Gömlu valdníðslu aðferðirnar

  • Það var ekki hægt að láta sér detta annað í hug þegar breytingatillögur dómsmálaráðherrans við tillögur hæfisnefndarinnar um dómaraskipan við Landsrétt voru birtar.  

dómariÝmsar  sögur hafa flogið í gegnum tíðina um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gætir þess ævinlega að eiga alla dómara og sýslumenn í landinu úr sínum röðum.

Valdaflokknum hefur tekist þetta vegna þess að flokkurinn hefur ráðið ráðneytum þjóðarinnar nær allan lýðveldistímann

Það er t.d. enginn vinstri maður í þessum stéttum svo vitað sé. Hæst flugu þessar sögur á tíma Björns Bónda.

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa gætt sín á því að ræða aðeins þessa óskammfælnu aðför ráðherrans að regluverki um aðferðarfræði við skipan dómara.  

Þeir hafa ekki hugsað upphátt um hvort tillaga ráðherrans um fólk í dómarasætin tengist einhverjum hagsmunahópum eða stjórnmálaflokki.

Réttur almennings stendur svo sannarlega til þess, að áður en Alþingi tekur afstöðu til tillagna ráðherrans séu öll slík tengsl könnuð ef einhver eru. 

Eða á staðan enn að vera þannig, að vinstri menn geti ekki fullkomlega treyst íslenskum dómstólum.


mbl.is Ákvörðun ráðherra verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband