Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hægri stjórnin er fallin á fyrsta prófinu

  •  Fráfarandi vinstristjórn fær enn eitt hrósið  

Sjálfstæðisflokkurinn lét ekki bregðast því hlutverki sínu að senda fastafulltrúa á þing Repúblikanaflokksins nú í ár sem áður.

 Þangað sóttu þeir flokkslínuna  og peningastyrkina. Framundan eru skattalækkanir hjá hinum efnameiri og hjá fyrirtækjunum. Nú eru þeir að bjóða þjóðinni upp á þessa amerísku stefnu sem eru að setja Bandaríkin í þrot.

 

Kínverjar eru að hirða bandaríkin upp í skuldir. 

 

 

 Lýgin er ævagömul tækni

 Hún hefur lengi verið notuð til að fleyta mönnum inn á Alþingi. Það þarf ekki að leita langt til að finna slíkar kúnstir og ómerkilegan áróður.

Kúnstin er  ljúga að kjósendum fyrir kosningar til að fá kosningu. 

Síðan er það kúnstin að ljúga sig frá lýginni með því koma með ódýra lýgi eins og Sigmundur Davíð reynir að gera nú. 

Með því að reyna að segja kjósendum sínum að ástandið sé miklu verra heldur en Framsóknarflokkurinn vissi um. 

 

  • Ný ríkisstjórn ætlar ekki að innheimta milljarða króna sem fyrri ríkisstjórn hugðist ná í ríkissjóð með skattheimtu. Á sama tíma telur ný ríkisstjórn nauðsynlegt að skera niður útgjöld vegna fjárskorts.

 

Formenn stjórnarflokkanna segja stöðu ríkissjóðs verri en þeir töldu fyrir kosningar svo nemi hátt í 30 milljörðum. Þeir vilja því velta við hverjum steini og endurskoða öll útgjöld.

Dæmi um nokkur sem þeir hafa nefnt er uppbygging á Bakka, lenging fæðingarorlofs, ókeypis barnatannlækningar, niðurfærsla lána með lánsveð, útvarpsgjald RÚV og kjarabreytingar heilbrigðisstétta.

Niðurskurður útgjalda kemur ekki á óvart ef menn meta stöðuna slæma í ríkisfjármálunum. En ríkisstjórnin hyggst á sama tíma beita niðurskurðarhnífnum á tekjustofna ríkissjóðs. 

Þar leggur ríkisstjórnin til breytingu á sérstöku veiðigjaldi, sem lækkar tekjur ríkissjóðs um rúma 3 milljarða á þessu ári.

Að falla frá hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu lækkar ríkistekjur um hálfan milljarð á þessu ári og þá hefur fjármálaráðherra sagt að engin áform séu uppi um að leggja áfram á auðlegðarskatt sem skila á ríkinu tæplega 7 og hálfum milljarði á þessu ári. Samtals eru þetta 11 milljarðar króna.

Ekki má gleyma umhyggju Sjálfstæðisflokksins fyrir efnafólkinu sem komið á eftirlaunaaldur. Fyrir það fólk sem á miklar eignir og eru með miklar fjármagnstekjur skal hækka frítekjumarkið. Einmitt fólkið sem aldrei hefur greitt skatta.

AGS sem er þekkt fyrir að beita hægri meðulum við að lækna  efnahag skuldugra þjóða gefur hugmyndum Sigmundar og Bjarna falleinkunn. Það eru raunar bábiljur að halda það að þjóðir í kröggum hafi eitthvert val, hvort það vill þiggja aðstoð AGS.

Það var eftirtektarvert sem fulltrúar AGS sögðu um fyrirhugaðar skattalækkanir á fyrirtækjunum og í útveginum að þær væru ekki til þess fallnar að auka hagvöxt og þar með þjóðartekjur.

Einu þjóðirnar sem eru fúsar til að aumkast yfir slík ríki með lánum krefjast aðkomu AGS að uppbyggingu gjaldþrota þjóða.

Ísland átti ekki fyrir lyfjum og ekki fyrir eldsneyti og  allur innflutningur var að stöðvast til landsins í byrjun árs 2009. 

Nú eru hrunflokkarnir að til valda og boða sömu stefnu og fyrr. 

Bara til að minna á eftirfarandi ef menn væru búnir að gleyma:
"Nú er búið að skýra frjálshyggjumanninn Alan Greenspan “Mesta fífl í sögu bandarískra efnahagsmála”.

Greenspan var seðlabankastjóri Bandaríkjanna frá 1987 til 2006 og ber ábyrgð á afreglun og minnkandi eftirliti og aðhaldi gagnvart fjármálageiranum. Þetta gerði hann vegna ofurtrúar á sjálfstýringarmátt markaðarins.

Nú sjá menn að Alan Greenspan var meiri hugmyndafræðingur en hagfræðingur. Róttæk frjálshyggja leiddi hann afvega og hann leiddi samfélagið út í djúpt skuldafen, brask og fjármálakreppu.

Því fylgdi verulega aukinn ójöfnuður, enda er frjálshyggjustefnan einkum í þágu auðmanna og braskara.

Greenspan er á lista tímaritsins Time yfir þá 25 einstaklinga sem bera mesta ábyrgð á fjármálakreppunni. Þar er líka Davíð Oddsson, fv. seðlabankastjóri og forsætisráðherra Íslands. 


mbl.is Lítið pláss fyrir lækkanir íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmalaust bull

  • Óskahyggja Jóns leiðir hann nú í gönur eins og oft áður
  • Jón Bjarnason veit ekkert á hvaða forsendum kjósendur í forsetakosningum ákváðu hvaða frambjóðanda þeir kusu í síðustu forsetakosningum.
    .
  • Hann á ekkert með fullyrða eitt eða annað í þeim efnum. Það vill svo til að það eru mjög fáir sammála forsendum Jóns Bjarnasonar.

 


  • Ég segi bara fyrir mig að ég hef aldrei verið fylgjandi því að Ísland færi í ESB en ég kaus ekki Ólaf Ragnar. 
Það var auðvitað vegna þess að hann hafði verið þátttakandi í útrásinni á sínum tíma og hann var þeirra helsti áróðursmeistari. Spillingarbósarnir voru orðnir daglegir gestir á Bessastöðum og hann hengdi á þá sokkbönd bak og fyrir.

Ólafi Ragnari er í mínum huga alls ekki treystandi. Hann tók þátt í spillingarleiknum með fullum þunga og lét þetta lið kosta fyrir sig margar lystireisurnar. Það nægir að benda á Rannsóknarnefnd Alþingis til að fá skýringar á háttarlagi forsetans. 

Margir kusu Ólaf Ragnar vegna augnaþjónustunar í Icesave- málinu sem enn er í gangi þrátt fyrir EFTA dóminn og fyrir liggur að þjóðin er enn að greiða fyrir þetta sukk einka- Landsbankans. Jafnvel er stór hluti snjóhengjunnar vegna þess máls sem þjóðin greiir svo sannarlega.

ESB málið var nákvæmlega ekkert á dagskrá í síðustu Alþingiskosningum og núverandi stjórnarflokkar voru ekki kosnir vegna andstöðu við ESB. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn missti fjölda atkvæða vegna stefnu sinnar í ESB- málum í kosningunum. 

Það sést einnig svo greinilega á útreiðinni sem Jón Bjarnason og félagar í ,,J- listanum fengu" í kosningunum. Atkvæðin töldust í nokkur hundruðum á landsvísu. Ekkert annað framboð fékk viðlíka útreið verandi með fyrrverandi þingmenn og ráðherra í forystu framboðanna. 

Það er auðvitað Alþingis að taka ákvörðun um það, að viðræðum við ESB verði lokið eða ekki. Nú verandi ríkisstjórn verður að leggja fram frumvarp um það að hætta þessum viðræðum og það er auðvitað vandamál þessarar ríkisstjórnar. Því í þessum flokkur er ekki einhugur í málinu.


mbl.is Ekki skipuð pólitískum fulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látalætin vegna ESB nær nú hæstum hæðum

 

  •  Það er nákvæmlega ekkert að marka þessi orð ráðherrans 

 

Ekki veitir af að rifja það upp að hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar og Bjarna Benediktssonar.

 

 

  • Andstæðingar aðildarinnar voru vinstrimenn.

 

Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli.

Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau skref inn í ESB, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu.

 

  • Enn voru vinstrimenn helstu andstæðingar aðildar að EES og hafa alltaf verið ósáttir.
Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Þeir boðuðu ekki andstöðu við að halda áfram viðræðum við ESB. Það  er væntanlega vegna greinilegra hagsmuna Íslands í viðskiptum.

 

Það er vegna aðildar Íslands að mörkuðum ESB með EES aðild og ekki hvað síst vegna tímamótaákvörðunar ESB og Bandaríkjanna að taka upp viðræður um fríverslunarsamning. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta og tryggja þjóðinni aðild að slíkum samningi henni til heilla.

 

Það er augljóst, að það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem mun verða annar tveggja flokka sem leiðir þjóðina inn í ESB. Ekki er ólíklegt miðað við sögu Framsóknarflokksins að hann kjósi að vera með í slíkri forystu um slíkar aðildar-viðræður sem munu sagðar vera á nýjum grunni. 

Þetta eru bara mestu líkurnar eins og staðan er nú og mesta rykið fallið ásamt stóryrðunum. Það munu einmitt verða úgerðarmenn sem munu þrýsta á umsókn þegar það hentar þeirra hagsmunum og sú tíð kemur. Þá mun forsetinn skyndilega verða sammála um aðildarviðræður enda fylgir hann útgerðinni að málum.

 

  • Þegar að þessu kemur munu vinstri menn enn vera í andstöðu.

 

En Framsóknarflokkurinn hefur til þessa snúist eins vindhaninn þegar rætt er um ESB og aðild Íslands að því og þeim áföngum sem þegar hefur verið stigið inn í.

Þessi ráðherra hefur ekki verið spar á gífuryrðin þessa fáu daga sem hann hefur verið ráðherra. Það er því augljóst að hann mun þurfa að éta eitt og annað ofan í sig áður en ráðherradómi hans líkur. Hann á eftir að snúa við blaðinu.

Það er augljóst að núverandi ríkisstjórn er samstjórn LÍÚ og forustu bændasam-takanna. Henni er í raun sama um hagsmuni almennings í landinu og mynduð utan um gamlar klysjur og hagsmuni þessara aðila. 

Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að gert verði hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og ekki verði haldið áfram með þær nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er hins vegar ekki tímasett. En í kosningabaráttunni lofuðu forystumenn þessara flokka um að það yrði frekast gert á fyrri hluta á þessu kjörtímabili og því sambandi minnst á sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.

Í viðtali við Bændablaðið í dag segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, að þjóðaratkvæðagreiðslan sé ekki á dagskrá. Það sé mat beggja stjórnarflokka og meirihluta landsmanna að hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið utan sambandsins. 

Þessi maður kýs nú að hunsa vilja þjóðarinnar í þessum efnum eins og í ýmsum öðrum málum en meiri hluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðunum samkvæmt skoðanakönnunum. En rétt er það, að það er enginn meirihluti fyrir fullri inngöngu inn í ESB.

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herveldi leyfir ekki lýðræði og mun aldrei gera

 

  • Það hefur verið reynslan að allsstaðar þar sem sterkir og eða öflugir herir eru þrífst varla lýðræði, nema að mjög takmörkuðu leiti. 
    .
  • Þessi réttarhöld yfir bandaríska hermanninum Bradley Manning eru vissulega sýndarréttarhöld.

 

Manning hefur verið haldið í algjörri einangrun í nær 3 ár og víst er að hann hefur verið brotinn niður með miskunarlausum pyntingum. Bandarísk  hernaðar-yfirvöld geta nú hnoðað úr þessum manni hvað sem þau vilja.

Þessi 25 ára gamli einstaklingur hefur fórnað sér fyrir mannkyn allt með því að koma upp um grimmd þessa bandaríska hers og heimbyggðin hefur fengið að sjá pínulítið sýnishorn af þessu glórulausa ofbeldi gagnvart saklausu fólki.

Heimsbyggðin hafði heyrt um viðlíkar aðfarir í Sovéskum réttarhöldum rússnesku fasistastjórnarinnar. Bandaríski herinn sá okkur fyrir þeim upplýsingum.

Slík vinnubrögð voru viðhöfð þýskalandi Hitlers og í mörgum fasistaríkjum bæði fyrr og nú á síðustu tímum. Dæmi Kína, Kóreu-ríkin, Ísrael og flest ef ekki öll arabaríkin

Það er morgunljóst, að það er í raun bandaríski herinn sem stjórnar herveldinu bak við tjöldin. Afar takmarkað lýðræði fær að lifa í Bandaríkjunum á sviðum sem hernum er sama um og þar ríkja síðan fjármagnseigendur yfir lýðnum.

En allir innviðir þessa samfélags eru í rústum. Það sést best ef hreyfir vind, rignir hressilega, snjóar og ef þurkar eru miklir með miklum hitum. Mannslífum er daglega fórnað  vegna skipulagsleysis. 


mbl.is Assange fordæmir sýndarréttarhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur ASÍ eru eðlilegar

Á þensluskeiðinu fyrir hrun var augljóst að í landinu var mikill fjöldi ófrjálsra verka-manna sem fyrst og fremst störfuðu við byggingar- og mannvirkjagerð hverskonar. En síðan bættust við ýmiskonar óþrifaleg láglaunastörf sem íslendingar vildu helst ekki starfa við. 

 

Þetta fólk fyllti alla strætisvagna á hverjum morgni og ljóst var að fólkið hýrðist við slæman kost í einu eða tveim herbergjum og margir í hópum í fjölmörgum leiguhjöllum sem skyndilega urðu til.  

Nú eftir að nær 5 ár eru liðin frá hruni hefur smán saman verið að komast á jafnvægi í atvinnumálum í landinu þótt erfiðleikar séu enn sýnilegir í greinum þar sem varð sprenging í þenslu eins og byggingum.

Þá hefur verið að þróast sú staða á vinnumarkaði, að í landinu eru fjölmargir launamenn t.d. pólskir  sem eru mest áberandi og fólk frá öðrum löndum sem hafa fundið fjölina sína hér og ætla sér að setjast að. Þetta er harðduglegt fólk sem vinnur við hvað sem er í hvaða veðri sem er.Börn þessa fólks stendur sig almenn frábærlega í grunnskólum borgarinnar.

Því væri það arfavitlaus efnahagsaðgerð að ríkið fari opinberar bygginga-framkvæmdir í stórum stíl eins og við miklar virkjunarframkvæmdir. Það yrði til þess að hella olíu á eldinn, sem skapar falska velmegun þenslugreinanna  en aðrir greinar þar sem starfa fyrst og fremst fók sem vinnur samkvæmt umsömdum launatöxtum situr þá eftir eina ferðina enn.

Rétt eins og var fyrir hrun og það var einnig sama fólkið sem tók á sig verulegar launaskerðingar. En eru það hin öflugu hagsmunasamtök sem ráða ferðinni á ríkisstjórnarheimilinu.


mbl.is Óttast undirboð á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt spurning hjá Birni Bjarnasyni

 

  • Allar götur frá því Indefece hópurinn kom fram vegna Icesave málsins hefur Ólafur Ragnar kosið að gera þeirra málstað að sínum og stefnu gömlu flokksfélaga sinna í Framsóknarflokknum einnig. 
    .
  • Ábyrgðarleysið var vinsælt á erfiðum tíma fyrir þjóðina.
  • Hann hefur í raun tekið upp háttarlag augnaþjónsins að mínu mati. 

Það er ljóst að forsetinn hefur allar götur síðan farið mörgum sinnum út fyrir sín hlutverkamörk. Það hefur í raun alltaf legið fyrir eftir að þetta Icesave vandamál mál varð að alvöru, hefur Sjálfstæðisflokkurinn reynt að finna málefnalega lausnir í því máli. 

  • Rétt eins og ríkisstjórnarflokkarnir síðar. 

Framsóknarflokkurinn fór í felur með skottið milli fótanna, það var býsna áberandi af háttarlagi þáverandi formanni flokksins sem kaus að gefast upp hreinlega og sagði af sér þingmennsku  og hvarf. Ábyrgð Framsóknarflokksins vegna þessa máls var engu minni en Sjálfstæðisflokksins.

Er vinstri flokkarnir mynduðu ríkisstjórn 2009 þekktu þeir Icesave málið og fetuðu þeir vandratað einstigið í samningum um málið samkvæmt samþykkt Alþingis.  Allir kostir í þessu máli voru vondir  og samningstaða Íslands var í upphafi hörmuleg strax eftir hrunið, einnig í byrjun árs 2009.

Ef Framsókn hefði þá verið í ríkisstjórn hefði sá flokkur axlað þá ábyrgð að reyna ná samningum því aðrar leiðir sýndust áhættusamar.

  • Margir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna voru skíthræddir við þetta mál og kusu að fara í Framsóknarleikinn. Það var auðvitað vinsælt með þjóðinni. 
    .
  • Nú hefur EFTA dómurinn sagt sína skoðun á skyldu íslendinga, en þjóðin er samt langt kominn með að ljúka þessum greiðslum.
    .
  • Þjóðin er enn að greiða þessa rosalegu upphæð.  
    .
  • Ólafur Ragnar kaus að fara í Framsóknarleikinn og velta sér upp úr vinsæældum ómennskunnar. Þessi maður getur ekki gert lítið úr því fólki sem tókst á við nær óvinnandi verkefni. Hann getur aðeins gert lítið úr sjálfum sér.

 


mbl.is „Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir aftaníossar

 

  • Það er sem nú svífi einhver sælusvími yfir íhaldsmenn á Íslandi því eru líkur á því að þjóðin gerist enn á ný aftaníossar hægri manna í Bandaríkjunum.
  • Enda hefur flokkurinn ekki brugðist því hlutverki sínu að senda fastafulltrúa á þing Repúblikanaflokksins nú sem áður.

 

 

Hér situr Davíð við fótskör meistara síns 

Sem betur fer höfnuðu allir vinstri menn öllum tengslum við fasistastjórnir og  flokka  í austur Evrópu upp úr 1950. Nema örfáir rússadindlar í nokkur ár þar á eftir sem engir taka alvarlega.  

Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið Ísland inn ESB (EB)  í áföngum (EFTA  1970 í stjórnartíð Bjarna Benediktssonar og EES 1993  í stjórnartíð Davíðs)  og ef einhver flokkur treður þjóðinni inn í það ríkjasamband þá er það sá flokkur.

En um þessar mundir hefur þótt henta flokknum að vera ámóti en ef  flokknum tekst að gera samninga sem útgerðinni hugnast verður ekki langt að bíða eftir inngöngunni.  

Er þetta ekki skemmtilegt? 


mbl.is „Ekki lengur eins og dordinglar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn er eina von Sjálfstæðismanna

Eina von Bjarna til að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn er með Framsóknarflokki. Enginn annar flokkur myndi vilja starfa með Bjarna og félögum.

Nú dag sýndi Bjarni af sér þann hroka og dómgreindarskort að hafna viðræðum við Framsóknarflokkinn nema að hann hætti öllum samtölum við aðra flokka.

Þetta var mikill afleikur hjá Bjarna.Því Framsóknarfokkurinn hefur aðra valkosti. Síðan mega menn ekki gleyma því, að mjög margir innan Framsóknarflokksins kenna Sjálfstæðisflokknum alfarið um hrunið og hvernig þessum flokki tókst að afvegaleiða forystumenn í Framsókn. (Davíð og Halldór)

Framsóknarflokkurinn telur sig vera búinn að hreinsa til í sínum ranni en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert enn og er í afneitun.

Klaufaskapur Bjarna í málinu er yfirgengilegur


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarna liggur á og er þegar byrjaður að liggja í Sigmundi Davíð

 

  • Sigmundur Davíð lætur eins og maddömmum sæmir, lætur ganga eftir sér. Nú fer fram leikurinn að músinni.

 

Það væri Sjálfstæðisflokknum afar erfitt ef það  yrði hlutskipti hans að standa utan ríkisstjórnar í tvö kjörtímabil. Bjarni og hans félagar óttast ekkert meir heldur en ef Sigmundi hugnaðist betur að líta il vinstri eftir samstarfs valkostum. Sama má segja um samtök atvinnurekenda.

Það er nefnilega ekki besti valkosturinn fyrir sauðsvartan almenning að mynda þessa tveggja flokka stjórn og slík ríkisstjórn hefi ekki nógu breiða skýrskotun.

Þá finnst mörgum að Bjarni hafi ekki hreinan skjöld

Það er eiginlega minni líkur á því að Sigmundur Davíð kjósi að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæðan er einföld, Sjálfstæðisflokkurinn er stærri þótt flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. 

Í slíkri stjórn lægi alltaf í loftinu að sjálfstæðismönnum þætti eðlilegt að það væri Bjarni sem væri forsætisráðherra.

Í þannig helmingaskiptastjórn er jafnvel ekkert fast í hendi fyrir því að aðalmál Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni næði fram að ganga með þeim hætti sem Sigmundur Davíð væri ánægður með.

Framsóknarflokkurinn yrði ekki það forystuafl í slíku samstarfi eins byðist í þriggja flokkastjórn með gömlu stjórnarflokkunum.

Auk þess Framsóknarflokkur fengi á sig gamlar aurslettur frá Sjálfstæðisflokki.

Í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum bæri Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur höfuð og herðar yfir samstarfsflokkanna með fleiri þingmenn en þeir hafa samanlagt. 

Þannig gæti flokkurinn fengið 4 ráðherra af stærri sortinni, Samfylking 2 ráðherra ásamt forseta Alþingis og Vinstri Grænir 2 ráðherra. 

Í slíku samstarfi gæti Framsókn hæglega unað við helstu áherslur þessara flokka eins í Samfylking með ESB málið og frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins VG getur unað sínum hag í umhverfisverndar-málum og staðið að uppbyggingu félagslega velferðarkerfisins.

Þar með getur VG verndað Ramma-áætlun og meiri líkur á að hægt sé að þoka stjórnarskrármálum áfram en Framsókn hefur samt sem áður svigrúm til stóra framvæmda með stoð í þeirri áætlun.



Besti árangur Framsóknar síðan 1979 

 


mbl.is Einboðið að Sigmundur fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skriðan fór af stað 2006 á Íslandi

 

  • Það kemur berlega fram í rannsónarskýrslu Alþingis
    .
  • Þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leyndu þessari staðreynd fyrir kjósendum 2007 

 

Þótt alvarlegir hlutir hafi gerst  víðar en á Íslandi í efnahagsmálunum, að þá hefur ekki orðið hrun í neinum löndum nema þar sem hafði ríkt óstjórn í efnahagsmálum árum saman rétt eins og á Íslandi.

Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki hvítþvegið sig af ábyrgð eins og hann hefur verið að reyna að gera.

Þá þarf einnig verulega spillingu í þjóðfélaginu með miklu pólitísku ívafi 

Einnig þarf að vera fyrir hendi stjórnleysi í kringum bankanna.

Þessir þættir ásamt mörgum öðrum hlutum grasseraði undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins og þessi flokkur hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru sumir hverjir aurugir upp fyrir haus  þótt þeir hafi ekki verið dæmdir vegna þess að gjörningur þeirra hefur enn ekki verið úskurðaður sem beint lögbrot. 


mbl.is „Sama og gerðist víða í Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband