11.1.2017 | 15:27
Allt opið í báða enda
- Þessi stjórnarsáttmáli, þ.e.a.s. það sem sést af honum minnir auðvitað á borgarísjaka
* - Því aðeins 1/7 hluti hans er sjáanlegur almenningi og eða öðrum en þeim sem koma beint að málinu
* - Það má segja, að það sem birtist séu aðeins rúmlega kafla fyrirsagnir og engin veit hvað er í meginmáli textans.
Þetta virðist vera einkenni þeirra stjórnarsáttmála sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur að.
Ríkisstjórn með slíkan samstarfssamning fær iðulegast í byrjun forskot í þinginu.
En þetta færir einnig gamla valda flokknum sem teygir tengsl sín um allt, miklu sterkari stöðu í samstarfi með smærri flokkum.
Smá flokkarnir eru þá ekki með opinbera viðspyrnu möguleika sem þeim eru nauðsynlegir. Þeir fá þá einnig miklu minni möguleika á stuðningi frá þingmönnum annarra flokka á Alþingi, vegna þessarar leyndarhyggju.
Það er augljóst að meðreiðarflokkar valdaflokksins eru í miklu veikari stöðu en Framsókn var í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum.
Einnig virðist þegar grannt er skoðað, ævinlega gætt að því í þessum sáttmálum að skera ekki alveg á böndin við Framsókn og það sama á við þegar Framsókn hefur leitt samstarf við vinstri flokkanna.
En almennt eru stjórnmálar vinstri flokkanna miklu ýtarlegri á yfirborðinu en hér sést dæmi um.
En greinilegt er að gamli valdaflokkurinn er að gefa eitthvað eftir í mörgum málaflokkum sem hafa verið sígild baráttumál vinstri flokka á Íslandi. Hvað þessar fyrirsagnir svo þýða, veit nú enginn.
Getur strandað á takmörkuðu fjármagni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.