Vanmat á störfum kennara er viðvarandi

  • Margir hafa sagt,að það sé vegna þess að konur eru í miklum meirihluta starfandi kennarar í grunnskólum og í leikskólum landsins
    *
  • Gömul klysja eða er þetta ekki klysja eða bara staðreynd?
    *
  • A.m.k. eru laun framhaldskóla kennara miklu hærri en laun grunnskólakennara en þar er hlutfall karla í kennarahópnum miklu hærra. 


Ekki er það vegna þess að starfið sé erfiðara eða vandasamara á framhaldskólastiginu. Heldur ekki vegna þess að gerðar séu meiri kröfur til framhaldskólakennara en til grunnskólakennara eða leikskólakennara.  

Eða ætli þessi grein Katrínar Ólafsdóttur lektors við Háskólann í Reykjavík í Kjarnanum í dag. Karlar þykja færari en konur  28. febrúar 2017  Geti verið gagnleg vísbending, hún er örugglega mikilvæg.   

Karlar þykja færari en konur  28. febrúar 2017

Starfið þurfi að vera sam­keppn­is­hæft

„Þetta hef­ur legið fyr­ir í þó nokk­urn tíma, að það stefni í þetta, og búið er að benda á lengi að ef ekk­ert verði að gert þá muni þetta verða raun­in,“ seg­ir Ólaf­ur Lofts­son, formaður Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara, um yf­ir­vof­andi kenn­ara­skort.

afmælismyndir 096

Það er mikið til í þessu, því almennt álítur íslenskur almenningur að starf grunnskólakennara sé frekar lúalegt og léttvægt starf sem hægt er að sinna með annari hendinni.

Þetta er staðreynd og það sem meira er, að sveitarstjórnarmenn og alþingismenn eru á nákvæmlega sömu skoðun.

Hvers vegna lítur almenningur svo á að fólkið sem á kenna íslenskum ung-mennum eitt og annað, sem tekur við frægu agaleysi íslenskra heimila í börnum þeirra til að láta börnin vinna og að taka tilit til annara og að bera bera virðingu fyrir öðrum án ofbeldis.

Ég get ekki svarað því, en það er staðreynd engu að síður að mikill meirihluti ungra kennara ný útskrifað úr háskólunum gefst upp eftir fyrsta veturinn.

Háskólagengið fólk sem starfar á hinum almenna vinnumarkaði við almenn störf ýmiskonar nýtur almenn miklu betri kjara, starfar við þægilegra vinnuumhverfi og nýtur virðingar.

Fresta viðbrögðum við forsendubresti

Ein af forsendum kjarasamninga er brostin, segir í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Það sé hins vegar niðurstaða samninganefnda félaganna að fresta viðbrögðum vegna forsendubrests þar til í febrúar 2018. 

Jafnframt hafa þessir aðilar í hótunum ef starfsmenn sem starfa hjá ríki og sveitafélögum semja um laun sem eru öðru vísi en þessir aðilar ákveða að sé þeim þóknanleg. Þeir sögðu ekkert um sjómannasamningann þótt stór hluti þeirra sé á margföldum launum miðað við annað starfandi fólk á Íslandi.

Þá er einnig vitað t.d. iðnaðarmenn og verkamenn í byggingageiranum eru einnig á gríðarlega háum launum.  Það veit enginn hvernig þeirra launakjör eru ákveðin í heimi markaðslaunanna.

Ég þekki viðhorf forystumanna í ASÍ býsna vel hvernig þau eru gagnvart opinberum starfsmönnum og  svo sannarlega eru þau viðhorf  nánast alveg eins og hjá heildar samtökum  atvinnurekenda á Íslandi. Þeir krunka saman undir borðum þessir aðilar.

Það er rangt hjá blessuðum fjármálaráðherranum að á Íslandi hafi verið gerð þjóðarsátt á vinnumarkaði 1990. Ég veit allt um þá sátt og það voru ótrúlega stórir hópar sem ekki áttu aðkomu að þeim kjarsamningum.  Þ.a.l. aldrei nein þjóðarsátt.

Svandís Svavarsdóttir

Mikil þörf er á að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um kennaramenntun. Ef ekkert verður að gert er raunveruleg hætta á því að kennaraskortur blasi við í íslensku skólakerfi. Slík staða yrði grafalvarleg og myndi hafa ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar.

Það þarf miklu meira að koma til Svandís þótt orð og umræður séu alltaf upphaf einhverra framfara og úrbóta. 

Um langan aldur hefur ríkt alvarlegt virðingarleysi gagnvart starfandi fólki í skólum landsins sem sveitarfélögin eru sögð bera ábyrgð á.

Er þá sama hvort um er að ræða nemendur, kennarar eða annað  starfsfólk.  Virðingaleysið er nánast á öllum sviðum.



mbl.is Starfið þurfi að vera samkeppnishæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband