Færsluflokkur: Dægurmál
19.10.2013 | 15:07
Að snúa hlutum á hvolf
- Stjórnarskrárbrot er mjög alvarlegt brot

En þótt dómstóllinn yrði lagður niður er þetta verkefni hans jafn lifandi og jafn mikilvægt og áður. En þá verður einnig að velja Hæstaréttardómara með öðrum hætti. En val á þeim hefur farið eftir flokkspólitískum leiðum frá upphafi.
Ekki má gleyma því að Landsdómur dæmdi fyrrum forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnarskránna með vinnubrögðum sínum. Sá dómur var faglegur í alla staði. En auðvitað hefði átt að vísa öllum málunum fyrir Landsdóminn sem Rannsóknarnefnd Alþingis nafngreindi í skýrslu sinni.
- Mál þessara þriggja ráðherra sem ekki var vísað í dóminn sitja þá eftir ódæmd af til þess viðurkenndum dómstól er þýðir þá bara eitt að þeir hafa þá hvorki verið dæmdir eða sýknaðir.
- Þá voru tveir aðrir fyrrum forsætisráðherrar nefndir í skýrslunni en þeirra mál voru talin fyrnd. Þeir er þá þar með ósýknaðir af þeim sökum sem á þá voru bornir rétt eins og hinir þrír.
Síðan verður að geta þess, að MMR er ekki aðili sem nýtur trausts vegna þess hvernig þátttakendur eru valdir sem álitsgjafar. Það eru alls ekki hlutlausir aðilar og að þessi aðili er allt of tengdur Morgunblaðinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2013 | 10:37
Bein lýsing á graðhesta ríkisstjórninni
Frjáls nauðgun auðlinda
AUÐUR JÓNSDÓTTIR RITHÖFUNDUR

Í Þýskalandi eru bæði vændi og vændiskaup lögleg. Þannig hefur málum verið háttað í meira en áratug og því er komin nokkur reynsla á lögleysuna, ef svo má segja. Hún átti jú að stuðla að bættu starfsöryggi vændisfólks, greiða aðgang þess að heilbrigðiskerfinu og færa þjóðarbúinu skattpeninga. En með þessu móti er verið að normalísera vændi og stuðla að fjölgun vændiskvenna, segja sumir. Og þeir sömu segja að þýska ríkið sé helsti hórumangarinn í stærsta hóruhúsi heimsins: Þýskalandi. Þessar raddir urðu háværari eftir að sjónvarpsstöðin ARD sýndi heimildarmynd um vændi í Þýskalandi. Þar höfðu faldar myndavélar tekið upp heldur svarta mynd í dumbrauðum herbergjum hóruhúsanna og við blasir atvinnugrein sem gengur út að gernýta kvenlíkamann. Samkvæmt umfjöllun fjölmiðilsins The Local um þessa heimildarmynd er búið að gera konur að auðlind sem er nýtt til fullnustu.
Hóruhlaðborð
Þýskaland er ekki bara eitt stærsta hóruhús heimsins heldur stefnir það líka í að verða eitt hið ódýrasta. Í Berlín einni eru um fimm hundruð hóruhús og talið er að í Þýskalandi kaupi daglega um ein milljón karlmanna sér þjónustu vændiskonu. Hóruhúsin eru víða um borgina, skammt frá leikskóla sonar míns er til dæmis eitt af þessum vinsælu hóruhlaðborðum. Það kostar 49 evrur að fara á hóruhlaðborð og háma í sig eins margar konur og maður getur í sig látið á klukkutíma eða svo. Sagan segir að fæstir hafi lyst á fleirum en einni eða tveimur, í mesta lagi þremur, þó er gaman að gorta og menn þykjast gjarnan hafa innbyrt meira en þeir gátu. Þeir allra hörðustu borga 99 evrur fyrir nóttina og fylgir þá áfengi með konunum. Hamingjusamur kúnni líkti þýskum hóruhúsum við lágvöruverðskeðjuna Aldi, svipað fyrirbæri og Bónus á Íslandi.
Hóruhlaðborðin eru hákapítalískt fyrirbrigði. Eigendur þeirra þéna á tá og fingri meðan konurnar sjálfar bera skarðan hlut frá borði. Eins hafa þau gengisfellt matseðla úti á götuhornum þannig að nú geta hagsýnir menn jafnvel keypt sér tippasleik fyrir einn Big-Mac. Þetta takmarkalausa frelsi á markaðstorgi vændisins hefur einnig aukið mansal; það auðveldar samviskulausu fólki að víla og díla með auðlindina stúlkur-frá-útlöndum eins og Búlgaríu og Rúmeníu, allt í nafni frelsisins, enda eru erlendar vændiskonur nú í meirihluta, þó að ég þori ekki að fullyrða hversu margar ríði svart og hversu margar borgi skatt.
Neytendur auðlinda
Til hvers eru auðlindir ef ekki til að nýta þær eftir fremsta megni? Til hvers að meta auðlind ómetanlega þegar hægt er að selja hana hratt og ódýrt? Til hvers að huga að vandkvæðum þeim sem geta fylgt skorti á lögum og reglugerðum þegar frelsið seður neytandann á augnabliki? Til hvers að hugsa um framtíðina þegar nóttin er ung? Til hvers að hugsa um börn hórunnar andspænis girnilegum (en útjöskuðum) líkama hennar?
Að annarri auðlind: íslenskri náttúru.
Undanfarið hefur borið á því að lög og reglugerðir sem eru í burðarliðnum til að vernda íslenska náttúru hafi farið fyrir brjóstið á sitjandi ríkisstjórn, þá einkum og sér í lagi ráðherra umhverfismála. Jafnvel þannig að ætla mætti að maðurinn hefði aldrei heyrt um alþjóðlega sáttmála né mikilvægi þess að þjóðir taki höndum saman í umhverfismálum og lagi til hver í sínum ranni. Að hver þjóð sýni gott fordæmi ef það á að vera einhver von til þess að börn heimsins eygi framtíð fyrir börnin sín.
Náttúruverndarlögin í stuttu máli
Síðast bárust fréttir af því að ráðherra þessum væri uppsigað við náttúruverndarlögin sem áttu að taka gildi 1. apríl 2014.
Í stuttu máli eru nýju lögin bæði umfangsmeiri og heildstæðari en gildandi lög (lögin frá 1999). Með nýju lögunum er verið að leiða nýjar aðferðir inn í íslenska náttúruverndarlöggjöf í því skyni að tryggja betri árangur í náttúruvernd og uppfylla um leið þær skyldur sem Ísland hefur gengist undir með aðild að ýmsum alþjóðlegum samningum. Á undanförnum árum hefur Ísland dregist aftur úr öðrum Evrópuþjóðum á sviði náttúruverndar og er nýju lögunum ætlað að snúa þeirri þróun við. Í lögunum eru lögð fram ítarlegri markmiðsákvæði og meginreglur umhverfisréttar settar í lagabúning. Rauði þráðurinn er að taka upp vinnulag Ríósamningsins um líffræðilega fjölbreytni, eins og aðrar þjóðir hafa gert, en leiðtogafundurinn um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2002 hvatti til að allar þjóðir tækju það vinnulag upp eigi síðar en árið 2010. Vinnulagið byggir á svokallaðri vistkerfisnálgun sem beita skal við vernd og nýtingu náttúruauðlinda til lands og sjávar.
Vistkerfisnálgun er aðferð sem miðar að vernd og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda með sanngirni að leiðarljósi. Hún gerir ráð fyrir að fylgst sé með lykilþáttum vistkerfisins og brugðist án tafar við breytingum á þeim. Vistkerfisnálgunin er útfærð í nýju lögunum með áherslu á skipulega skráningu og flokkun náttúrunnar, áætlanir um skipulega vernd hennar, t.d. með neti verndarsvæða, og á árangursríka vöktun lykilþátta lífríkisins. Lögin byggja á faglegum og traustum grunni sem lagður var með viðamikilli skýrslu: Náttúruvernd, hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands en hún kom út í ágúst 2011 eftir nokkurra ára undirbúningsstarf. Þessu starfi og nýju lögunum vill ráðherra umhverfismála kasta fyrir róða og byrja upp á nýtt en færir ekki rök fyrir þeirri ákvörðun sinni. Segir bara að í lögunum sé of mikið um boð og bönn. Eitthvað svipað sögðu eigendur þýskra hóruhúsa á sínum tíma.
Almannaréttur víkur fyrir jeppum
Í lögunum er almannaréttur styrktur, stjórnsýsla náttúruverndar styrkt og náttúruminjaskrá ásamt framkvæmdaáætlun gerð að meginstjórntæki náttúruverndar á Íslandi. Þar er jafnframt brugðist við hættu sem fylgir innflutningi jafnt sem dreifingu framandi lífvera og stjórnvöldum veittar auknar heimildir til að bregðast við brotum gegn ákvæðum laganna. Fleira mætti nefna
Það sem helst virðist fara fyrir brjóstið á nýja ráðherranum er að í lögunum er brugðist við akstri utan vega, sem hefur verið mikið vandamál og erfitt að taka á vegna veikra lagaákvæða. Einnig virðist hann hafa samúð með skógræktarfólki sem vill engar hömlur á athafnir sínar í íslenskri náttúru. Það vill fá að planta hverju sem er hvar sem er án afskipta annarra eða nokkurs samráðs, athæfi sem getur ógnað íslenskri náttúru. Ráðherrann virðist líka andvígur því að styrkja vernd tiltekinna vistgerða, vistkerfa og jarðminja eins og lögin gera ráð fyrir; kannski vegna þess að hann vill sem minnstar hömlur á framkvæmdir athafnamanna.
Ef lögin taka ekki gildi mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum á sviði náttúruverndar; þannig stendur þjóðin ekki við alþjóðlegar skyldur sínar með fullnægjandi hætti. En skiptir það máli? Skiptir nokkuð annað máli en augnabliks fullnægja? Af hverju megum við ekki bara riðlast á íslenskri náttúru á stóra jeppanum okkar? Af hverju er ekki sniðugt að gróðursetja pálmatré á Látrabjargi?
Vestrænt svall
Ráðherra umhverfismála setur einnig sáttina sem náðist um flokkun virkjunarkosta í uppnám og hunsar þannig margra ára þverfaglegt starf vísindamanna. Hann krefst þess að verkefnastjórn rammaáætlunar endurskoði átta virkjunarkosti hið bráðasta með það fyrir augum að koma þeim strax í nýtingarflokk. Þar á meðal eru Þjórsárvirkjanirnar þrjár sem settar voru í biðflokk vegna skorts á gögnum um laxfiska í ánni. Jafnframt stöðvar hann friðun svæða í verndarflokki sem kveðið er á um í samþykkt Alþingis og þar ber stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hæst.
Einhvern veginn finnst mér að bæði ráðherra umhverfismála og ríkisstjórninni sé sama um öll börnin sem Alþingi á að þjóna. Mér finnst hugsun valdamanna, ef hægt er að tala um hugsun, ná álíka langt og augnabliksgredda hórumangarans. Greddan í peninga. Greddan í ágóða augnabliksins, sama hvað hann kostar. Sama hvern það á eftir að kosta allt sitt. Kannski er fátt vestrænna en fyrirbrigðið eins-og-þú-getur-í-þig-látið-hlaðborð: að éta á sig gat og gefa skít í uppruna hráefnisins, allt sem heitið getur lífræn vottun, bara af því maður getur það. Kaupa nánast sjálfdauða kjúklinga í tíu rotvarnarefnasósum og fara síðan í vinnuna til að selja framtíð barnanna sinna fyrir góðan jeppatúr.
Það er ókurteisi að líkja valdamönnum við hórumangara. Líklega ber það ekki vott um mikla ættjarðarást, að þeirra mati. Gæti stuðlað að sundrungu þjóðar. Svo kannski er betra að segja að þeir séu fulltrúar gamla tímans, stignir inn í nýja tíma. En svo eru alltaf þeir sem segja að náttúran sé auðlind sem beri að gernýta til fullnustu. Þannig sé nútíminn. Þannig séu endalokin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2013 | 17:45
Er ESB að upplifa höfnun?
- Það er ekkert sem bannar ESB að gera íslendingum tilboð.
. - ESB veit hvaða kröfur Ísland gerir.
. - Er þjóðin tæki síðan afstöðu til

Það hefur ætíð legið ljóst fyrir, að óséðu er meiri hluti landsmanna á móti aðild að ESB. En að sama skapi er einnig meiri hluti fyrir frekari viðræðum við ESB um aðildarskilmála ef til þess kæmi að íslendingar tækju ákvarðanir um inngöngu.
En það er auðvitað ekki kostur fyrir þjóðina að ákveðnir hagsmuna-aðilar ráði því hvað gert verður í sambandi við frekara samstarf við þetta ríkjasamband. Þessir sömu hagsmuna-aðilar höfðu ekki áhyggjur af tilveru annarra atvinnugreina á fyrri stigum þegar landið byrjaði að sigla inn í þessi samtök. Þá gerðu einmitt útgerðarmenn kröfu um aðild Íslands að EFTA og síðar að EES.
![]() |
ESB setur engin tímamörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2013 | 06:33
Réttur ungbarna brotinn af foreldrum þeirra
- Eru foreldrar ungbarna að brjóta á rétti barna sinna til að fá alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum.
En Margrét Guðnadóttir prófessor hefur miklar áhyggjur af þeirri þróun að fleiri foreldrar virðast hafna bólusetningu samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis og segir það stórmál. Við Íslendingar eigum gott með að verja okkur. Þeir sem mæta ekki með börnin í bólusetningu bera ábyrgð á því ef hér breiðast út sjúkdómar.
Þessir foreldrar bera einnig ábyrgð á því að börn þeirra njóti réttinda sinna, eins og þeim að hafa verið bólusett.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2013 | 20:57
Eru menn að halda því fram, að opinberir starfsmenn vinni ekki fyrir 15,5% framlagi sínu í þennan eftirlaunasjóð?
- Almenningur er einmitt látinn halda, með þeirri umræðu sem haldið er uppi af hálfu margra. Framarlega í slíkum áróðri eru samtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði. Einstaka verkalýðsforingi lætur einnig narra sig í slíkan málflutning.
Það hefur alltaf verið ljóst að launamenn standa fyllilega undir öllum greiðslum í lífeyrissjóðina. Er þá sama hvort þeir starfa á almennum vinnumarkaði eða eru opinberir starfsmenn.
Það er ekki sök opinberra starfsmanna að ríkisvaldið hefur aldrei frá upphafi þessa kerfis staðið við að skila hluta af umsömdum launum opinberra starfsmanna í lífeyrissjóðinn. Það að greiðsluhlutfallið er of lágt sínir aðeins að núverandi lífeyrissjóðakerfi launamanna í landinu stendur ekki undir nafni.
Það gengur ekki upp.
![]() |
Þyrfti að hækka iðgjaldið í 20,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2013 | 18:42
Það er full ástæða til að rannsaka Icesave-mál frá upphafi til enda
- Ef þessi mál verða rannsökuð, er nauðsynlegt að skoða þau frá upphafi.
. - Það er mikilvægt fyrir alla þá sem komu að þessum málum

Þ.e.a.s hvernig Landsbankanum var leyft af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að bjóða upp á vaxtakjör sem þessi. Vitandi um ábyrgðarskyldu Innistæðutryggingasjóðs á innistæðum allra þeirra sem áttu innistæður í Landsbankanum hf. Einnig með hliðsjón af þeirri staðreynd, að ekki var fyrir hendi neinn raunverulegur innistæðutryggingasjóður í landinu.
Einnig er nauðsynlegt að skoðað verði hvernig fyrsti samningur varð til og hvernig hann hljóðaði í raun og veru. Þ.e.a.s. sá samningur sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir og Geir Haarde bar ábyrgð á.
En síðan er nauðsynlegt að skoða breytingar á Icesave - samningum eftir að vinstri stjórniin tók við.
En það er ljóst, að í fyrstu voru samningsaðstæður hörmulegar og þær skánuðu smátt og smátt eftir að leið á tímabilið.
Þá er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að allir þeir samningamenn sem komu að þessum samningum gerðu sitt besta til að ná hagkvæmum samningu fyrir Ísland.
![]() |
Vilja rannsaka embættisfærslur í tengslum við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.10.2013 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.10.2013 | 14:25
Gengisfelling í apríl?
- Þá hefur Bjarni Benediktsson lýst því yfir við erlenda fréttaveitu að höftin verði afnumin innan sex mánaða.
- Þetta segir Bjarni í viðtali við Bloomberg fréttastofuna, þar sem hann er staddur í Lúxemborg.Ef hægt er að samrýma væntingar allra hlutaðeigandi aðila, þá ætti að vera hægt að leysa þetta innan árs, jafnvel innan sex til níu mánaða,

- Gamla aðferðin sem þessi flokkur hefur jafnan ofarlega í skúffu sinni. Leiftursóknin gamla.
![]() |
Hefur ríkisstjórnin frestað nóvembermánuði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2013 | 13:59
Sjaldnast veldur annar þegar tveir deila
Vandi t.d. grunnskólakennara er sá, að raunverulegir viðsemjendur þeirra og launagreiðendur sem eru vissulega foreldrar nemenda í grunnskólum landsins eru ævinlega í felum. Ekki gengur að láta aðra aðila sjá um þessi mál og láta síðan eins og foreldrum komi málið ekkert við.
Það hefur m.ö.o. verið hlutskipti kennara árum saman að eiga í viðræðum um kjaramál og önnur hagsmunamál skólastarfs við fólk, sem á enga beinna hagsmuna að gæta varðandi starf grunnskóla. Ég segi ekki að þessu fólki sé alveg sama um velferð barna í grunnskólanámi þeirra. En þau mál brenna engan vegin á skinni þessa fólks og hvað það er sem skiptir hagsmuni nemenda mestu.
Ef framundan er verkfallsógn vegna kjaradeilu bera foreldrar barna í grunnskólum fulla ábyrgð á því ef það þarf að beita slíkum neyðarúrræðum. Kennurum finnst sú aðgerð fara mjög illa með nemendur sína og kennarar bera hag þeirra fyrir brjósti. Foreldrar verða að átta sig á þeirri staðreynd, að grunnskólar eru þjónustustofnanir sem eru reknir í þágu foreldra. Til þess að þeir geti séð börnum sínum fyrir þeirri fræðslu og menntun sem foreldrum ber lagaleg skylda til að börn þeirra fái.
Ef foreldrar ætla enn einu sinn að hlaupa í felur og selja öðru fólki sjálfdæmi um hvernig fræðsla og menntun barna þeirra fer fram er líklegt að framundan sé erfið kjaradeila. Það er bara eðlileg krafa að kennarar sem hafa undanfarin ár tekið að sér hlutskipti í þágu barna og foreldra þeirra sem hér áður töldust ekki til hlutverka kennara á Íslandi og eða í nálægum löndum. Njóti góðra launakjara, annars verður að álíta sem svo, að foreldrum grunnskóla sé nákvæmlega sama
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2013 | 16:02
Björgum jólasveinunum
Þótt ein dýrategund hverfi af jörðinni lifir jörðin það af. Þannig að það skiptir litlu fyrir jörðina sem heild að mennirnir hverfi hvað þá jólasveinarnir fyrir norðan og austan. Þá vex upp ný dýrategund sem færi betur með jörðina.
M.ö.o. náttúran getur verið án mannsins en maðurinn getur ekki verið án náttúrunnar. Þannig hefur það oft verið orðað sem Kumi Naidoo alþjóðaframkvæmdastjóri Greenpeace segir í viðtali.
Umhverfismálin og baráttan við fátæktina og hungrið í heiminum er í raun sama baráttan Naido segir nærri því hálfa milljón manna láta lífið á hverju ári vegna loftslagsbreytinga og vísar í skýrslu sem Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna (SÞ) lét gera. Í skýrslunni, sem samin var árið 2009, segir að árlega farist 300.000 af þessum sökum, en að sú tala gæti að óbreyttu náð hálfri milljón árið 2030.
Fólkið sem lætur lífið af þessum sökum er það fólk sem á hvað minnsta sök á loftslagsbreytingunum. Það hefur ekki aðgang að rafmangi, eins og til dæmis í Darfur, þar sem skortur á landi og vatni er helsti drifkrafturinn að baki átökunum. Það í sameiningu veldur svo matarskorti, og segir Ban Ki-moon, aðalritara SÞ hafa sagt að Chad-vatn hafa minnkað svo mikið að það sé nú á stærð við tjörn.
Við íslendingar eigum í daglegu stríði við fólk sem vill njóta skyndigróða af íslenskri náttúru. Fólk sem algjörlega lokar augunum fyrir því arðráni sem fer fram á Íslandi og víða um heiminn. Fjölþjóðleg fyrirtæki sækjast eftir orkulindum þjóðarinnar og hika ekki við að beita óvönduðum meðulum eins og mútum á báðar hendur til að ná vilja sínum í þeim efnum.
Því miður, þá hafa íslendingar farið illa með sín erfðarauðævi til þessa. Þeir hugsa meira um skyndigróðan enda að verða með feitustu mannverum jarðarinnar. Enda nóg að sleikja.
![]() |
Mannkynið í hættu en ekki Jörðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2013 | 17:27
Hin íslenska leið
Íslenskir hægri menn hafa hamast við það undanfarna daga í fjölmiðlum hvar sem þeir koma því við, að stafhæfa að það sé í raun ekki nein íslensk leið út úr kreppunni.

Kallinn á Kögunarhóli (Knarrarhóli) hefur tekið þátt í þeim hráskinnaleik og síðast í gær. En hann leikur eins og jafnan áður í þessum hólsrennslum skemmtileik og nú kýs hann að misskilja það um hvað hin íslenska leið er.
- Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn tekur ómakið af gamla íhaldsmanninum og forsætisráðherranum, að þessu sinni og skýrir hana með nýrri stefnu sinni í skattamálum.
En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælir með því í nýrri skýrslu sinni að ríki sem glíma við fjárlagahalla auki skattheimtu af hátekjufólki og alþjóðafyrirtækjum.
Tillögurnar hafa vakið athygli enda hefur stofnunin yfirleitt frekar lagt áherslu á aðhald í ríkisfjármálum en hærri skatta.
- Íslenska leiðin snérist einmitt um slíka blandaða leið niðurskurðar og hóflega auka skattlagningu á það fólk sem hafði notið þess árum saman að greiða litla sem enga skatta.
. - Þetta var gert til að greiða niður ógnarskuldir íslenska hagkerfisins vegna hrunsins og til að verja, þá þegar mjög laskað félagskerfið eins og hægt var á Íslandi.
Þrátt fyrir þessa blönduðu leið varð niðurskurðurinn gríðarlega erfiður í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu sömuleiðis. En þessi svið höfðu verið svelt í nær 20 ár á stjórnartímum Sjálfstæðisflokksins. En atvinnulífinu tókst að verja sig eins og áður.
Hin íslenska leið snérist ekkert um að að taka ábyrgð á skuldum óreiðumanna í bönkum og af þeim sökum farið aðra leið en Evrópusambandsríkin.
Hægri stjórnin á Íslandi hafði strax eftir hrun axlað þá ábyrgð eins og ríkissjóður réði við, auk þess að tryggja bankainnistæður stóreignafólks langt umfram skyldur innistæðutryggingasjóðs.
Sannleikurinn er þó sá, að sagt er að einungis Írland varði hlutfallslega stærri hluta af peningum skattborgaranna til að bjarga bönkum.
- En íslenska hægri stjórnin bætti stóreignafólki þar við sem fékk allar sínar innistæður greiddar og fékk síðan fékk rúman tima til að fara með peningaeignir sínar út úr landinu.
. - Ekki var spurt um hvort þetta fólk skuldaði sambærilegar upphæðir á móti innistæðum. Auk þess sem sú stjórn festi íslensku þjóðina í ábyrgð vegna Icesave.
. - Allt gerist þetta áður en vinstri stjórnin tók keflinu og sú stjórn var gríðarlega bundin af gjörðum hægri stjórnarinnar í efnahagsmálum.
. - Íslenska leiðin er í fulli gildi þótt hægrimenn á Íslandi eigi erfitt með að kyngja því.
![]() |
Reiðubúið að segja skilið við björgunaraðstoðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)