Enn eitt nýtt glæsihverfi

  • Er nokkuð verið að vaða elginn í skipulagsmálum? 

  • Undanfarin misseri hafa borgaryfirvöld stolt í bragði kynnt fyrir okkur Reykvíkingum

    tillögur að nýrri uppbyggingu við Elliðavog og inn í Grafarvoginn.

nýtt vogahverfi

Það er í sjálfu sér ekki hægt að hafa neitt á móti þessum tillögum enda hafa atvinnufyrirtæki sem þarna voru löngu flúið að mestu úr þessu umhverfi. Svæðið hefur verið eins og yfirgefinn draugabær.

Þarna á verða til hverfi fyrir 12600 íbúa í allt að 5600 íbúðum. Þ.e.a.s. rúmlega tveir íbúar í hverri íbúð og þá væntanlega lítið um börn.

Haft er eft­ir Birni Guðbrands­syni hjá Arkís að upp­bygg­ing svæðis­ins búi yfir fjöl­mörg­um eig­in­leik­um vist­vænn­ar byggðar. Ramma­skipu­lag fyr­ir svæðið var unnið í sam­starfi Arkís, Lands­lags og Verkís.

„Að stærst­um hluta er um að ræða land sem þegar hef­ur verið raskað; at­hafna­svæði sem geng­ur í gegn­um end­ur­nýj­un og umbreyt­ist í blandaða byggð, samkvæmt þeirra orðum.

En á meðan er annað svæði alveg á næsta leiti sem gerði ráð fyrir að væri fyrir álíka marga íbúa umhverfi situr eftir hálfkarað. Það er svæðið sem kallað hefur verið Grafarholts- og Úlfarsárdalur.

Enn vantar inn í það hverfi nær helmings þess íbúafjölda sem hugsað var í eina tíð. Þar voru alveg jafn metnaðarfull sjónarmið sem voru að uppbyggingu þess svæðis.

Þessi uppgjafastefna borgaryfirvalda bitnar mjög á núverandi íbúum svæðisins.  Því vil ég segja frá ábendingum Kristins Trausta formanns íbúðasamtakanna í Úlfarsárdal er birtist á vefsíðu Íbúasamtakanna:

,,Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. 

Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. 

Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. 

Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum". 

Skipulag hverfanna hér í gamla Grafarholtslandi og í landi Lamhaga og Úlfarsár eru gömul metnaðarfull stefna frá vinstri flokkunum í stjórn borgarinnar. Það er mikilvægt að ljúka uppbyggingu svæðisins og við sem þar búum eigum rétt á því svo verði gert. 

Það má gjarnan upplýsa um það, að áin sem skiptir hér úthverfunum í ákveðna hluta gengur undir mörgum nöfnum. Efst heitir áin ,,Úlfarsá" niður að Lambhaga. Eftir það heitir áin ,,Lambhagaá" síðan þegar komið er inn að landi Korpúlfsstaða heitir áin ,,Korpa".

Það búa fleiri í Reykjavík en þeir sem eru í miðborginni og í vesturbænum.

Það verður ekki séð, að það hafi ríkt eða ríkir neinn sérstakur pólitískur ágreiningur um uppbyggingu þessara svæða. 

 


mbl.is Nýtt 12.600 manna hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband