? Hver eignarhlutur er þeirra í íslenskum útgerðum í heildina talið, þ.e.a.s. hlutfallið af heildarverðmætum útgerðanna?

• Síðan vaknar spurningin um skuldastöðu þessara sömu útgerða erlendis og veð vegna þeirra skulda og jafnvel við þessa erlendu meðeigendur?

Fylgja þessum eignum útlendinga í útgerðunum og eða skuldum útgerðanna einhverjar skuldbindingar? Eins og t.d. um að landa sé fiski á ákveðnum stöðum og um fiskverð?

• Erlendir með eigendur geta þess vegna átt allt að 49% í útgerðunum og síðan viðbótar stór veð í skipum þessara útgerða. M.ö.o. þeir eru þegar að moka fiski upp úr íslenskri landhelgi eins og ekkert sé.

• Þá væri eðlilegt að skoða hversu stóran hlut erlendir aðilar eiga í fyrirtækjum á Íslandi almennt. Hversu stóran hlut og hversu mörg þau fyrirtæki eru og hlutfall þeirra af veltu innlendra fyrirtækja. Í iðnaði og í verslun.

• Þá er það orkan sem að sagt er að erlend stóriðjufyrirtæki kaupi 80% af raforku framleiddri á Íslandi og ljós hefur komið undanfarin ár að þessir aðilar greiði lítið fyrir orkuna og það sé jafnvel tap á þeirri orkuframleiðslu.

• Getur það verið að erlendir aðilar hirði nánast öll erfðarauðævi íslendinga á spottprís?

Ögmundur er ósáttur við að Breti eignist Grímsstaði.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og innanríkisráðherra, lýsir vonbrigðum með að breskur auðmaður hafi eignast meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur beitti sér sem ráðherra gegn því að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo…
RUV.IS

Þetta eru bara ábendingar um staðreyndir og er ekkert móðursýkiskast. Þetta er auðvitað spurningin um tilverurétt íslensku þjóðarinnar.

Þetta er stór hluti af þeirri ástæðu að við margir íslendingar erum á móti aðild Íslands að ESB.

En Ísland er með auka aðilda eins og Bjarni heitinn Benediktsson kallaði EFTA aðildina.

mbl.is Vitnisburður um vesaldóm stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband