10.2.2017 | 20:19
Ábyrgðaleysi og raunar hreint ofbeldi
- Útgerðarinnar er í huga þjóðarinnar ótrúleg.
Ljóst ætti að vera öllum að úgerðin hefur frá snemma í haust verið ákveðin í því að reyna að varpa ákveðnum hluta af rekstrarkostnaði útgerðarinnar yfir á skattgreiðendur.
Þannig haga þeir sér þessir aðilar eftir að búið er að minnka veiðigjöldin mjög verulega og breyta þeim í tekjuskatta.
Útgerðarmenn telja greinilega að þorskurinn bíði bara á miðunum og auki þyngd sína og doki eftir því að hann verði veiddur nokkuð seinna en venjulega gerist. Ekki það að ég vorkenni togarasjómönnum sem eru með launahæsta fólki á Íslandi.
Það sem er alvarlegast er, að það er þjóðin sem á fiskinn í sjónum og treystir því að hann berist að landi jafnt og þétt. Nú virðist ljóst að úgerðarmenn haga sér nákvæmlega eins og þeir eigi auðlindina og geti hagnýtt sér hana að vild sinni.
Mér finnst að þjóðin eigi bara að fela öðrum aðilum að ná í fiskinn og koma honum í land svo þjóðin fái sinn arð af auðlindinni. Það er allt í lagi að segja úgerðarmönnum að veiðiheimildirnar verði teknar af þeim ef þeir ætla sér ekki að nýta sér sínar heimildir.
Það ætti að vera forvitnilegt fyrir þjóðina að velta því fyrir sér. Að sveitafélögin eru að tapa gríðarlegum tekjum vegna þess að launafólk í fiskvinnslu, sjómenn ásamt starfsfólki í ýmsum greinum eru launalaus og greiða því ekki útsvör til sveitarfélaganna .
Útgerðin og fiskvinnslan greiðir ekki útsvar, ekki heldur tryggingagjöldin eða í lífeyrissjóðina. Greiðendur er launafólkið.
Efast um að skýrslan sé liður í lausn deilunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.