Færsluflokkur: Kjaramál
2.3.2015 | 14:27
Svar Ólafar eins og reiknað var með
Hún segir orðrétt:
Ég treysti henni til þeirra viðkvæmu starfa sem hún gegnir. Þetta mál hefur í heild sinni hefur varpað sérstöku ljósi á allt vinnulag, verkferla, stöðu aðstoðarmanna og fleiri hluti og okkur ber skylda til þess að fara mjög rækilega yfir það og alltaf með það í huga að vernda sérstaklega viðkvæmar upplýsingar um fólk, segir Ólöf í viðtali við mbl.is.
Ég trúði því samt innst inni, vegna þess hvernig aðkoma Ólafar í þetta ráðherraembætti bar að, að hún tæki faglega á þessu máli. Þ.e.a.s. vísaði málinu til dómara til úrskurðar. Verkefni hans væri þá að segja hvað væri rétt og hvað rangt og slegið á almennar vangaveltur
Ólöf veit það auðvitað, að þetta er ekki spurning um hennar persónulega traust, heldur auðvitað hvort rétt sé lagalega og siðferðilega að hún gegni embættinu áfram og að almenningur beri traust til lögreglu-stjórans eins og áður. Ekki er óalgengt að embættis-menn færi sig tímabundið vegna slíkra álitamála.
Með því að afgreiða málið á svona flokkspólitískum vildarnótum er Ólöf að bregðast trausti og umræðan heldur áfram af fullum krafti.
Í fyrirsögn við þessa frétt er haft efir Ólöfu, að mikilvægt sé að gæta trúnaðar. Ég átta mig tæplega hvað hún á nákvæmlega við. Þ.e.a.s. trúnað við hvern?
Hvenær ætla ráðherrar gamla valdaflokksins að læra það, að það eru breyttir tímar? Svona spilling gengur ekki lengur fyrir sig hávaðalaust.
![]() |
Mikilvægast að gæta trúnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 4.3.2015 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.3.2015 | 12:37
Hinn raunverulegi skattmann Íslands
Það ber flestum saman um það sem skoða skattamálin með
faglegum hætti, að aldrei hafi launamenn greitt hærri
skatta en einmitt á hátindi ferils Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra.
Á sama tíma voru skattar á atvinnurekendur og eða fjárfesta í sögulegu lágmarki. Menn tíðkuðu auðvitað að gera sig og heimili sitt að einkafyrirtæki. Þetta voru þeir sem fóru einna verst út úr hruninu vegna yfirgengilegra skulda. Þeir voru eignalausir og reyndu gjarnan að fá sem mest út úr samfélaginu.
Auk þess þessir aðilar greiða aðeins skatta af nettó tekjum á meðan launa-menn greiða skatta af brúttótekjum. Á þessu tvennu er gríðarlegur munur.
Íslenskur almenningur krefst þess, að þeir aðilar sem gera út veiðiskip til að sækja fisk í þjóðarauðlindina greiði eðlilegt veiðigjald eftir því hvað hver útgerð má veiða mikið.
Slík gjöld mega ekki taka tillit til reksrar fyrirtækjanna hverju sinni því slík gjöld væru þá eins og hver annar tekjuskattur sem úgerð greiddi.
En veiðigjaldaumræðan fer fyrir brjóstið á útgerðarmönnum og því sprellar ritstjórinn til að þóknast húsbændum sínum.
Hér til hliðar má sjá hvernig áróður-inn er jafnan afgreiddur í Mogga. Það vill bara til, að mjög fáir lesa Staksteina
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 13:39
Hræsnin og ágirnin eru tvær systur, í hópi dauðasyndana 7
- Björk ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi utanríkismálastefnu Dana og Frakka í viðtali við franska blaðið Libération í gær.
- Hún segir að hryðjuverkaárásir í Kaupmannahöfn og París í byrjun árs ættu ekki að koma á óvart vegna stríðsrekstrar ríkjanna síðustu ár.
Hún segir Dani og Frakka að hluta til ábyrga fyrir árásunum. Danski Jótlandspósturinn segir að með þessu vegi Björk harkalega að utanríkismálastefnu Danmerkur og Frakklands.
Björk segir í viðtalinu að hún hafi verið hissa á viðbrögðum Bandaríkjamanna eftir árásirnar á tvíbura-turnana ellefta september 2001.
Árásirnar hafi komið öllum í opna skjöldu en í ljósi stefnu bandaríkjastjórnar hafi þær ekki þurft að koma neinum á óvart.
Danir ættu því ekki að trúa því að það að drepa fjölda fólks í stríði geti ekki haft áhrif innanlands.
- Ég er hjartanlega sammála Björku sem hún segir um þetta mál. Þetta er auðvitað staðreynd.
