17.5.2017 | 09:23
Enginn vill þurfa að borga
- Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla almenningssamgöngur.
Auðvitað verður þessi flokkur sem lýsir þessu yfir að svara því fyrst hann er á móti þessari aðferð til að kosta þessa nauðsynlegu framkvæmd, hvernig hann vill fara að. Þessi framkvæmt kostar mikið fé.
Það er ljóst að veruleg hækkun á lóðaverði verður ekki með öllu velt út í verðlagið af íbúðarframleiðendum, vegna þess að álagning og verðlag á íbúðarhúsnæði er þegar í hæstum hæðum og fólk hefur ekki efni á að greiða hærra verð.
Hið eðlilega væri að þessum kostnaði yrði skipt á milli lóðaverðs og fasteignagjalda sem eru svo sannarlega þjónustugjöld vegna fasteigna,lóða, skólabygginga o.s.frv. í borginni og þar með taldar samgöngur.
Fráleitt væri að hækka útsvörin.
Andvígur nýjum innviðagjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.