Færsluflokkur: Kjaramál

Merkileg rannsóknarniðurstaða

Í lítilli frétt á innsíðum Frettablaðsins nú um helgina segir: „Samfélagsgerðin í Noregi fellur miklu betur að gildum íslamstrúar heldur en samfélagsgerðin í Sádi-Arabíu og Íran“.

  

  • Ef það má álykta, að þá nota stjórnvöld í þessum löndum sem nefnd eru múslimaríki trúarbrögð fólksins til að kúga fólk til hlýðni við hagsmuni yfirstéttarinnar líkt og tíðkast hefur í fjölmörgum „kristnum“ löndum. Þ.á.m. á Íslandi á fyrri tímum.
  • Þar sem lýðræði blómkast sem mest og mesta frjálsræðið og mesta trúfrelsið ríkir þrífst íslamstrú best.

 Kirkja hinna bersyndugu

Þetta er mat nokkurra af helstu íslamfræðingum heims sem borið hafa saman 208 lönd. Noregur er sjötta efsta landið á listanum en Sádi-Arabía í 131. sæti. Íran og Írak eru ekki langt fyrir neðan á listanum, að því er greint er frá á fréttavef norska ríkisútvarpsins.

Íraninn Hossein Askari, sem er prófessor við George Washington-háskólann í Bandaríkjunum, segir að grunngildi íslam snúist ekki um sjaríalögin eða trúarríki. 

Hann og aðrir íslamfræðingar lásu Kóraninn og rit múslíma til þess að rannsaka íslömsk gildi. Þeir komust fljótt að því að fæst ríki múslíma hafa lagað samfélög sín að gildum íslam.

„Leiðtogar eiga að fylgja sömu lögum og borgararnir. Samfélagið á að byggja á efnahagslegu og pólítísku frelsi. Það á að vera skipulagt þannig að það stuðli að hagvexti. Spilling er ekki í samræmi við gildi íslam.

Allir íbúar eiga að njóta góðs af auði samfélagsins og vera jafnir. Kúgun er stranglega bönnuð samkvæmt Kóraninum. Askari segir ljóst að flestum íslömskum ríkjum sé ekki stjórnað í samræmi við íslömsk gildi“.

 

  • Almennt ólæsi og annar menntunarskortur almennings er helsti óvinur almennings.

 

(Heim: Hvítasunnu helgarblað Fréttablaðið 2014.)


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg afstaða margra fjölmiðla í sakamálum fjármála-aflanna

 

  • Auðvitað eiga allir sem bornir eru einhverjum sökum að njóta sannmælis og verða dæmdir samkvæmt lögum landsins. 
  • Þessi málaferli öll vekja litla athygli almennings og svo virðist sem almenningur láti sem þessi mál komi sér ekki við.

 

Það virðist ljóst á málflutningi flestra fjölmiðla landsins að þeir taka málstað þeirra sem ásakaðir hafa verið þegar fylgst er með vinnubrögðum þeirra.  Þau kappkosta greinilega að gera lítið úr vinnubrögðum sérstaks saksóknara.

Það er gjarnan básúnað þvert á forsíður þegar stjörnulögmenn á Íslandi (sem ekki eru lögmenn þjóðarinnar) tekst með alkyns brögðum að klekkja á saksóknaranum. Mál verða jafnvel ónýt af miklum töfum og af tæknilegum ástæðum en ekki vegna þess að sakborningur sé saklaus. Það virðist vera algjört aukaatriði í þessum málum.

Helsti lærdómur alþýðunnar í landinu af öllu þessu sjónarspili sem hljóta að kosta ógrynnii fjár. Er að lögin eru ófullkomin og götótt, dýrir lögmenn sem lið fjármálaspekulantanna hefur í daglegri vinnu hjá sér, virðist geta fundið allskyns leiðir til að fara á svig við gildandi lög í landinu og almenn viðhorf um hvað er rétt og hvað rangt.

Því er það býsna sérkennilegt þegar þessu lögmannastóði er hrósað daglega í þessum fjölmiðlum fyrir að klekkja á dómskerfi landsins. Eina haldbæra skýringin á þessu háttarlagi fjölmiðla er, að þessir aðilar bornir eru þungum sökum eru meira og minna eigendur þessara fjölmiðla eða eru í mjög sterkum tengslum  við þessa eigendur.

M.ö.o. fjölmiðlarnir eru ekki hlutlausir og þeir taka sér stöðu með meintum sakborningum. 

Þessi staða kalla á nýjar lagasetningar sem standast þessi áhlaup peningamanna.


mbl.is Kerfisbundin „mistök“ saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt að vinnumarkaðurinn getur verið alvarleg ógn

 

  • Við stöðugleika í efnahagsmálum á Íslandi. 
  • Launamenn á Íslandi búa ekki við frjálsan samningsrétt í kjaramálum og verkfallsrétturinn er verulega skertur miðað við réttindi í launamanna í norður Evrópu.
En það kann að vera að ég sé ósammála Bjarna um hvers vegna vinnumarkaðurinn er svona mikil ógn. Að mínu mati er það sú mikla miðstýring sem tíðkast um kjarasamninga á vinnumarkaði og innbyggt misrétti sem er hin mikla ógn. 

Ríkisvaldið er meira og minna með nefið ofan í kjarasamningalausnum það byggist á því að binda mjög stóran hluta af verkalýðshreyfingunni við ákveðnar lágmarks lausnir. 

Síðan eru atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði í raun ekki bundnir af þeim samningum sem þeir hafa undirritað. 

Þeir hafa bæði frelsi til að hækka laun umfram umsamdar launahækkanir enda eru í gangi aðrir baksamningar bæði við einstök verkalýðsfélög og einnig eru vinnustaðasamningar um fasta launagreiðslu umfram launataxta.

Atvinnurekandinn getur síðan velt auknum launakostnaði út í verðlagið og gerir óspart ef markaðurinn leyfir. Erlendir ferðamenn hafa breytt markaðs aðstæðum í landinu

Ef vinnumarkaðurinn byggi við frjálsa kjarasamninga við einstök félög eða starfsgreinar er nokkuð ljóst að þessir neðanjarðar samningar væru óþarfir. Á sama tíma eru kjaramál opinberra starfsmanna í eilífu frosti.

Þá eru stórar framkvæmdir gjarnan á vegum ríkisins eins og sjá má á vinnubrögðum iðnaðarráðherra nú þegar erlendum stór-fyrirtækjum eru gefin loforð um ódýra orku á kostnað almennings í landinu.

En kostulegur er málflutningur Bjarna þegar hann kvartar undan fyrri ríkisstjórn, ráðstefnugestir hafa örugglega skemmt sér konunglega því allir gera sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að hinn mikli bati í efnhagsmálum á Íslandi er fyrir frábær störf vinstri stjórnarinnar.  Núverandi stjórn er rétt ársgömul og hennar verk eru tæplega farin að hafa mikil áhrif enn.

Síðan gerist hann sendsveinn LÍÚ  og talsmaður , þar sem hann kvartar undan því á þessum vettvangi að útgerðin þurfi að greiða smáaura fyrir að fénýta auðlind þjóðarinnar. Einnig  ber hann sig illa undan þeim vilja þjóðarinnar til að laga stjórnarskrá landsins.

Hangir Bjarni í böndum LÍÚ?

 

 

 


mbl.is Vildu auka pólitískan stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við hvert siðvitið er

 

  • Þetta athæfi verður ekki afsakað með orðhengilshætti. 
    .
  • Þetta er heldur ekki flokkspólitískt mál, þetta er siðgæðisbrestur ráðherranna.
    .
  • Menn verða að hafa í huga að vandi fylgir vegsemd hverri. 

 

 

Fyrir örfáum árum var íslenskt viðskipta samfélag gegnsýrt af allskonar tengingum. Á bak við tjöldin voru flest fyrirtæki með með hverskyns þræði milli sýn sem fóru leynt fyrir almenningi og raunar einnig opinberum stofnunum. Þetta voru kölluð krosseignabönd eða tengsl

Á þessum tíma voru fjölmargir áhrifamiklir stjórnmálamenn innvinklaðir í þessi tenglanet fyrirtækja og sjóða með ýmsum hætti. Flestir þessara stjórnmálamanna voru síðan að þiggja gríðarlega háa styrki frá  hinum og þessum fyrirtækjum. 

Einnig stjórnmálaflokkar einkum Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur. Mjög oft voru þetta einmitt þau fyrirtæki sem höfðu hagsmuni af því hvernig kaupin  gerðust á hinu háa Alþingi. 

Það sköpuðust hagsmunatengsl sem náðu inn á Alþingi og slík tengsl eru enn við lýði og haf agreinilega mikil áhrif á ákvarðanir núverandi ríkisstjórnar. 

 

  • Þetta er auðvitað hrein spilling. 

 

Ekki ætla ég mér að væna þá Sigmund Davíð og Bjarna um óheiðarleika  og eða að þessi veiðiskapur sé einhver hluti af einhverju spillingarfeni. Þetta er bara mjög slæmt fordæmi og gefur því hugarfari undir fótinn að það sé bara allt í lagi að kjörnir fulltrúar á Alþingi og jafnvel ráðherrar þiggi ýmis boð og gjafir. 

Þetta boð er auðvitað gjöf til þessara ráðherra. Málshátturinn Æ sér gjöf til gjalda lýsir þessu vel og vísar til þess að sá sem gefur væntir þess að fá eitthvað í staðinn.

Menn mega ekki gleyma því, að Sigmundur Davíð var kosinn formaður Framsóknarflokksins út á það m.a. að hann væri maður nýrra tíma og ekki tengdur við spillingarvinnubrögð gömlu foringja flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að gera upp sína spilltu fortíð sem var svo áberandi á fyrstu árum þessarar aldar. Satt að segja hélt ég að stjórnmálamenn í dag væru sammála um að taka ekki aftur upp þessa spilltu siði.

Ég er enn á þeirri skoðun að þessir tveir ráðherrar ætli sér það ekki. En hvað geta þeir sagt ef aðrir ráðherrar fara þiggja gjafir og eða þingmenn? Þeir geta ekkert sagt því að þeir hafa gefið fordæmið og þeir eru foringjarnir. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Þetta var auðvitað ekki lagabrot heldur brot á siðferðilegum reglum sem hafa orðið til eftir hrun og þjóðin var sammála um að slíkar reglur bæri að hafa í heiðri. Þetta er afar slæmt fordæmi.


mbl.is Fyrsti laxinn á land í Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla menn að detta í það?

 

  • Öllu má nú nafn gefa, en gjörningurinn er sá sami,
    siðgæðið í sama lágmarki og forðum á bólguárunum
     

Það væri ótrúlegt dómgreindarleysi af þessum ráðherrum ef þeir færu að þiggja slíkt boð. Þar sem boðið væri uppá á bjúgu í hvítri sósu ásamt grænum baunum og kartöflum.  Einnig með ljúfu söngvatni og kaffi. Það væri sannast sagna ótrúlegt að þeir létu blekkjast af þessu boði.

 

Áður fyrr á árum var það þekkt að ráðmenn þjóðarinnar þáðu slík boð um laxveiðar og voru þá kjörnir fulltrúar algengir í slíkum boðum.  Aðilar eins og ráðherrar og einnig bankastjórar ríkisbankanna.

 

Þessi boð voru talin ein helsta birtingarmynd spillingarinnar á Íslandi, mikil umræða stóð um þessar veiðiferðir árum saman. Ýmiskonar svona klapp  í þessa veru var algengt og sendar voru koníaks flöskur þvers og kruss til manna í áhrifastöðum  er átti að hafa góð áhrif í viðskiptum.

 

Það væri alvarleg mistök hjá þeim Bjarna og Sigmundi ef þeir færu að þiggja slíkt boð. Ráðherrarnir yrðu að vera siðlausir ef gætu horft framan í þjóðina eftir að hafa þegið svona boð. 


mbl.is Laxveiðiferðin ekki boðsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það fólk sem kallaði sig kristið

  • Undanfarna daga hefur geisað á Íslandi einstaklega ógeðfelldur andróður gegn múslimum sem í eðli sínu líkist helst ofsóknum nasista í Þýskalandi á dögum Hitlers

Nú berast hryllingsfréttir frá Írlandi af atburðum sem gerst höfðu á þjónustuheimili sem írskar nunnur ráku þar í landi. Væntanlega í nafni kristinnar trúar.   Getur verið að svæsnir fordómar hafi ráðið gjörðum nunnanna og þá um leið Írsku kirkjunnar sem var ríkiskirkja væntanlega.

