Bjarna liggur á og er þegar byrjaður að liggja í Sigmundi Davíð

 

  • Sigmundur Davíð lætur eins og maddömmum sæmir, lætur ganga eftir sér. Nú fer fram leikurinn að músinni.

 

Það væri Sjálfstæðisflokknum afar erfitt ef það  yrði hlutskipti hans að standa utan ríkisstjórnar í tvö kjörtímabil. Bjarni og hans félagar óttast ekkert meir heldur en ef Sigmundi hugnaðist betur að líta il vinstri eftir samstarfs valkostum. Sama má segja um samtök atvinnurekenda.

Það er nefnilega ekki besti valkosturinn fyrir sauðsvartan almenning að mynda þessa tveggja flokka stjórn og slík ríkisstjórn hefi ekki nógu breiða skýrskotun.

Þá finnst mörgum að Bjarni hafi ekki hreinan skjöld

Það er eiginlega minni líkur á því að Sigmundur Davíð kjósi að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæðan er einföld, Sjálfstæðisflokkurinn er stærri þótt flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. 

Í slíkri stjórn lægi alltaf í loftinu að sjálfstæðismönnum þætti eðlilegt að það væri Bjarni sem væri forsætisráðherra.

Í þannig helmingaskiptastjórn er jafnvel ekkert fast í hendi fyrir því að aðalmál Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni næði fram að ganga með þeim hætti sem Sigmundur Davíð væri ánægður með.

Framsóknarflokkurinn yrði ekki það forystuafl í slíku samstarfi eins byðist í þriggja flokkastjórn með gömlu stjórnarflokkunum.

Auk þess Framsóknarflokkur fengi á sig gamlar aurslettur frá Sjálfstæðisflokki.

Í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum bæri Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur höfuð og herðar yfir samstarfsflokkanna með fleiri þingmenn en þeir hafa samanlagt. 

Þannig gæti flokkurinn fengið 4 ráðherra af stærri sortinni, Samfylking 2 ráðherra ásamt forseta Alþingis og Vinstri Grænir 2 ráðherra. 

Í slíku samstarfi gæti Framsókn hæglega unað við helstu áherslur þessara flokka eins í Samfylking með ESB málið og frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins VG getur unað sínum hag í umhverfisverndar-málum og staðið að uppbyggingu félagslega velferðarkerfisins.

Þar með getur VG verndað Ramma-áætlun og meiri líkur á að hægt sé að þoka stjórnarskrármálum áfram en Framsókn hefur samt sem áður svigrúm til stóra framvæmda með stoð í þeirri áætlun.



Besti árangur Framsóknar síðan 1979 

 


mbl.is Einboðið að Sigmundur fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm

Ertu ekki að hlaupa frá þér smá..

Framsókn mun ALDREI svíkja einsog VG og hleypa einhverjum samstarfflokki í ESB innlimun.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Vinstri grænir er bara lítill flokkur og hefur áhrif samkvæmt því. Hann hefur engan svikið hann hefur reynt að fara eftir sínum sjónarmiðum. En það voru framsóknarliðhlaupar í flokknum sem nú eru farnir sem betur fer.

Það getur enginn lítill flokkur fengið allt sitt fram

Kristbjörn Árnason, 29.4.2013 kl. 18:57

3 identicon

Þetta eru valid pælingar. Þarna bætist við að það er alveg relevant að rifja upp að Sigmundur var sjálfur ásamt góðum hluta Reykjavíkur-frammara mjög hlynntur viðræðum við Evrópusambandið og eru til upptökur á slíkum ræðum af hans hálfu. Þannig er ekki hægt að halda því fram af alvöru að það per se sé þröskuldur.

E (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 18:57

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Framsókn tekur þá með sem sveigja sig að framsóknarmiðjunni.  Spurning hvort hann hafi 1 stóra hækju eða 2 minni?

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.4.2013 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband