Það er gott að samningur hafi náðst milli sjómanna og útgerðarmanna.

  • Það skiptir þjóðina miklu máli að fiskveiðar gangi með eðlilegum hætti.
    *
  • Einnig að tryggt sé að öll samskipti milli þessara hópa séu góð og heiðarleg.
    *
  • Það skiptir einnig eiganda  auðlindarinnar máli sem er þjóðin.

fiskiskip

Ekki veit ég hvað hefur verið samið um í þessum kjarasamningum.

En eitt sanngirnismál hefur þó náð í gegn sem er frítt fæði sjómanna um borð í skipunum. Nokkuð sem allir sjómenn fá að jöfnu væntanlega. Breytir þá engu á hvaða launum hver og einn er á.

Það hefur tekist að koma í veg fyrir að sjómenn umfram aðrar stéttir njóti skattfríðinda eða ákveðið skattleysi af tekjum sínum. Laun sjómanna eru mjög misjöfn, en margir sjómenn eru miklir hálaunamenn og það er erfitt fyrir almennt launafólk að styðja slíka menn í verkföllsátökum.    


mbl.is Segir mikinn ávinning af breytingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband