Ferðaþjónustan vill eins og áður þiggja styrki af þjóðinni

  • Það er ekki hægt annað en að fagna því, að viðskiptamenn ferðaþjónustu-fyrirtækjanna skuli eiga að greiða sama virðisaukaskatt og íslendingar gera almennt
    *
  • Verði þannig látnir taka aukinn þátt í að greiða kostnað sem af veru þeirra hlýst í landinu.

Mikið hefur verið rætt um það á síðustu vikum að Ísland sé orðið eitt dýrasta ferðamannaland í heimi.

Engum dettur í hug, að á Íslandi er þjóð sem býr við þessa dýrtíð. Íslendingar eru löngu hættir að geta ferðast um sitt eigið land.

Ég hef enga trú á því að ferðaþjónustufyrirtækin geti hækkað verð sín þótt virðsaukaskatturinn verði aukinn.

Það er örugglega óeðlilega mikil álagning á þeirri þjónustu sem erlent ferðafólk kaupir á Íslandi. En ferðafólki má gjarnan fækka verulega.

Fjörutíu prósenta verðhækkun verður hjá sumum ferðaskrifstofa á ferðum innanlands næsta vetur.
 
Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að styrking krónunar muni draga úr eftirspurn ferðamanna og fækka störfum í greininni. Hann furðar sig á að…
RUV.IS
 

mbl.is Taka skattahækkunum ekki þegjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Enda ferðast ég bara um útlönd.  Ódýrara fyrir mig að þvælast um Skotland í viku en að fara til Akureyrar í sama tíma.  Jafnvel yfir helgi.

Bílaleigan er það eina sem ég slepp við hér á landi.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.3.2017 kl. 18:23

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sömu lög, réttindi og skyldur fyrir alla í landinu. Hvers vegna stendur svo sjálfsögð krafa í þessum forstjóra ferðamálasjóðs, hluthafa í Bláa Lóninu og fleiri staða?

Væri ekki nær að hann áttaði sig á eigin vanhæfi til að gegna starfi forstjóra ferðamálasjóðs, vegna eigin óverjandi hagsmunastöðu?

Siðblindusjúkdómur lýsir sér víst þannig að þeir sem þjást af slíku óheilbrigði þurfa hjálp, og sjá ekki mun á réttu og röngu í siðmenntuðu samfélagssamhengi. Ekki bætir úr skák að þjást í ofanálag af ofurgrægi á kostnað embættissvikinna skattgreiðenda almennt.

Þessir læknaforstjórar og aðrir forstjórar innan og utan heilbrigðiskerfis og ýmissa fleiri stofnana eru hreinlega ekki á réttri leið, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Hótandi og kúgandi stjórar, sumir hverjir, eins og Haraldur Benediktsson sagði þjóðinni sem betur fer frá.

Þetta er alls ekki í lagi. Er það ekki augljóst?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2017 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband