Ótrúleg viðkvæmni Bjarna Benediktssonar

  • Bara að halda því til haga, að Engeyingar hafa ráðið nánast öllum ríkisstjórnum á Íslandi frá lýðveldisstofnun
    *
  • Alltaf hafa samtök atvinnurekenda verið í bakgrunninum og ráskast með þessar ríkisstjórnir
    *
    Breytir engu þótt Framsókn hafi haft forsætisráðu-neytið og verið aðra flokka með sér. 
    *
  • Bjarni virðist ekki þola eðlilega umræðu um Panama-málin.

En „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu starfshóps, sem hann skipaði um eignir Íslendinga á aflandssvæðum, fram yfir Alþingiskosningar“.

Skýrslan var birt í fyrradag, eða um þremur mánuðum eftir að henni var skilað í endanlegri mynd í ráðuneyti Bjarna. Auðvitað eru pólitískir andstæðingar vantrúaðir gagnvart vinnubrögðum Bjarna í Panamamálum, það er bara eðlilegt.

„Hann segir pólitíska andstæðinga sína nú reyna að gera sér mat úr málinu, og allt tal um að hann hafi haldið skýrslunni leyndri í aðdraganda kosninga sé þvættingur, fyrirsláttur og ekkert nema pólitík. Hann hafi ákveðið að bíða með birtingu skýrslunnar svo ný ríkisstjórn, Alþingi, og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti tekið hana til umfjöllunar“.

Óttar Proppe í apríl:
„Forsætisráðherra er tengdur aflandsfélagi og hélt því leyndu. Orðspor Íslands er undir. Það er óhugsandi að Forsætisráðherra sé stætt“

Þarna átti Óttar við Sigmund Davíð, en það sama hlýtur að eiga við um Bjarna Benediktsson.

Auðvitað er það pólitískt hlutverk stjórnarandstöðunnar að veita stjórnvaldinu aðhald á hverjum tíma.

Ef ég skil hugtakið „fyrirsláttur“ rétt er einmitt þessi ráðherra sem er með fyrirslátt vegna málsins.

Ærlegur hefði ráðherrann geta talist vera, ef hann hefði falið Alþingi að gera rannsókn á þessu máli en ekki handvalda menn honum hugleikna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fékk sérstaka kynningu á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum, 5. október síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu…
RUV.IS
 

mbl.is Myndun ríkisstjórnar á lokametrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband