16.5.2017 | 17:27
Litlir kallar í útúr snúningum
- Beiðnin var sett fram strax eftir að skýrsla var lögð fram um fátækt á Íslandi og það eru nokkrir mánuðir síðan.
Það var löngu búið að biðja um þessa umræðu áður en Gunnar Smári fann upp trixið til bjargar andlitinu.
En núverandi stjórnarflokkum hefur tekist að tefja þessa nauðsynlegu umræðu og á skammast sín fyrir.
Þetta er bara umræða sem þarf að fara fram reglulega í þinginu. Það er vissulega allt of langt síðan þessi vinkill var tekinn á þessu máli.
Slík umræða hefur ekki farið fram síðan að rústabjörgunar ríkisstjórnin starfaði. Á þeim tíma var reynt að huga að stöðu fátæks fóks á Íslandi og eitt og annað gert s.s. að lækka skatta á efnalitlu fólki.
Við íslendingar sem erum komnir á eftirlaun þekkjum mjög vel stjórnarfarið á Íslandi þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í stjórnarráðinu. Fylgifiskur slíkra stjórna hefur alltaf verið landlæg fátækt á Íslandi.
En nú býr þjóðin við alveg sérstakar aðstæður. Fyrrum framkvæmdastjóri heildarsamtaka atvinnurekenda á Íslandi er félagsmálaráðherra. En þessi samtök hafa alla tíð barist fyrir því að halda niðri lægstu launum á Íslandi og einnig öllum öllum launum sem Tryggingastofnun greiðir.
Þótt framtak ASÍ sé gott í húsnæðismálum dugar það engan vegin til að bjarga þeim sem verst standa í lífsbaráttunni.
Það framtak er ekki framtak ríkisstjórnar þótt þeir hafi neyðst til að svara kallinu enda verða það lífeyrissjóðirnir sem koma til með að leggja fram lánsfé.
Fátækt stelur draumum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skíturinn sem kemur úr Brynjari er verri en allur túristasaurinn, það þarf að losna við þessa manngerð úr stjórnmálum.
Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 16.5.2017 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.