Færsluflokkur: Dægurmál
18.9.2013 | 07:33
Fyrirheitna landið
Þetta er hrikaleg staða hjá sjálfu herveldinu sem allstaðar eru á ferðinni með sín vígatól ógnandi og drepandi fólk hvarvetna um heiminn.
Jafnvel rússar sem þóttu vondir kallar á árum áður hafa aldrei komist með tærnar í manndrápum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa hælanna. Engin veit um hlutfall fátækra þar í landi.
Þá kemur í ljós í fréttum að 46,5 milljónir Bandaríkjamanna eða 15 prósent þjóðarinnar, búa við sára fátækt.
Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Hagstofu Bandaríkjanna. Fátæktarmörk eru dregin við 23.492 dollara árstekjur fjögurra manna fjölskyldu; liðlega 2,8 milljónir króna.
Það er greinilegt að fátæktarmörkin eru svipuð þar og hér á Íslandi en allt stoðkerfi er þar skelfilegra en hér í landi og innra skipulag sem sést á öllum hamförunum sem alltaf eru að eiga sér stað í þessu ríki.
Hver er staðan á Íslandi eftir efnahagshrunið hér? Það væri vissulega fróðlegt að bera þetta saman og sjá síðan í hvaða átt mál munu þróast næstu ár hér á skerinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2013 | 13:58
Fjármálaráðherra krafðist hófstilltra karasamninga nú í vikunni
- Eftir þessi orð vaknar einmitt spurningin um hvað eru hófstilltir kjarasamningar?
. - Ég hef meira og minna verið virkur í verkalýðshreyfingunni allar götur frá 1962 og ég verð að segja eins og er, að alltaf hefur verkalýðshreyfingin verið með hófstilltar hugmyndir um leiðréttingar á kjörum launafólks.

- Það hefði ekki þótt óeðlilegt ef ráðherrann hefði sent atvinnurekendum svipaðan tón er snéri að rekstri fyrirtækjanna og skuldsetningu.
. - Að þeir öxluðu einu sinni ábyrgð í störfum sínum. Að þeir fengju að vita það að launafólk er ekki ofhaldið af launakjörum sínum.
. - Hann getað bent þeim á að þétta lekann á sjóðum fyrirtækjanna.
- Fyrirtækin eru skuldsett upp í rjáfur til þess að svonefndir eigendur þeirra geti leikið sér með fé fyrirtækjanna í ýmis gæluverkefni þeim algjörlega óskylt.
. - Fyrirtækin hafa ekki getað endurnýjað nauðsynleg tæki og búnað frá árinu 2007 vegna skulda.
Núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar haf boðað lækkun á sköttum stóreigna fólks, verulega lækkun á veiðgjöldum útgerðarinna og lækkun á sköttum ferðafólks þetta eru rúmir 20 milljarðar á ári.
Þá hafa þeir boðað einföldun á skattkerfinu sem til þessa þýðir hækkun á sköttun láglaunafólks, sem er á það lágum launum að það fær ekki húsnæðislán til kaupa á íbúðum.
Þá hafa ráðherrar boðað einföldun á starfsreglum atvinnurekstrarins og niðurskurð á fjárframlögum til eftirlitsstofnanna sem allt bitnar starfskjörum launafólks, búnaði og starfsöryggi.
Það er ekki undarlegt, þótt forystumenn í stéttarfélögum fari sér hægt um þessar mundir og vilji sjá hvernig landið muni liggja næstu árin áður en gengið er til samninga til langs tíma.
Þá eru húsnæðismál láglaunafólks í algjörum ólestri og hafa verið það frá 1998 eftir gjörning þessara flokka er stjórna landinu þegar þeir lögðu niður félagslega húsnæðiskerfið bótalaust.
Því er það blendin tilfinning þegar ríkisútvarpið og starfsfólk þess stendur nú í einu stórbetlinu enn til að létta undir með ríkisstjórninni sem hefur boðað skattalækkanir upp á 20 milljarða á þeim aðilum sem hafa það best.
![]() |
Stefnir í skammtímasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Það einnig ljóst öllum sem fylgst hafa með stjórnmálum á Íslandi, að það eru einmitt Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem bera mesta ábyrgð á því til þessa, á því hversu nánin tengsl Íslands við ESB er í raun og veru.
. - Breytir þá engu hver stefna Alþýðuflokks og síðar Samfylkingarinnar hefur verið í þessum málaflokki. Það þurfti atbeina þessara flokka til þess að þessi tvö skref sem tekin hafa verið inn í dýrðina, hafa verið tekin.

Það er augljóst, að næsta og síðasta skrefið verður stígið undir stjórn þessara flokka og á forsendum þeirra hagsmuna-aðila sem standa á bak við þessa flokka.
Það er eftirtektarvert það sem utanríkisráðherrann segir orðrétt:
Engar skemmdir hafa verið unnar á einu eða neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð og engu hefur verið slitið.
Gunnar Bragi sagði að búið væri að leysa upp samninganefnd Íslands og hópa sem tengjast aðildarviðræðunum, og að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur.
Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi staðið að málum í góðri sátt við Evrópu-sambandið.
Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en að sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu, sagði Gunnar Bragi.
Hann segir að ríkisstjórnin hafi í störfum sínum fylgt stefnumiðum sínum með ákveðnum hætti. Þetta sé í samræmi við afstöðu ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum.
Nú verður beðið eftir tiltekini úttekt á málunum og þinginu gefið langt nef.
Ekki hef ég verið fylgjandi veru Ísland inni í þessu ríkjasambandi nema síður væri, m.ö.o. andstæðingur enda gamall húsgagnasmiður.
En ég hef verið fylgjandi því að samningaviðræður við ESB færi fram af hálfu vinstri flokkanna í trausti þess og fullvissu að þeir flokkar hefðu allt önnur markmið viðræðunum en hægri flokkarnir stæðu fyrir.
Fyrir mér er það aðeins tímaspurning hvenær þjóðin verður kominn alla leið í ríkjasambandið.
Nú er ég við því búinn, að eftir hæfilega langan tíma að mati núverandi ríkisstjórnar að skipuð verði ný samninganefnd á forsendum LÍÚ og bændasamtakanna með verulega breytt samningsmarkmið en fráfarandi samninganefnd vann eftir.
Ég er algjörlega í andstöðu við slíka samninganefnd sérhagsmunasamtakanna í landinu.
![]() |
Engar skemmdir unnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2013 | 15:18
Ekki sagt frá neinu í þessari frétt
Ekki trúi ég því, að þessi ríkisstjórn sé verkalus með öllu. A.m.k. er ekkert tíundað í þessari frétt sem þessi ríkisstjórn er að gera. Það eina sem hefur heyrst er það sem kemur frá fólkinu í skammarkróknum eins og Guðlaugi Þór og frá Ásmundi Einari.
Jafnvel Vigdís hefur farið varlega í allar yfirlýsingar síðustu vikur.
En kanski hefur hann sagt eitthvað en þetta fer að verða rétt eins og hjá ,,véfréttinni"
Heyrt hef ég að gamli ritstjórinn Styrmir sé með félagsmálaráðherran á námskeiði. Nokkuð sem mér líst heldur illa á.
![]() |
Mörg stór verkefni stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2013 | 15:14
Traust stjórnarfar í Sjálfstæðisflokknum
Menn eru ekki með rugl um dreifða valddreifingu í þessum flokki. Það eru margra áratuga hefð fyrir því að völdin í þessum valdamesta stjórnmálaflokki landsins eru ekkert að fara út fyrir réttar fjölskyldur eða ættir.
Þetta geta þeir svo sannarlega lært vinstrimenn af hægri mönnum. Þetta má sjá ef skoðað úr hvað fjölskyldum helstu áhrifamenn flokksins koma.
- M.ö.o. afar traust miðstýring og ekkert múður.
- Þetta er rétt eins og hjá helstu konungsættunum, þetta eru erfðir.
- Svona eiga bændur að vera
- eflaust vænsti piltur
![]() |
Magnús nýr formaður SUS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2013 | 15:42
Sérkennileg umræða um strætó
Slæm fjárhagsstaða Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði vegna áætlanaferða Strætó á Norður- og Norðausturlandi?
Þetta er reyndar dálítið sérkennilegt, því auðvitað verður að reikna með því að sveitarstjórnarmenn á þessu svæði hafi vitað hver kosnaðurinn yrði af þessum strætisvagnarekstri. Þeir geta ekki kennt öðrum um hvernig komið er. En það hefur skinið í gegnum alla þessa kveinstafi.
En sérkennilegra er það sem Höskuldur segir. Ég get þó tekið undir þau sjónarmið að það var rangt gefið í upphafi. Það var ekki rétt gefið þegar deilt var peningum til almenningssamgangna um allt landið. Með það að leiðarljósi munum við skoða málið, bæði í samgöngunefnd og fjárlaganefnd, segir Höskuldur.
Það er sérkennilegt ef þetta byggðarlag hefur á einhvern hátt orðið útundan og en undarlegra er að þessi sveitarfélög fari rekstur án þess geta kostað hann. Varla verður öðrum um það kennt. Þá er verður að benda á það, að getur ekki verið hægt að hygla einhverjum sveitarfélögum sérstaklega.
Þannig að það hlýtur að vera verkefni fjárlaganefndar að skipta þessum aurum eðlilega milli sveitarfélaganna. Ef um mistök hefur verið að ræða eru þau Alþingis.
En þessi nýja þjónusta er mjög mikilvæg
![]() |
Vill koma á móts við Eyþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2013 | 13:07
Flott erlend fjárfesting
Af tegund sem skilar sér inn í samfélagið á Þingeyri
Það er augljóst að það vantar íslenskar fjárfestingar í atvinnulífið til að auka gjaldeyristekjur íslendingar. Það er nauðsynlegt að auka þjóðartekjurnar til að standa undir eðlilegu samfélagi og það þarf einnig jöfnuð inn í samfélagið svo allir geti lifað góðu lífi.
Það er ekki þessar stóru risafjárfestingar sem skipta máli í heildina litið heldur mjög margar litlar fjárfestingar í litlum rekstri. Slík atvinnuuppbygging hefur t.a.m. gert þjóðverja og norðurlandabúa eins öfluga eins raunin er.
Íslendinga vantar ekki erlendar fjáfestingar í stórum fyrirtækjum. Slíkar fjárfestingar skila ekki auknum þjóðartekjum. Heldur auka landsframleiðsluna á kosnað einhverra landsgæða sem þjóðin á og getur látið skila meiri arði með öðrum hætti.
Atvinnurekendur hafa um árabil kallað á erlendar fjárfestingar sem hafa látið á sér standa. Erlendir aðilar geta tæplega haft meiri áhuga á að fjárfesta á Íslandi en innlendir aðilar.
En í stóru málunu væri nærtækast fyrir íslendinga að fullvinna fiskinn sem seldur er óunninn úr landi það skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðina í heild sinni. Þá er það gefið tækifæri fyrir íslendinga að nota innlenda orku á bíla þjóðarinnar. Raforka er nærtækust og myndi spara gríðarlegan gjaldeyri.
Ekki má gleyma ferðaþjónustunni sem er að bjarga landsbyggðinni ef rétt er á haldið og einnig landbúnaðinum. En þar er nauðsynlegt að losa verulega um miðstýringuna sem er að drepa greinina.
![]() |
Þetta bara gerðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2013 | 20:55
10 menn ákveða árás á saklaust fólk
- En auðvitað fær enginn ameríkumaður meiddi
Hvað ætli þeir telji ásættanlegt að drepa mörg börn í þessari fyrirhugu árás?
Ætla þessir 10 menn að veita fleiri flóttamönnum aðstoð?
Bandaríkjamenn eru ekki þekktir fyrir að veita flóttafólki aðstoð sem er á vergangi.
Friðarhöfðingi Nóbels segist andvígur stríði við Sýrland
en hann vantar verkefni fyrir vígvélarnar sínar.
Það eru auðvitað glæpamenn sem ráðast á saklaust fólk, börn og gamalmenni og drepa með köldu blóði. Það eru framin óhugnanleg fjöldamorð í Sýrlandi nú þegar og ætla fleiri morðingjar að bætast í hópinn.
Eða eru stórveldin e.t.v. að skara eld að sinni köku á þessu landssvæði? Það eru um 30 ár síðan Bandaríkin studdu eiurefnstríð á þessu landsvæði, það var í árásarstríði Íraks við Íran. Löngu áður höfðu Bandaríkjamenn blandað sér ínnanríkismál í því landi komið til valda þar sínum lepp.
![]() |
Árás samþykkt með 10 atkvæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2013 | 20:38
Prófessorar hafa auðvitað allir óflekkað mannorð
- Er það svo, að enginn hafi svo mikið á sig einn skyrblett?
- .
- Hafi aldrei gert eitt né neitt sem til minnkunar geti talist?
. - Hafi aldrei gert sig sekan um stuld og hafi aldrei hlotið dóm?
Það er eins og mig reki minni til þess að einhver hafi fyrir nokkrum árum verið dæmdur fyrir ritstuld. Sem er auðvitað ein tegund þjófnaðar. Ég minnist þess einnig að ég hafi heyrt prófessor fara ansi frjálslega með sannleikann í pólískum tilgangi.
Á fundi var fjallað um Jón Baldvin.
Ég hef auðvitað ofangreindar spurningar og minnisatriði í huga þegar ég les þessa setninar:
Rúnar Vilhjálmsson, formaður prófessorafélags við ríkisháskóla sagði eftir fund sem félagið ræddi um atvikið sem snerti Jón Baldvin og Háskóla Íslands, að tvö sjónarmið hafi komið fram í málinu, annars vegar það að gera eigi siðferðislega kröfu til kennara sem fyrirmyndar í háskóla sem og á öðrum skólastigum, til að trúnaður og traust ríki milli nemenda og kennara, eða hins vegar að verið sé að blanda saman ólíkum málum, og að ráðning kennara eigi að ráðast eingöngu af faglegum sjónarmiðum.
Rúnar segir fyrst og fremst horft til faglegra og akademískra sjónarmiða við fastráðningu kennara samkvæmt ráðningarreglum skólans. Sumir vilja meina að það eigi að gilda um alla aðra kennara.
Þetta er auðvitað akademísk þöggun að mínu mati.
![]() |
Álykta ekki um mál Jóns Baldvins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2013 | 13:43
Jón og séra Jón
Hún er um margt merkileg umræðan um Jón Baldvin þessa dagana sem hefur þegar komið miklu umróti á eitt og annað í háskólasamfélaginu. Fílabeinsturninn nötrar örlítið.
Viðtölin við ýmsa stjórnendur á háskólastiginu eru um margt afar loðin og furðuleg.
Ekki ætla ég að bera blak af seinni náttúru þessa fyrrverandi ráðherra og stjórnleysi hans á áráttu þessari. Sú sem fyrir áreiti Jón Baldvins varð, hefur aldeilis fengið að njóta þess í fjölmiðlum sem hún lenti í og ég efast um að viðkomandi njóti þessarar athygli. En fjölmiðlar sjá greinilega um að viðhalda kvöl þolandans. Henni skal greinilega vera refsað.
Auðvitað er ekki hægt að réttlæta þessi glöp gamla stjórnmálaforingjans og ljóst er að Íslands nútímans líður ekki hátterni af þessu tagi og að þau verða aldrei fyrirgefin. En þjóðin á auðveldara með að fyrirgefa háttsettum stjórnmálamönnum fyrir önnur afbrot. Þ.e.a.s. fyrir önnur mjög alvarleg afbrot.
- Það er ekki laust við, að þarna standi þessi þjóðþekkti maður algjörlega berskjaldaður og getur aldrei fengið uppreisn æru sinnar.
. - Þá vaknar spurningin hvort málið hefði farið í annan farveg ef Jón Baldvin hefði verið algjörlega óþekktur og sauðsvartur einstaklingur.
Efnahagslega verður enginn ríkur af þeim launum sem gestakennarar fá fyrir vinnu sína og störf hjá háskólastiginu. Það þekki ég. Þannig að það hefur tæplega verið það sem hvatti Jón Baldvin að sinna þessu gestahlutverki heldur eitthvað allt annað.
Skilgreiningar Jóns Ólafssonar voru beinlínis barnalegar nú í útvarpinu í morgun. Hæfni kennara á háskólastiginu ræðst ekki af framleiðslu manna á ýmsum ritgerðum og kenningasmíðum.
Það er örugglega hægt að fá jafn mikilvega þekkingu öðru vísi sem er jafn mikilvæg fyrir samfélagið í heild sinni og fræðasamfélagið. Þær eru nú ekki allar merkilegar og eða mikilvægar þessar ritgerðir og eða kenningar sem settar eru fram í þeim.
Væntanlega eru nemendur háskólans komnir yfir 18 ára aldur.
- Myndi stjórnmálamaður sem hefur verið dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot geta komið og flutt fyrirlestra sem gestakennari á námskeiði.
Nú fer skólin væntanlega yfir feril allra þeirra sem starfa fyrir háskólanna í landinu frá 16 ára aldri. Annað væri auðvitað mismunun.
,,
Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum".
![]() |
Rektor biðst afsökunar á verklagsreglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)