Þau takast á, fjármagnsöflin, útgerðin ásamt landbúnaði og ESB hópurinn í flokknum

  • Það hefur lengi verið vitað og er ekkert leyndarmál að mikil og sterk þjóðernishyggja hefur ætíð verið ríkjandi í Framsóknarflokknum.

Væntanlega er hún á ýmsu rófi, allt frá fánahyllingarhópnum til nokkuð hófsamari hóps.

Framsóknarflokkurinn er ekkert eini flokkurinn í sögunni sem ber einhvern vott af þessum einkennum.

En þessi spurning er samt einkennileg:
„En hver er sú stefna, hverjir eru þeir straumar, af hverju erum við að missa; vilja menn feta sig á slóð forseta Bandaríkjanna eða Le Pen í Frakklandi og fleiri úr þeim ranni? Er einhver í þessum sal sem telur að þar liggi tækifæri Framsóknarflokksins? Er einhver sem telur að með því að víkja frá hefðbundnum gildum flokksins muni fylgið sópast að honum?“

Formaðurinn spyr ekki bara um hvort menn vilji feta í fótspor þessara aðila sem hann nefnir. Hann þarf ekki að spyrja því hann veit að þeir eru fjölmargir í þessu liði sem vilja það. Hann beinlínis varpar sérstöku ljósi á þessa aðila.

En Sigurður Ingi spyr hvort flokksmenn telji að þar liggi tækifæri Framsóknarflokksins til þess að auka fylgi og áhrif flokksins.

Hann spyr ekki flokksmenn að því eða víkur orði að því hvernig flokkurinn getur gert þjóðinni mest gagn.

Hvaða hópar takast á?

Er það ESB hópurinn sem hafði öflugan og massívan meirihluta í flokknum fyrir örfáum árum og hefur tæplega skipt um skoðun siss svona?

Eða er það hópurinn sem er undir styrkri stjórn útgerðarinnar og landbúnaðarelítunnar ásmt fjármálaöflunum?

Það vantar meiri samstöðu í þingflokki Framsóknarflokksins, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í morgun. Hann gagnrýndi þá sem hafa sett sig upp á móti forystu flokksins sem kosin var á…
RUV.IS
 

mbl.is Mun aldrei styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Frekar ómaálefnaleg afstaða. Þeir ætla að sníða stefnuna eftir því hvað er vinsælast og munu aldrei styðja ríkisstjórnina, sennilega sama hvað hún leggur til þó það kannski samrýmist stefnu framsóknar. Tilgangurinn helgar meðalið: sagði einhver.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.5.2017 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband