Hvar er framtaksvilji unga fólksins? ** Hvar er einstaklingsframtak þess?

  • Það hefur alltaf verið erfitt að komast yfir eigið húsnæði
    *
  • Það er vandséð að það sé eitthvað erfiðara nú en var fyrir 50 árum eða enn fyrr að komast yfir íbúð.

Á tímum þegar nánast engin húsnæðislán voru til staðar og enginn gat gert neitt nema að gefa sig á vald einhverjum ráðandi klíkuhópum stjórnmálaflokkanna. Þ.e.a.s. þeirra flokka sem fóru með valdið.

Á dögunum ók ég eftir Sæbrautinni sem áður hét Kleppsvegur. Þar standa íbúða blokkir í röðum er allar voru byggðar af byggingasamvinnufélögum launafólks. Öll voru þessi hús byggð af efnalitlu fólki sem enga sjóði áttu og voru með lág laun.

Prentarablokkin og BP blokkin eru auðvitað glæsilegt kennileiti um þessa tíma. Þessi hús eru auðvitað börn síns tíma og þættu heldur gamaldags á okkar tímum. En þetta eru ákveðin dæmi um góða samvinnu launafólks og það eru til fjölmörg slík dæmi um alla borg.

Enn í dag getur fólk stofnað byggingasamvinnufélög með búsetafélagasniði og þannig losnað við að ofurselja sig einhverjum byggingafyrirtækjum og stórum leigufélögum.

Fólk í slíkum félögum getur að miklu leiti ráðið byggingahraðanum. Þá geta félagar þeirra komið hlutunum þannig fyrir, að það sjálft geti unnið við sumar framkvæmdirnar við húsið.

Byggingasamvinnufélög þurfa ekki að ná yfir nema eitt fjöleigna hús eða kanski þrjár til fjórar íbúðir. Búseturéttaríbúðir eru að sínu leiti eignaríbúðir, hver fjölskylda borgar fyrir sinn búseturétt á móti húsnæðislánum.

Það getur selt hann og keypt stærri búseturétt allt eftir aðstæðum. Það þarf nánast enga yfirbyggingu yfir félag sem afmarkast við eitt fjölbýlishús. Bankar taka það að sér.

Mér er lífsins ómögulegt að skilja það, hvers vegna ungt fólk vel menntað skuli ekki bjarga sér sjálft í sínum húsnæðismálum í samstarfi með öðrum.

Til þess að félagslegar lausnir gangi upp verður einstaklingsframtakið að vera á fullu. Félagslegar lausnir eru nauðsynlegar meðal alls þess sem fólk stendur að í lífinu. Slíkum verkum þarf ekki sífellt að vísa til ríkis eða sveitarfélaga. Samtakamátturinn lyftir iðulega Grettistaki

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Dagur: Mér finnst þetta ódýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband