Stjórnmálamenn hafa ekki skilning á skólastarfi í grunnskólum

  • Í dag er armenadagurinn
    *
  • Væri ekki einfaldara að kennarar færu á milli byggðarlaganna en nemendur í Fjallabyggð
    *
  • Ungir nemendur grunnskólanna eru ekki úr plasti, þeir eru viðkvæmar tilfinningaverur. 
    *
  • Talandi dæmi um skort á skilningi stjórnmálamanna á eðli skólastarfs.

Nú er á dagskrá Alþingis umræða um

kennaraskort í íslenskum grunnskólum.
 

Það virðist vera erfitt fyrir stjórnmálamenn að átta sig á þeirri staðreynd, að kennarar eru eftirsóttir sem starfmenn í flestum atvinnugreinum á Íslandi.

Sérstaklega þeir sem komnir eru með einhverja starfs-reynslu sem kennarar. Fyrir miklu hærri laun en þeir fá sem kennarar og fyrir miklu þægilegri störf.

Sérstaklega er vert að benda einnig á þá staðreynd að störf grunnskólakennara eru mun erfiðari enn störf framhaldskólakennara, samt eru þeir á lægri launum.

Það gerir hin mikli eðlismunur á störfum þessara tveggja kennarahópa.

Það voru að mínu mati mikil mistök að færa starf grunnskólakennara í hendur sveitarfélaganna. Mörg sveitarfélög hafa enga burði til að halda uppi góðu og vönduðu skólastarfi og bitnar það iðulega á kennurum og nemendum.

Þá hefur það eitt og sér iðulega sýnt allt of mikla nánd sveitastjórnarmanna við störf kennara í fámennum sveitarfélögum.

En þar eru hlutir gjarnan persónugerðir og blandað saman við allt önnur vandamál og skemmandi slúður. Bæði við ýmiskonar önnur félagsleg vandamál í sveitarfélaginu og bara flokkapolitík sem virðist ná inn í skólanna.

Ungir nemendur grunnskólanna eru ekki úr plasti, þeir eru viðkvæmar tilfinningaverur. Ungar manneskjur sem eiga að njóta virðingar en eru ekki smá-aurar á skrifborði sveitarstjóra.

Það er algjört grundvallaratriði til þess að nám geti fari fram hjá nemendum t.d. grunnskóla er, að nemendum líði vel. Það er marg sannað með rannsóknum.

Því er mjög mikilvægt að hlú vel að yngstu nemendum skólans og gera ekki neitt sem dregur úr öryggi nemenda og foreldra þeirra sem hefur bein áhrif á líðan barnanna.

Það er auðvelt að eyðileggja framtíð ungra barna með vanhugsuðum gjörðum yfirvalda. Fullorðnu fólki er trúað fyrir velferð barna og skulu foreldrar og yfirvöld ganga á undan með góðu fordæmi með sínum störfum.

 

Gera má ráð fyrir því að skortur verði áberandi í umræðu á Alþingi sem kemur saman í dag klukkan þrjú í fyrsta skipti frá því fyrir páska. Tvær sérstakar umræður eru á dagskrá. Fyrir og eftir þær umræður verða fyrirspurnartímar,…
RUV.IS
 

mbl.is 40% nemenda ekki mætt í skólann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband