Færsluflokkur: Dægurmál
28.10.2013 | 15:12
Það er augljóst hverjir það eru sem ráða stefnu ASÍ
- Það eru fjölmargir verkalýðsrekendur sem það gera og eru þeir aðilar sem eiga sæti í stjórnum ASÍ. þar eru það sjónarmið þeirra iðnfélaga sem hafa innan sinna vébanda launamenn og atvinnurekendur í mannvirkjagerð.
- En félög iðnaðarmanna eru almennt blönduð félög launamanna og atvinnurekenda. Það eru m.ö.o. ekki almennir félagsmenn verkalýðsfélaganna.

Eitt er alveg kýrskýrt að þjóðin hafnaði þeirri stefnu í kosningum 2009 og þjóðin lýsti einnig yfir vantrausti á forystu ASÍ veturinn 2009. Það sást best þegar þessi forysta fór í fundarherferð þennan vetur , að þeir einu sem mættu á fundina voru formenn og stjórnarmenn í stéttarfélögunum. Ekki einu sinni allir, heldur aðeins lítill hluti þeirra.
ASÍ er ekki lengur sú hreyfing launamanna sem hefur félagsleg sjónarmið að leiðarljósi. Hreyfingin fór að breytast upp úr 1958, rólega fyrst en síðan hefur eiginhagsmunapotið verið allsráðandi og frjálshyggjan aldrei langt undan.
Það er fullkominn misskilningur að fyrst hafi rammaáætlun verið í faglegu ferli en svo hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að hverfa frá því, sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og formaður verkefnastjórnar um Rammaáætlun við DV í sumar.
Hann furðaði sig á málflutningi nýrra valdhafa um pólitík og faglegheit. Kerfið var hannað svona frá upphafi. Það var engin pólitísk ákvörðun á síðustu stundu að hafa þetta svona, sagði Stefán og vísaði þar til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí 2011.
ASÍ dinglaði í afturendanum á samtökum atvinnurekenda þegar þessi samtök sameiginlega réðust á nýkjörna vinstri stjórn 2009. Þeir reyndu að stilla ríkisstjórninni og almenningi upp við vegg með svo nefndum Söðugleika-sáttmála Sem betur fór tókst að forða þjóðinni frá þeim hörmungum ef þjóðin hefði farið í stórkostlega virkjunarframkvæmdir á þessum tíma.
Þarna spiluðu á bak við atganginn þeir sömu og höfðu sett þjóðarbúið á hliðina og erlendir hagsmunaaðilar sem vildu byggja álver.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2013 | 20:53
Illugi ætlar að ræna íslendinga um 215 milljónir
Það yrði auðvitað hreint rán ef teknar yrðu 215 milljónir af iðjöldum almennings til RÚV og notað í annað.
Því þetta fé á ekki ríkissjóður heldur hafa íbúar á Íslandi verið með lögum látnir greiða þessa peninga sem iðgjald til RÚV hvort sem þeir nýta þjónustu þess eða ekki.
- Því er það á hreinu, að þessa peninga á RÚV en ekki ríkissjóður.
Ef Alþingi samþykkir þessa hugmynd Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra yrði sá gjörningur hreinn þjófnaður. Í staðinn ætlar ráðherran að hækka verðið sem
neytendur greiða fyrir raunverulegt efni RÚV með því að fjölga auglýsingum um allt að 50% og finnst flestum þegar nóg um auglýsingar.
- Þetta eru auðvitað fáheyrðar hugmyndir um þjófnað
![]() |
Rýmka auglýsingaheimildir RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.10.2013 kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2013 | 20:33
Leifur heppni kominn með eyrnatól.
- Það var skemmtilegt að heimsækja Skólavörðustíginn í dag. Súpurnar afbragðsgóðar og peysurnar fallegar.
Það var bara eitt sem skyggði á þessa skemmtun var kjaftaskurinn sem var þarna uppi á svölum með loðhúfu. Manni sýndist að að vísu að kallinn væri gjörsamlega tannlaus þarna uppi.
En þegar ég hélt heim á leið, tók ég eftir því að Leifur Heppni var kominn með eyrnartól utan um hjálminn. Greinilegt er að sá gamli er búinn að tileinka sér nýjustu tækni við að hlusta á tónlist
![]() |
Fangarnir fengu kjötsúpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2013 | 13:31
Ástin á stóreigna- og hálaunafólki
- Er takamarkalaus hjá Sjálfstæðisflokknum sem sýnir sig vel í þessum sjónarmiðum varaformanns flokksins algjörlega grímulaust.
. - Fyrir liggur fjárlagafrumvarp, en þar er gert ráð fyrir verulegri skattalækkunum á hálaunafólki og ívilnunum fyrir útgerðina í landinu. Nú stefnir í skattahækkun á láglaunafólki.

Þessi sjónarmið Hönnu Birnu komu vel í ljós þegar ekki mátti hækka heitavatnsgjöld í Reykjavík eftir að m.a. flokksfélagar hennar voru búnir að kafsigla Orkuveituna í óábyrgum fjárfestingum og spillingu. Sem hefði þá hækkað rekstrarkosnað á fasteignum.
