24.6.2017 | 08:47
Öfugmæli
- Það er ekki krónan sem er að sliga bílaleigurnar
* - Það eru skuldirnar sem það gera.
Skuldir þarf að greiða og á Íslandi eru okurvextir.
Hvergi á byggðu bóli er leiguverð á bílaleigubílum hærra en á Íslandi.
Bílaleigur eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru svakalega skuldsett.
Það hefur verið vitað áratugum saman á Íslandi að ekki gengur að reka fyrirtæki með engu eiginfé. Eða með loftfé sem er bara froða og er ekkert raunverulegt verðmæti.
- Reynslan hefur sýnt þetta og hún lýgur ekki.
Þessi fyrirtæki skila ekki af sér sköttum til samfélagsins, nema það sem ferðamaðurinn greiðir í virðisaukaskatt.Engum tekjuskatti er skilað og engu útsvari samt nýta þessi fyrirtæki ómælt innviði samfélagsins.
- Ef ekki er hægt að reka ferðaþjónustufyrirtæki í dag, verður það aldrei hægt
* - Viðskiptavinirnir eru eins og mý á mykjuskán
* - Auk þess sem þjónustan er seld á okurverði.
Krónan sligar bílaleigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:58 | Facebook
Athugasemdir
Hér er smá innlegg í málefnið.
Græðgin, er að hafa of hátt gengi. Þá geta bankarnir hirt allt Ísland.
Þessi gengishækkun krónunnar er skipulögð. Ef bankinn lánar ekki í hótel, þá eignast bankinn ekkert. Ef bankinn lánar í hótel þá eignast bankinn hótel. Við vitum að bankinn, gerir ekkert nema að skrifa töluna.
Egilsstaðir, 24.06.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.