Á blogginu hef ég marglýst þessari skoðun minni en ég er aðeins sauðsvart lítið peð á eftirlaunum sem tekur enginn eftir.
Hún hefði auðvitað mátt nefna að skaðlausu yfirganginn yfir Palestínumönnum. Auðvitað hafa Palestínumenn verið að klóra í bakkann með því að skjóta rörflaugum yfir einhver tilbúin landamæri sem síonistar hafa markað og yfir í sitt eigið land.
Allt er þetta hluti að þessari kúgun sem á sér stað, gegn múslimum. Þetta er óréttlát heimsstyrjöld sem verður að binda endi á.
Til þess að á komist raunverulegur friður verður auðvitað að skila þessu fólki landi sínu hvarvetna um um heiminn.
- Eigin hagsmunastefna margra ríkja t.d. í olíumálum og vegna margra annarra hernaðarhagsmuna er yfirgengileg, áróðurinn svakalegur þar sem hræsnin og ágirnin ræður ríkjum
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2015 | 15:59
Segist saklaus af því að hafa brotið landslög.
- Rétt eins og ökumenn segja iðulega þegar þeir hafa ekið hraðar enn lög leyfa.
Það er ljóst, að hér verður að koma til úrskurður t.d. dómara ef Innanríkisráðuneytið og eða yfirmaður lögreglustjórans treystir sér ekki til að úrskurða. Eðlilegast væri að málið færi fyrir dóm.
En Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er ósammála þeirri niðurstöðu Persónuverndar að hún hafi gerst brotleg við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Nei, ég tel ekki að ég hafi brotið lög, er haft eftir Sigríði á vef RÚV. Þetta rökstyður hún ekki frekar þótt Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að verklag Sigríðar í lekamálinu hafi stangast á við 11. og 12. grein fyrrnefndra laga.
- Varla getur hún gerst dómari í eigin málum
Úrskurður Persónuverndar sem Kjarninn birti á vef sínum í gær varðar ekki aðeins það embætti sem Sigríður Björk var í forsvari fyrir á sínum tíma heldur einnig verklag hennar sjálfrar, það hvernig hún sem lögreglustjóri miðlaði upplýsingum.
Persónuvernd telur að með því að senda Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skýrsludrög um málefni Tony Omos, án þess að beita sérstökum ráðstöfunum til að tryggja öryggi og án þess að skrá miðlunina í málaskrá, hafi Lögreglan á Suðurnesjum brotið 11. og 12. grein laga um persónuvernd. Fram kemur að hún hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í 1. og 2. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. og ekki fylgt nánari fyrirmælum sem fram koma í 3. tölul. 7. gr. reglna nr. 299/2001. Var það á ábyrgð Sigríðar sem lögreglustjóra að tryggja að lögunum væri fylgt. Sjálf sendi hún Gísla umrætt skjal.
Nú er eitt dómsmálið enn í uppsiglingu vegna lekamáls-ins. Ekki gengur að gera þetta mál að einhverju póli-tísku bitbeini, því málið er ekki póliskt í eðli sínu
![]() |
Gerðist ekki brotleg við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2015 | 13:47
Það er einsýnt að fjölga þarf fólki hjá ríkissaksóknara
- En ekki bara til að dæma fleira fólk, heldur ekki síður til að hægt verði að sýkna fleira fólk vegna ásakana um ýmiskonar ólöglegt athæfi.
En, Draga verður gerendur til ábyrgðar og þá er sama í hvaða landi það er.
Eins og fréttin segir, að þá liggja 245 óafgreidd sakamál á borði ríkissaksóknara og hefur reynst erfitt að ná í skottið á málahalanum sökum stöðugrar fjölgunar verkefna.
Þetta er auðvitað alvart ástand, því hluti þess að hægt sé að halda uppi lýðræðis-legu samfélag hér á Íslandi er, að landinu séu í réttlát lög gagnvart þjóðinni sem heildar og að dómskerfið sé í virku starfi og getið skoðað öll mál sem þörf er á.
Annars er lýðræðinu hætt, það sama á auðvitað við starfsemi sérstaks sak-sóknara þjóðfélagið verður að halda það út, að kosta þá starfsemi með fullri reisn. Þar eru auðvitað sömu lögmálin varðandi þjóðina og þegna hennar.
Nauðsynlegt er að sýkna þá sem saklausir eru og dæma þá sem sekir eru. Einnig er nauðsynlegt að jafnrétti ríki milli manna þegar kemur að því sitja í fangelsi. Þar á enginn séra Jón að vera til.
![]() |
Nær ekki í skottið á málahalanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2015 | 20:05
Það er ekki náttúrlögmál að bankavextir séu frjálsir
- Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað?
- Það er ekki náttúrulögmála að bankavextir séu frjálsir
Í flestum löndum hins frjálsa hagkerfis eru seðlabankavextir fast ákveðnir en viðskiptabönkum gefið frelsi til að ákveða sína vexti sjálfa. En það það ríkir sjaldnast algjört frelsi, heldur frelsi innan þeirra marka sem seðlabankar og ríkisvald í löndunum líða og telja eðlilegt.
Ný ríkisstjórn tók við völdum á Íslandi 26. maí 1983 eftir langa og harða baráttu Sjálfstæðisflokksins sem skapaði einhverja mestu óðaverðbólgu sem sést hefur á Íslandi.
Eftir að Ríkisvaldið var gert óvirkt í nær 6 mánuði.
Forsætisráðherra var Steingrímur Hermannsson (B) og utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson (D).
Fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar var að setja bráðabirðalög er lækkuðu laun hjá launafólki en ekki hjá öðrum og að bannað var að launataxtar í kjarasamningum væru verðtryggðir.
Jafnframt var með sömu lögum bankavextir gefnir frjálsir og þeim í raun gert skylt að tryggja að öll lán til einstaklinga væru verðtryggð. En lán til atvinnuveganna skyldu áfram vera óverðtryggð.
M.ö.o. voru með þessum lögum teknir upp tveir gjaldmiðlar á Íslandi.
Öll laun skyldu greidd með óverðtryggðri íslenskri krónu.
Fyrirtækin skyldu hafa tekjur í verðtryggðum íslenskum krónum.
Öll lán til einstaklinga (launafólk) skyldu vera í verðtryggðum íslenskum krónum, en fyrirtækin og þar með atvinnurekendur skyldu greiða skuldir sínar með verðtryggðum krónum en lánin óverðtryggð.
Þetta segir einfaldlega, úr því að hægt er með einfaldri lagasetningu að gefa alla vexti í bönkum frjálsa er hægt að setja lög um að binda vexti í bönkum við tiltekið hámark.
Einnig er auðvitað kominn tími til þess, að verkalýðsfélögin hafi samningsfrelsi. Það hefur nefnilega sannað sig að þessar skorður við samningsfrelsi verkalýðs-félaganna hafa ekki komið í veg fyrir kollsteypur samfélagsins.
Þetta sannaðist 1990 og 2008.
Allan tíman frá 1983 hafa verkalýðfélögin dansað þann ræl, að reyna að koma veg fyrir slíkar kollsteypur.
Samtök atvinnurekenda bulla gjarnan um þessi mál framan í fréttamenn og þeir svo lítið inn í þessum málunum að þeir taka bullinu sem staðreyndum.
Það eru nefnilega aðrir sem skapa verðbólgu í landinu en stéttarfélögin.Einnig er auðvitað kominn tími til þess, að fyrirtækin beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.
![]() |
Hagnaður 81 milljarður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2014 | 08:46
Oft er kalt á toppnum, það er vonandi að svo verði ekki nú
Það er ljóst að borgarbúar eru með mikla væntingar til Dags B Eggertssonar sem borgarstjóra og að hann hefur gefið kjósendum mörg og krefjandi loforð. Vonandi tekur þessi borgarstjórn upp betri og uppbyggilegri starfsmannastefnu. Áratugum saman hefur starfsmannastefna borgarinnar verið beinlínis mannskemmandi.

Það er farið illa með starfsfólk auk þess sem enginn vinnustaður í Reykjavík býður upp á lægri laun og beinlínis lélegar vinnuaðstæður.
Vonandi verður tekin upp sú stefna að virkja fulltrúa minnihlutaflokkanna til ábyrgðahlutverka í borgarstjórninni. Eins og t.d. að vera formenn einhverra nefnda. Það yrði skref til framfara og meiri samhygðar í borgarstjórn.
![]() |
Sóley forseti borgarstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2014 | 17:14
Martröð Sjálfstæðisflokksins-- afleiðinng martröð þjóðarinnar
,,Martröðin
Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.
Þetta sagði Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og formaður framsóknarflokksins á viðskiptaþingi í ársbyrjun 2005.
Geir H Haarde þáverandi formaður sjálfstæðisflokksins og arftaki Halldórs sem forsætisráðherra sagði síðar að af hans hálfu hefðu mörg skref hefði verið tekin í áttina að því að uppfylla draum Halldórs. Helst var þar til að dreifa lækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki, skattafrádrag vegna hlutabréfakaupa og lagabreytingar til að einfalda regluverkið og skrifræði. Einfaldara Ísland, hét það víst.
Það verður seint sagt um Geir ræfilinn Haarde að hann hafi verið farsæll stjórnmálamaður. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir Hrunsins er allt það sem hann taldi til sér og sínum til ágætis tekið sem dæmi um dæmalaus vond stjórnmál. Draumur Halldórs varð svo að martröð okkar hinna.
Og enn láta menn sig dreyma.
Ég hef trú á því að ef þessi útlendi prófessor vissi hvað jarðvegurinn á Íslandi er frjór fyrir allskonar vitleysu þá hefði hann aldrei látið þetta út úr sér.
Það er því full ástæða fyrir okkur til að hafa áhyggjur. Miklar áhyggjur".(Björn Valur)
- Það eru auðvitað ýkjur að hér hafi eitthvað verið ofsagt, Björn Valur er vanur að tala hreint út um hlutina eins og hans starfstétt er vön að gera ásamt öðrum úr stétt venjulegra launamanna. En elítan á Alþingi á erfitt með að þola málsnið Björns Vals.
. - Það fer ekkert á milli mála að rannsóknarnefnd Alþingis dæmdi Geir Haarde af verkum hans og Landsdómur dæmdi hann fyrir að hafa brotið Stjórnarskránna með starfsháttum sínum og þessi Evrópudómstóll hefur enga merkingu þegar Landsdómur er annarsvegar.
- Hann hefur ekkert yfirþjóðlegt vald yfir Landsdómi þessi dómstóll og ekki heldur eitthvert Evrópuþing stjórnmálamanna sem ekki eru hlutlausir í svona máli. Það var þjóðin sem dæmdi Geir sekan. Evrópudómstóllinn getur auðvitað sagt sína skoðun en síðan ekki söguna meir.
En ég er viss um að Geir er sómakarl og hann hafi ekk brotið stjórnarskránna af yfirlögðu ráði. Ég hafði alltaf mikið álit á honum sem vönduðum stjórnmálamanni af miklum íhaldsmanni að vera. En það truflaði að vísu þetta álit nokkuð þegar hann réðist á fréttamannin í Stjórnarráðinu forðum.
Ég veit ekki betur en að Geir hafi verið í ríkisstjórn árum saman samfellt og endaði sem forsætisráðherra. Þjóðarskútan fór á hliðina á hans vakt og hann hlýtur að bera ansi þunga ábirgð á þeim ófögnuði. Það verður seint sagður farsæll endir á hans ferli sem ráðherra í áratug og skipper síðustu árin.
Gleymum því ekki að Geir Haarde vann að undirbúningi þess að á Íslandi yrði alþjóðlega fjármálamiðstöð. En Sjálfstæðisflokkurinn vonast auðvitað til þess að nýtt Alþingi náði Geir Haarde. Það er ómögulegt að sjá að Alþingi hafi eitthvert vald til þess. Varla verður maður með alvarlegan dóm á bakinu seðlabankastjóri.
![]() |
Karpa um Geir Haarde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2014 | 13:37
Nauðsynlegt er að virða reglur í umferðinni
- Ég hef tekið eftir því undanfarin þrjú ár sérstaklega hvað við Reykvíkingar eigum marga sjálfskipaða stjórnendur í umferðinni.
. - Margir nýir bílar eru ekki með stefnuljósum. Hafiði ekki tekið eftir því?

Rosalega er hann klár og flinkur gæi
Líklega er það vegna þess að ég nýt þess heiðurs að vera eftirlaunakarl sem reynir að aka ekki mikið yfir hraðatakmörkunum enda orðinn svifa seinni en ég var áður fyrr.
Þá er ég auðvitað akandi á nýlegum bílum og hef lítil efni á því að skipta um bíl, því eftirlaunin eru ansi lág.
Sérstaklega eru það blessaðir atvinnubílstjórarnir sem eru hjálplegir. Þeir reyna iðulega að krefjast þess að ég aki hraðar með því að aka alveg upp að bílnum hjá mér. Er alveg sama þótt ég aki á leyfilegum hámarkshraða.
Þeir krefjast þess iðurlega með miklum tilburðum að ég víki með því að aka út af akgreininni eða skipti um akgrein. Oftar en ekki sér maður síðan að þessi karlar eru með síma í annari hendi og aðra hönd á stýri eins og Bjössi mjólkur-bílstjóri forðum. En hann var nú að þreifa fyrir sér í einhverju sem skipti máli.
Hvað á að gera við þessa geldinga?
![]() |
Þrír af tíu gefa ekki stefnuljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2014 | 11:51
Refurinn er klók skepna.
Rússum er að takast það ætlunarverk sitt að innlima enn á ný Krímskagann inn í Rússland. Allar viðræður áhrifamanna í Evrópu miðast að því að standa vörð um eigin hagsmuni. Evrópuforystunni er nákvæmlega sama um Krímskagann, þ.e.a.s. hann skiptir minna máli í þeirra huga en orkan sem ríkin kaupa frá Rússlandi.



![]() |
Gasdeilu lokið fyrir lok vikunnar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)