Er ekki eitthvað af spillingarliðinu í Viðreisn?

  • Spillingar pungarnir þola greinilega ekki að sannleikurinn sé sagður. Íslandsmeistarinn Guðlaugur Þór í styrkja móttöku ber sig illa
    *
  • Hann er auðvitað einn af þessum hórum sem hafa selt sig í ánauð margra fyrirtækja. Hann hefur aldrei gefið það upp hverjir styrktu hann um árið 2007.

Þótt Eva Joly tali tæpitungilaust um spillingu og mútuþægni stjórnmálamanna skaðar það ekki heiðarlega stjórnmálamenn. En spillingarhyskið óttast sannleikann.

  • Það eru einhverjir í framboði hjá Viðreisn sem tilheyrðu þessu spillingarliði úr gamla spillingarflokknum. Eru, eða voru innvinklaðir í spillingarsamfélagið
    *
  • Viðreisn heldur að sér spilunum og sýnir ekki nema sumt
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur áhyggjur af því að Eva Joly, rannsóknardómari í…
STUNDIN.IS
 

mbl.is Viðreisn sýnir spilin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum er stuðningur við Gamma

  • Það sama á við um Framsóknaflokkin og nú ætlar Viðreisn að fara í hækjuhlutverk fyrir þessa flokka
    *
  • Þessir hægri flokkar verða ekki í vandræðum með að leysa ESB syndrúmið.

Viðreisn

Skoðið tengilinn hann er vissulega fræðandi. Þessir flokkar fara ekki í það að styrkja stöðu ungs fólks sem á í vanda með að koma fjölskyldu sinni í húsaskjól

https://www.facebook.com/armann.gunnarsson/posts/10208927269233809

Sem betur fer, er fólk að átta sig á að Viðreisn er auðvitað bara útibú frá gamla valdaflokknum. Fylgið fer nú hratt dvínandi við útibúið. 

Kanski hefur óþverra kosninga áróðurinn einnig áhrif.


mbl.is Viðreisn hafnar dilkadrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er Davíð Oddsson að kenna öðrum um eigin afglöp

Það hefur verið hálfgerð þjóðaríþrótt, að undanförnu, að rakka niður störf síðustu vinstristjórnar. Af því tilefni tók Davíð Kristjánsson saman nokkur atriði sem hollt er að rifja upp:
„Nokkur atriði af því sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerði á síðasta kjörtímabili:
• Afnámu sérstök lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna sem sett voru þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni til heiðurs.
• Breyttu lögum um Seðlabankann. Þá var í fyrsta sinn í sögunni gerð hæfniskrafa til Seðlabankastjóra sem fram til þess dags komu flestir úr stjórnmálum með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur öll.
• Settu á sérstakan hóp sérfræðinga úr Seðlabankanum og utan hans til að leggja mat á efnahagslífið með tilliti til vaxta
• Breyttu lögum um skipan dómara sem komu í veg fyrir vina- og ættingjaráðningar í stöðu dómara
• Verðbólga fór úr 20% í 3% á kjörtímabilinu.
• Vextir lækkuðu úr % í 5% á kjörtímabilinu
• Halli á rekstri ríkissjóðs fór úr 216 milljörðum í núll á kjörtímabilinu. (Náðu þeim árangri með því að afla tekna til jafns við óhjákvæmilegan niðurskurð).
• Sérstakur þrepaskiptur tekjuskattur var lagður á, því hærri sem launin voru því hærri skattprósenta.
• Hækkuðu ekki skatta á lægstu laun
• Lögðu á auðlegðarskatt
• Endurgreiddu um þriðjung af vöxtum sem fólk greiddi af húsnæðislánum sínum
• Settu 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur
• Hækkuðu almennar vaxtabætur
• Gripu til ýmissa aðgerða sem tugþúsundir heimila nýttu sér og eru verðlagaðar á um 85 milljarða króna
• Opnuðu nýjar leiðir fyrir ungt fólk til að hefja aftur nám í stað þess að vera án atvinnu. (Nærri 1.500 nýir námsmenn fóru í Háskóla Íslands vegna þeirra aðgerða).
• Tóku upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins um nýjar leiðir til náms fyrir ungt fólk
• Vörðu atvinnu með því að auka tekjur í stað þess að skera endalaust niður
• Settu sanngjarnt veiðigjald á útgerðina fyrst allra þjóða
• Læstu þrotabú gömlu bankanna inni í landi með lagasetningu í mars 2012. Án þeirra laga væri ekki hægt að semja um lausn á uppgjöri þrotabúanna. Framsókn og íhaldið greiddu atkvæði á móti
lagasetningunni.
• Settu lög um hvernig á að standa að sölu fjármálafyrirtækja í eigu eða hlutaeigu ríkisins til að koma í veg fyrir aðra einkavæðingu. Íhaldið og framsókn greiddu atkvæði á móti.
• Sögðu upp öllum aukasamningum við starfsfólks stjórnarráðsins, t.d. vegna notkunar á bíl og fleira. Aðeins greitt samkvæmt reikningum eftir það
• Skáru verulega niður í utanlandsferðum ráðherra, þingmanna og embættismanna
• Aðeins formenn þingmanna fóru erlendis á fundi og varamenn fóru ekki í þeirra stað
• Lækkuðu laun þingmanna og hæstu laun embættismanna
• Settu siðarelgur fyrir ríkisstjórn og ráðherra
• Fækkuðu ráðuneytum úr 18 í 8
• Fækkuðu ráðherrum úr 12 í 8
• Gerðu umhverfisráðuneytið að fullbúnu öflugu ráðhuneyti
• Settu fram og samþykktum áætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
• Breyttu lögum um þingsköp Alþingis sem juku mjög vægi minnihlutans
• Fækkuðu þingnefndum
• Buðu stjórnarandstöðunni upp á formennsku í nefndnum
• Breyttu gjaldþrotalögum til að hjálpa því fólki sem komst ekki undan gjaldþroti
• Efldu fjármálaeftirlitið á kostnað bankanna
• Breyttu lögum um bankastarfsemi m.a. til að gera lágmarkskröfur um hæfni stjórnenda þeirra sem ekki hafði verið gert áður
• Lækkuðu dráttarvexti
• Breyttu reglum íbúðalánasjóðs til að draga úr greiðslubyrði heimila
• Gerðu umfangsmikla kjarasamninga í miðri kreppunni árið 2011
• Náðu að halda friði á vinnumarkaðinum allt kjörtímabilið þrátt fyrir alla erfiðleikana
• Juku framlög til velferðarmála úr 6,8% af landsframleiðslu í 7,8%
• Fjölguðu framhaldsskólum til að auka námsframboð fyrir ungt fólk
• Minnkuðum atvinnuleysi úr tæpum 10% í 4%
• Sendu AGS úr landi fyrr en áætlað var í upphafi
• Byrjuðu að endurgreiða lán sem norðurlöndin veittu okkur
• Endurgreiddum Færeyingum allt það sem þeir lánuðu okkur af rausnarskap sínum
• Losuðu okkur undan hryðjuverkjalögum sem Bretar settu á okkur undir hægristjórninni
• Héldu heilbrigðiskerfinu gangandi sem var ekkert sjálfsagt að hægt væri að gera
• Gerðu samkomulag við stjórnendur og starfsfólk Landspítalans um aðhald í rekstri til fjögurra ára og síðan uppbyggingu m.a. nýtt sjúkrahús
• Settu nokkrar stórframkvæmdir í gang í vegamálum
• Samþykktu og fjármögnuðu að fullu sérstaka fjárfestingaráætlun sem núverandi ríkisstjórn sló af
• Hæddust ekki að almenningi
• Gerðu ekki grín að mótmælendum
• Kvörtuðu ekki undan gagnrýni, heldur svöruðu henni með rökum
• Létu vinna ótal greiningar og skoðanir á stöðu almennings, nánast alltaf í samráði við aðra stjórnmálaflokka
• Veittu stjórnarandstöðunni aðgang að efnahagsráðgjöfum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum við að skoða og gera úttektir á hugmyndum og tillögum sem andstaða vildi láta gera.
Nokkuð gott. Ekki satt?".

Ítrekuð hróp og köll um að hér hafi orðið hrun hafa verið notuð til að ýta á breytingar á stjórnarskrá og réttlæta aðgerðir sem tóku mið af stjórnmálalegri lífsskoðun þeirra…
EYJAN.PRESSAN.IS
  
Kristbjörn Árnason Þetta er alveg rétt hjá Davíð, aðalsökin á íslenska hruninu var afspyrnu léleg ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar.

mbl.is Ekkert athugavert við formannskjörið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver, aflandsfélög og ljót bindi.

Ragnar Kjartansson er vinstri-grænn.

Gætið þess að ýta ekki á linkinn því þar birtist berrössuð persóna.

Álver, aflandsfélög og ljót bindi.

Hans helstu baráttumál eru álver, aflandsfélög og ljót bindi.


Ekki vera lúði.

Niðurstaða danskrar rannsóknar í dýralækningum er að íslensk hross í Danmörku er of feit. Rannsóknin birtist í Acta Veterinaria Scandinavica og er eftir Rasmus B. Jensen, Signe H. Danielsen og Anne‑Helene Tauson.
RUV.IS
 

Samstaða

  • Það er fullkomlega eðlilegt að ákveðnir stjórnmálaflokkar á Íslandi ákveði sameiginlega að draga ákveðna línu í sandinn.

samstaða

Flokkar sem hafa starfað saman af fullum heilindum og fyrir opnum tjöldum. 

Lausir við þá pólitísku spillingu sem hefur gegnsýrt íslenskt samfélag.

Hafa þegar ákveðið vinna ekki með spillingaröflunum á Íslandi og stjórnmálaflokkum sem tengjast slíku atferli. Með flokkum sem eru háðir bæði fyrirtækjum og hagsmunasamtökum. Slíkir aðilar verða handan línunnar.

Það hefur sýnt sig að þessir 4 flokkar geta unnið saman. Tveir miðju flokkar, einn frjálslyndur   jafnaðarmannaflokkur og einn vinstri flokkur. Allt flokkar ótengdir fyrirtækjum og eða hagsmunasamtökum.


mbl.is Ræða mögulega vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænn

  • Ragnar Kjartansson frambjóðandi VG í Reykjavík norður um kúnstina að græða og grilla!
Ragnar Kjartansson er vinstri grænn. Hann svífst einskis í baráttu sinni fyrir betra samfélagi. Og hann elskar að græða og grilla.
YOUTUBE.COM

mbl.is Búið að skipa formann samráðshóps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagstjórn þjóðarinnar er í molum

  • Enn einu sinni hefur komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki haft tök á efnahagsmálum þjóðarinnar
    *
  • Foringi flokksins hefur haldið úti dauðaleit að eignum ríkisins sem mætti selja til að rétta við efnahagsreikning ríkisins.

Frændleggur Bjarna vantar meiri pening til að kaupa meira af góðum eignum af brunaútsölu Bjarna

Bjarni í ræðustól

Það er beinlínis hrópað í ýmsum skúmaskotum flokksins eftir gengisfellingu. Forráðamenn í hagsmunasamtökum veiða og fiskvinnslu beinlínis hrópa á gengisfellingu.

Mikið er skrafað á þeim vettvangi og víðar í baklandi flokksins. Þar er flokks fólk margt búið að átta sig á getuleysi flokksins við efnahagsstjórn þjóðarinnar.

Hin bláa hönd ræður greinilega ekki við skipulagða efnahagsstjórn, stjórnleysið og spillingin er einnig slík innan stjórnarflokkanna og innanbúðar hrægammar uppteknir við að maka krókinn.

Lengi hefur verið vitað, að skattaánauð á venjulegu launafólki var mjög mikil á valdatíma Davíðs Oddssonar á meðan hálaunafólk, fjárfestar og atvinnurekendur greiddu mjög litla skatta. Þetta sýna öll gögn.

Skattar almenns launafólks lækkuðu í tíð vinstri stjórnarinnar og skattar á hálaunafólki, á fjárfestum og á atvinnurekendum hækkuðu.

Nú í ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs og síðar Sigurðar Inga hefur sótt í sama farið. Skattar á almennu launafólki hafa aukist. En minnkað á hálaunafólki.

Nú er nýr vandi í gengismálum. Því ef gengið fellur, minnka gjaldeyristekjur af ferðafólki mjög alvarlega. Ferðaþjónustan er nú helsta uppspretta gjaldeyris fyrir þjóðina og framundan er að settir verða hóflegir skattar á ferðafólk. 

  • Það drýpur spilling af hverju strái.
Stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur standa höllum fæti rúmri viku fyrir kosningar. Um síðustu helgi sýndu þrjár nýlegustu skoðanakannanirnar að…
BB.IS
 

mbl.is Fiskútflytjendur áberandi í gögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er augljóst að jarðstrengir eru framtíðin

  • Stóriðjur heyra fortíðinni til

Það er varla hægt að reysta Landsneti fyrir þessu kostnaðarmati. Fyrir utan það að ýmis umhverfislýti eru ekki tekin til mats.

Það er öruggt að skaðinn af loftlínu vegur algjörlega á móti, að mati margra aðila. Réttur kostnaðarmismunur finnst ekki nema að verkið sé boðið út og því lokið.

Væntanlega reiknar Landsnet með því að gerður sé stokkur þar sem fleiri línur gætu farið um síðar.

Einnig er bara eðlilegt og réttlátt, að ef lína er lögð vegna einhvers stóriðjuvers í eigu erlendra aðila að þeir greiði fyrir slíkan aukakostnað.

Það er bara alls ekki boðlegt lengur að þjóðin skuli alltaf þurfa að þola skaðann af fyrirferð erlendra stórfyrirtækja.

Stofnkostnaður við að leggja Suðurnesjalínu 2 í jörð er um tvöfalt meiri en ef rafmagn væri flutt milli Hafnarfjarðar og tengivirkis við Rauðamel á Reykjanesi með loftlínum.
RUV.IS
 

mbl.is Jarðstrengir tvöfalt dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til upplýsingar

Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um

lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings(link is external)

þann 6. október 2008:

  1. Lánið nam 500 milljónum evra (85 mia.kr. á þávirði) sem var hátt í allur gjaldeyrisvaraforði landsins á þeim tíma
    *
  2. Lánið var veitt til fjögurra daga en samt sem áður ekki gert ráð fyrir að það fengist greitt
    *
  3. Lánið var greitt inn á reikning Kaupþings í Deutsche Bank Frankfurt í evrum í þremur hlutum, 200.000.000, 85.000.000 og 215.000.000
    *
  4. Ekki er enn vitað að fullu hvernig láninu var ráðstafað af hálfu Kaupþings
    *
  5. Lánveitingin var ekki samþykkt af bankastjórn Seðlabankans
    *
  6. Engir lánasamningar voru gerðir á milli Seðlabankans og Kaupþings um lánið
    *
  7. Ekkert mat var lagt á veðið sem boðið var fyrir láninu
    *
  8. Allar lánareglur Seðlabanka Íslands voru þverbrotnar við lánveitinguna
    *

Enn er eftirfarandi grundvallarspurningum ósvarað,

um þetta stærsta eftirmál Hrunsins:

  1. Hvers vegna var lánið veitt?
    *
  2. Hver eða hverjir tóku ákvörðun um lánveitinguna?
    *
  3. Hvað varð um peningana?
    *

Þeir sem geta svarað þessum spurningum eru:

  • Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðla-bankans, sem ber ábyrgð á lánveitingunni segir Geir H Haarde
    *
  • Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Washington, sem var hafður með í ráðum um lánveitinguna
    *
  • Aðrir ráðherrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
    (heimild bvg.is)

geir og davíð


mbl.is Seðlabankinn skoðar mál Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra hrósar vinstri stjórninni

  • Hún getur auðvitað ekki annað á alþjóðlegum vettvangi, því allir málsmetandi aðilar í Evrópu vita um árangur vinstri stjórnarinnar á Íslandi
  • Reyndar er það svo, að allar fjórar stjórnirnar eftir að hrunið var staðreynd, hafa staðið sig vel
    *
  • Þótt ýmsar áherslur síðustu þrjú árin hafi borið þjóðina af eðlilegri leið, til aukinnar misskiptingar meðal landsmanna

Ein reynslan og mikilvægasta sem ætti að vera stjórnmálamönnum mikilvæg til framtíðar. Hún er sú að skapa verður mikla samstöðu stjórnmálamanna um öll erfið viðfangsefni t.d. í efnahagsmálum til að árangur og sátt náist.

Þessar tvær síðustu stjórnir undir forystu Framsóknar hafa viljað halda að sér öllum spilum og hafa ekki gætt þess að ná víðtækri samstöðu og sátt.

Til að ná árangri í þessum málaflokki verður sátt að nást. Gömlu ruðnings aðferðirnar ganga ekki lengur, þ.e.a.s. valdboðs aðferðirnar þar sem teknar eru ákvarðanir í bakherbergjum.

Um þessar mundir ríkir hreint uppnám á fjölda mörgum sviðum, þar sem skapa verður sátt með þjóðinni. Íslendingar vilja búa í lýðræðisríki en ekki í samfélagi tilskipana.

Staða Íslands nú átta árum eftir fjármálahrunið er sterk og í raun sterkari en nokkur þorði að vona. Innlent eignarhald á stefnu, ákvörðunum og aðgerðum er lykillinn að…
EYJAN.PRESSAN.IS
 

mbl.is Íslandi reynst vel að ráða sér sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband