26.4.2017 | 09:56
Eiga skattgreiðendur að halda uppi hótelgeiranum?
- Hótelrekendur tala eins og þeir séu bjargvættar þjóðarinnar
* - Ekki má gleyma því, að hótelin greiða nánast enga skatta til samfélagsins
Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar í Reykjavík, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að hótelgeirinn í landinu verða rekinn með tapi ef fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti verða að veruleika.
Þetta eru fyrirtæki sem fá tekjur að mestu í erlendum gjaldeyri og eru með útgjöld bæði í krónum og t.d. í evrum. Fólkið sem starfar við þessa starfsemi er að langmestu leiti láglaunafólk og fráleitt að halda því fram að laun þessa fólks sé að sliga þennan rekstur, sé miðað við nágrannalöndin.
En það er auðvitað skuldabirgðin sem er sliga þessi hótel fyrirtæki sem eru gjarnan byggð á dýrustu lóðum t.d. borgarinnar. Eigið fé fyrirtækjana er nánast ekkert og vaxtakostnaður því gríðarlegur.
Við bætist síðan krafan um mjög mikla framlegð og mikinn arð til þeirra sem sagðir eru eigendur fyrirtækjanna umfram vaxtakostnaðinn. Fyrirtækin eiga m.ö.o. bæði að greiða skuldir sem á þeim hvíla og eigendum arð í ofanílag.
Til þessa hafa þessi fyrirtæki notið opinberra styrkja samfélagsins í formi lækkaðra skatta á þeim sem kaupa þjónustu hótelanna. Er þýðir að skattgreiðendur hafa í raun greitt miklu meira til þessa reksturs en skráðir eigendur.
Ekki má gleyma allri eignarhaldsfélagasúpunni og fjöld fyrirtækjanna sem eiga hina mismunandi hluta rekstrarins. Öllum grautnum fylgja síðan allskonar leigugjöld.
Hótel verða rekin með tapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Athugasemdir
Breytir einhverju hver þessi álagsprósenta er á ferðaþjónustuna, er þessu ekki hvort sem er stolið undan meira og minna?
Hrossabrestur, 26.4.2017 kl. 14:35
Það væri fróðlegt ef einhver fjölmiðill tæki sig til og kannaði eignarhald á þessum hótelkeðjum í landinu. T.d. hversu stór hluti hótela landsins eru í eigu Hreiðars Márs Sigurðssonar og hversu mikill fjölda hótela er í eigu Ólafs Ólafssonar. Þeir félagar sátu ekki auðum höndum á Kvíabryggju!!
Gunnar Heiðarsson, 26.4.2017 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.