Það er út af fyrir sig eðlilegt að sveitarfélög sem hafa getu til þess að lækka gjöld á íbúum sínum geti gert það. En þá á eigin ábyrgð ef illa fer. Þ.e.a.s. að kostnaði slíkum aðgerðum verði ekki síðar varpað á aðra skattgreiðendur í landinu.
En slíkar skattalækkanir verða þá að vera til hagsbóta fyrir alla skattgreiðendur í sveitarfélaginu, en ekki bara fyrir þá íbúa sem eiga fasteignir. Er gæti orðast þannig að öll gjöld sveitarfélagsins væru lækkuð um 10% og slíkt sveitarfélag afsalaði sér um leið tekjum frá öðrum skattgreiðendum.
Það er rétt að geta þess, að margir greiða nánast engin útsvör. En það eru gjarnan þeir sem lifa á arði vegna fjárfestinga, það eru auðvitað fjárfestar og atvinnurekendur. Þetta fólk á gjarnan stórar fasteignir og greiða lítið útsvar.
En launamenn eiga almennt minni fasteignir og myndu ekki njóta svona skattalækkunar nema í litlum mæli. En það eru launamennirnir sem greiða útsvarið. Með lækkun á fasteignagjöldum einum og sér munu framkvæmdir og sveitarfélaganna skerðast. Það bitnar harðast á láglaunafólki.
![]() |
Heimilt að lækka fasteignaskatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2013 | 15:39
Auðlegðar skattur löglegur segir Héraðsdómur Reykjavíkur
- Stjórnvöld eru í fullum rétti að leggja á auðlegðarskatt.
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Guðrún Helga Lárusdóttir, eigandi Stálskipa, höfðaði gegn ríkinu. Hún taldi að auðlegðarskattur fæli í sér eignaupptöku og bryti því gegn stjórnarskrá. Þessu hafnaði dómarinn.
Guðrún taldi að það bryti gegn jafnræðisreglu og friðhelgi eignaréttar að leggja miklar skattbyrðar á fámennan hóp. Þ.e.a.s. að Guðrún taldi að landsmönnum væri mismunað með því að leggja auðlegðarskatt á eignir yfir ákveðinni fjárhæð.
Þetta eru býsna merkileg röksemdarfærsla hjá útgerðarmanninum, því að fólk í atvinnurekstri hefur notið gríðarlega mikilla skattfríðinda hér á Íslandi. Sérstak-lega á tímanum þegar Davíð Oddsson var hér forsætisráðherra. Í hans tíð greiddu launamenn mun hærri skatta hlutfallslega enn stóreignafólk í atvinnurekstri og fólk sem lifði á arði fjárfestinga.
Fyrir síðustu kosningar sló núverandi fjármálaráðherra því fram, að hann teldi auðlegðarskatt ólöglegan og fékk fjöldan allann af atkvæðum út á þetta slagorð. Ríkisstjórn hálunafólks hyggst ekki framlengja lögin um auðlegðarskattinn.
![]() |
Heimilt að leggja á auðlegðarskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2013 | 07:36
Atvinnurekendur eru jafn sjálfhverfir og áður
- Þeir hugsa bara um sig sjálfa og eru fastir í eiginn heimi
Þeim er fyrirmunað að finna sig sem órjúfanlegan hluta af þjóðfélaginu sem ásamt öllum öðrum tekur fullan þátt í því, að bera kostnaðinn af rekstri þess.
Atvinnurekendur greiða helmingi minni skatta en launamenn almennt auk þess sem þeir greiða skatta af nettótekjum.
En launamenn greiða skatta af brúttólaunum auk þess sem þeir greiða um 14,5% af umsömdum launum sínum í fyrirfram ákveðna lífeyrissjóði.
Það hefur sýnt sig undanfarin ár, að það er engin nauðsyn að láta atvinnurekendur hanga í pilsfaldi ríkisins. Heilbrigður atvinnurekstur réttir sig við sjálfur og hann þarf enga sérstaka ríkisaðstoð til þess.
Undanfarna mánuði hafa fyrirtækin fengið gríðarlega styrki í gegnum atvinnuleysistryggingasjóð. Er felst í því að fá fólk til starfa sem hefur verið atvinnuleysisskrám sér nánast að kostnaðarlausu
Reynsla þjóðarinnar hefur sýnt , að það er þjóðfélaginu nauðsynlegt að fylgjast vel með atvinnurekstrinum ásamt fjármálalífinu. Þá hefur jafnan verið lenska hjá mjög mörgum atvinnurekendum að hlunnfara launamenn ef ekki væri haft eftirlit með kjörum launamanna.
Það væri þjóðinni nauðsynlegt að innflutningfyrirtæki greiddu sömu skatta og launamenn þurfa að gera. Það er einnig fráleitt að geta dregið vaxtakostnað frá tekjum sem eru vegna skuldsetningar til að fjárfesta í óskyldum rekstri.
Einnig vegna lána sem eigendur fyrirtækja taka til að kaupa fyrirtækin. Það eru skuldir sem koma fyrirtækjunum ekkert við.
![]() |
Sér enga áætlun í málefnum atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 25.10.2013 kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2013 | 18:00
Þá vitum við hver á auðlindina
- Það er sko ekki þjóðin
- Það er ekki heldur útgerðin
. - Hér kemur svarið : 6XLOP2rMH5U
- Þá getur þjóðin verið með það á hreinu hvers vegna ekki má breyta lögum um sjávarútvegin þegar eigandinn vill það alls ekki
- .
- Ekki má breyta stjórnarskránni sem getur skert eign þessa aðila
. - Einnig hvers vegna ekki er áhugi á því að deila eignarhaldinu á auðlindinni með öðrum
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2013 | 21:00
Hagsmunatengslin afhjúpuð
Teitur skrifar í DV.
Svarið komið - Jörðin Selskarð
Margir hafa velt vöngum yfir furðulegri vegalagningu yfir Gálgahraun/Garðahraun. Andri Snær Magnason benti á fáránleika þessarar framkvæmdar í góðri hugleiðingu. Ýturnar fóru nú samt af stað og lætin hófust fyrir alvöru. Þau náðu hámarki í gær þegar fjöldi fólks var handtekið við að mótmæla eyðileggingu þessa hrauns (sem er á náttúruminjaskrá)
Mótmælt var fyrir utan innanríkisráðuneytið og tilraun gerð til að afhenda Hönnu Birnu Kristjánsdóttur mótmælaskjal. Hún var auðvitað ekki á staðnum. Það er í stíl við allt annað en látum það liggja milli hluta.
Spurningunni um hversvegna vegurinn var akkúrat lagður þarna var aldrei svarað. Sú spurning dagaði uppi í látunum. Það var svo loksins í dag sem eitthvað gerðist í því. Vefsíðan Skandall.is birti úttekt á ákkúrat þessari spurningu og niðurstaðan er jafn augljós og hún er sjokkerandi.
Allt þetta mál snýst um jarðarbrask og að því er virðist, tilraunir eigenda jarðarinnar Selskarð, að auka virði jarðarinnar með því að færa veginn til þess að auka byggingamagn. Eftir því sem greinin í Skandall.is segir eru eigendur Jarðarinnar Selskarð, m.a. Engeyingarnir Einar Sveinsson og Benedkit Sveinsson, faðir Bjarna Benediktsonar. En samkvæmt sömu grein var hann í Skipulagsnefnd Garðabæjar á þeim tíma þegar þettavar ákveðið.
Getur einhver sagt mér hver vegna aðalskipulaginu var breytt eins og kemur fram á myndinni fyrir neðan.
Rauða svæðið er fyrirhugða byggingarland og ég sé ekki betur en það sé meira og minna á Selskarðslandinu. Það er verið að auka byggingamagnið. Svo mjög að vegurinn er meir að segja látin liggja í gegnum íbúa-hverfið. Hvað var um hætturökin hjá framkvæmdavinunum? Hérna er gömul grein úr Mogganum sem sýnir að eigendurnir hafa verið að spekúlera í íbúðabyggð þarna.
Nú skulum við aðeins spyrja okkur nokkurra grundvallarspurninga og setja í samhengi við þessa framkvæmd.
-Hvers vegna var gerð tillaga um að breyta vegkaflanum? Hver hagnast á því? Eru fleiri en Engeyingar sem eru tengjast með beinum hætti inn í ákvarðanatökuna um nýja aðalskipulagið? Hverjir þá?
Þetta mál hefur bókstaflega öll einkenni íslenskrar spillingar. Það er vaðið af stað með túrbínutrixið. Þeir sem hagnast eru valdættir með stjórnmálatengingar bak og fram. Náttúruperlum er fórnað fyrir peninga og skattgreiðendur taka á sig stóran hluta kostnaðarins því að Vegagerðin er látin borga fyrir veginn sem forsendan fyrir framvkæmdunum. - Nokkrir miljarðar þar gott fólk
Þetta er birt fyrir lesendur Mbl.
Þessa framkvæmd verður að stöðva eins og skot og rannsaka í þaula.
Þetta er skyldulesning: http://skandall.is/?p=630
![]() |
Mótmælendur sungu ættjarðarsöngva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 16:11
Náttúruleg skíðabrekka
Nú er bara að bíða eftir snjónum því þetta virðist vera alveg rennislétt skíðabrekka í Kinnunum. Upplögð fyrir skósmiði og annað fólk
![]() |
Ákaflega sjaldgæfir atburðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2013 | 18:18
Úr daglega flokksstarfinu
Nokkrar ræður valinkunnra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum. Meðal þeirra eru aðilar sem nú stjórna landinu. M.ö.o. menn sem telja sig færa um það umfram alla aðra.
Kvöldmáltíðin
Það er löngu ljóst að þessi vösku menn láta ýmislegt frá sér fara þótt sitji ekki við hringborðið í útvarpinu. Það stendur allt sem þetta fólk segir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)