 

Líkamsleifar 800 barna finnast í rotþró (RÚV)

Þýskaland er og var kristið samfélag og þar gátu ofsóknir orðið ríkjandi gjörningur stjórnvalda. Það er einnig ljóst að svipaðir atburðir gerðust í Rússlandi og síðar í Sovétríkjunum undir stjórn Stalín sem var reyndar menntaður guðfræðingur. Eitt að mestu leyndarmálum sögunnar er spurningin um andóf kirkjunnar í Þýskalandi gegn þessum færibandamorðum í Þýskalandi og sama má segja um Svétið.

  • Það er ljóst að hryllingsatburðir geta gerst í öllum löndum og allstaðar geta ill stjórnvöld misnotað trúarbrögð fólks. Breytir þá engu hver trúarbrögðin eru. 
    .
  • Ofstæki sem þessi byrja gjarnan með ofsóknum eins og hefur mátt sjá og heyra undanfarna daga hér á Íslandi. Þetta endar oftar en ekki með manndrápum
    .
  • Það undrar mig mest að ekki skulu berast af því fréttir að lögreglan hafi stungið þessum mönnum í steininn. Morðhótanir hlýtur að þurfa að taka alvarlega.  
View image on Twitter
 
  • Þetta heimili starfaði til 1961. 
  •  

 


mbl.is 800 börn grafin í rotþró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú forðast stjórnmálamenn framsóknarmenn

 

  • Á meðan Framsóknarflokkurinn sendir ekki frá sér orðsendingu, því hann ber vissa ábyrgð á þessu fári
    .
  • Þetta eru ótrúlegar orðsendingar
    .
  • Svona skrif hljóta að varða við lög í landinu og þetta er svo alvarlegt að lögreglan hlýtur að vera búinn að góma fólk sem svona skrifar opinberlega

 

 

 

  • Eru það kjósendur Framsóknarflokksins sem senda svona frá sér?  
    .
  • Eitthvað hljóta skólayfirvöld í þessum skóla að láta sig varða um svona nokkuð.
    .
  • Nú lendir þessi sómamaður sem Birkir Jón Jónsson er í þessari krísu.  
Hér má sjá mynd úr Fréttablaðinu og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur þegar opnað umræðu um alvarleika þessa máls.

 


mbl.is Höfðu handsalað meirihlutasamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknar afturhaldið hafði sigur í borginni

 

  • En það var ekki bara þessi fasismi sem bjargaði flokknum þegar oddviti flokksins og frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík ráðast með heift gegn múslimum.
    .
  • Framkoma og ofbeldi sem þetta á sér tæplega íslenskt fordæmi og setur þennan stjórnmálaflokk á bekk Evrópskum öfgaflokkum

 

En Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, þakkaði fjöl­miðlum fyr­ir að vekja at­hygli á henni og flokkn­um í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Hún hafi verið á forsíðu blaðanna á hverj­um ein­asta degi hvort sem var und­ir góðum eða slæm­um fyr­ir­sögn­um.

 

  • Allan síðasta mánuðinn fyrir kosningar voru einnig stöðugar auglýsingar frá Ríkisskattstjóra á nánast klukkutíma fresti um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Þetta auglýsingaflóð er algjört einsdæmi  frá opinberri stofnun og væntanlega að undirlagi forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

  • En engin veit enn hver þessi niðurfærsla verður í raun

 

Þá hafa fasistar fengið sinn flokk 


mbl.is Sveinbjörg þakkaði fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvallarmál ekki lengur kosningamál

 

  • Flest­ir fram­bjóðend­urn­ir sögðust treysta flug­vall­ar­nefnd­inni, sem er und­ir stjórn Rögnu Árna­dótt­ur fyrr­ver­andi ráðherra, til að móta framtíðar­til­lög­ur um flug­völl­inn í Reykja­vík og skil­ar af sér niður­stöðum í lok árs.

 

 

Halldór Sjálfstæðisflokki treystir á Rögnunefndina rétt eins og Dagur í Samfylkingunni. Sóley fyrir Vinstri Græna treystir á Rögnu ásamt Bjartri framtíð.  

En fulltrúar Odd­vit­ar Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, Alþýðuflokks­ins og Dög­un­ar sögðust all­ir vilja hafa flug­völl­inn á sama stað.

Þá varð fulltrúi Framsóknar  sér til skammar varðandi moskumálið en einnig með þeim málflutningi sem hún viðhafði um múslima.

Að öðru leiti fannst mér oddvitar flokkanna standa sig vel í þessum umræðum og voru vel málefnalegir.  

En auðvitað finnst manni alltaf sinn maður vera bestur eins og gengur.  


mbl.is Dagur treystir „Rögnunefndinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiknað er með öflugri sláturtíð í haust

  • Eftir hrikalegan kosningaósigur í Reykjavík

Menn eru farnir að velta því fyrir sér hverjir verði leiddir til slátrunar og hverjir settir á . Ýmsir verktakar eru taldir koma til greina og þykir SS líklegasti aðilinn og þá án útboðs. 

 


En án gríns, borgarstjórnaflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið molum eftir uppákomuna með REI og Vilhjálm hinn góða. Einnig eftir að almenningur var upplýstum um enn frekari afrek hans í rekstri hjúkrunarheimilis. 

Hanna Birna reyndi að breiða yfir sig sauðagæru en allt kom fyrir ekki, bellibrögð hennar urðu víðfræg um allt Ísland. Rétt eins og þegar henni mistókst að lokum að bola Bjarna greyinu frá formennsku í flokknum. Er sýndi svo ekki var um villst að hún var óhæf til forystustarfa og hakkavélin tók völdin. Það gerir hún jafnan er hún missir tökin á verkefnum sínum.

Eftir að enska fyrirbrigðið með barnsandlitið var hrakið brott var enginn eftir sem almenningur gat borið eitthvert traust til. Strákarnir sem eftir stóðu eru að sjálfsögðu óhæfir og konur voru hraktar í brott sem hefðu getað fegrað flokkinn.

Var fenginn í framboð landsbyggðarmaður sem flokkurinn hafði dubbað upp sem formann sambands sveitarstjórnanna í landinu. Drengur af réttum ættum sem alltaf hafði hlýtt öllum skipunum flokksforystunnar umyrðalaust. En maður alveg sviplaus og algjörlega laus við alla útgeislun. 

Í kosningabaráttunni tók hann upp gömul kosningamál að vestan sem höfðu gefist vel. Eins og t.d. flugvallarmálið. Hann virtist ekki átta sig á þeirri staðreynd að á bak við nafnasöfnun um flugvöllinn var nákvæmlega ekkert. 

Reykvíkingar vilja flestir einhverja lausn á staðsetningu vallarins og vita að völlurinn getur ekki verið þarna óbreyttur til frambúðar. En eru auðvitað eins og áður í öllum málum tilbúnir að hlusta á landsbyggðarfólk um lausn. Þá kom auðvitað í ljós að það var ekki almenningur á landsbyggðinni sem gerði kröfur um flugvöllinn heldur ýmiskonar rekstraraðilar.

Halldór hefur engin mál á sinni stefnuskrá annað en ýmis rifrildi frá gömlum átökum í flokknum. Allir eru á móti honum sem eru með honum í framboði, því allir vildu þeir leiða flokkinn í þessum kosningum. Allir héldu þeir að þeir væru hæfir til þess, en alla vantar þá útgeislunina sem maðurinn með barnsandlitið hefur svo sannarlega og sannaðist í sjónvarpinu.

Ég held að flestir þeir sem skipa efstu sætin á framboðssætin í Reykjavík verði látnir fjúka fljótlega og líklegir varamenn sem eru neðar á listanum verði virkjaðir og kynntir til leiks með sterkum bakstuðningi flokksins sem reynir að taka sig til í andlitinu.

En Davíð er enn að róta og hann verður erfiður. Ég óttast að hann verði keyptur með einhverri dúsu fyrir útgerðina. Hans laun komi frá LÍÚ síðar í einhverjum blíðuhótum.

 


mbl.is Mikill stuðningur við Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband