Færsluflokkur: Dægurmál

Það er vandlifað í heimi hér

Á Íslandi varð hrun á fjölmörgum sviðum og það gerðist ekki allt í einu 2008, heldur voru skriðuföllin farin á stað í ársbyrjun 2006 og þá þegar voru farnar að heyrast viðvörunarorð og þáverandi forystumenn í ríkisstjórn voru fullkomlega meðvitaðir um kollsteypuna sem vofði yfir þjóðinni.

  

  • Þjóðin gekk til kosninga án þess að vita af yfirvofandi kollsteypu og jafnvel stjórnarandstöðuflokkarnir voru grunlausir um það sem væntanlegt var. 

Vinstri stjórnin er fyrsta ríkisstjórnin sem fer í einhverjar aðgerðir til minnka atvinnuleysi  meðal atvinnulausra síðan fyrir stríð. Þar á undan hækkaði vinstri stjórnin  einnig atvinnuleysisbætur mjög verulega í mikilli óþökk samtaka atvinnurekenda. Því þessi hækkun neyddi marga atvinnurekur til þess að hækka lægstu laun í fyrirtækjum sínum. 

  • En þessi hækkun atvinnuleysisbóta var lífnauðsynleg og vegna þess að það var ríkisstjórnin sem hækkaði bæturnar tókst atvinnurekendum ekki að hindra hækkun.  

Það er rétt, að það eru alltaf  verða það einhverjir sem misnota slíkar félagslegar lausnir eins og atvinnuleysisbætur. Það á ekki bara við um launamenn eða ungt fólk sem ekki hefur komist út á vinnumarkaðinn. 

  • Atvinnurekendur á Íslandi og einnig í Evrópu misnota gjarnan allar aðgerðir í atvinnumálum til að fá tímabundið ódýrt vinnuafl í formi launamanna sem bera með sér styrki inn í fyrirtækin. Í raun eru þetta styrkir til fyrirtækjanna frá launafólki í heild sinni. 

Þetta á einnig við um fjölmörg sveitarfélög sem hafa komist upp með það, að nærast á fjölmörgum styrkjum samfélagsins. Styrkirnir virka sem eiturlyf á sveitarfélögin. 


mbl.is Margir vilja vera á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum öll jöfn fyrir Guði,

  • Hann hefur ekki velþóknun á ákveðinni gerð fólks umfram aðra.
  • Það getur enginn keypt sér fyrir fé velþóknun Drottins.
  • Það getur enginn einn aðili haft einkarétt á því að túlka það sem haft er eftir Jesú og heldur enginn ákveðinn hópur manna.
  • Hvað þá hópur fólks sem hefur ákveðið trúboð að féþúfu og notar boðskap sinn og túlkun til að réttlæta eitt og annað t.d. styrjaldir.
  • Þannig réttlæting á manndrápum.
  • Allir eru jafnir gagnvart Guði hvort sem þeir eru rauðhærðir, ljóshærðir, dökkhærðir og hvort sem menn eru dökkir á hörund eða ljósir.
  • Hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir á veraldlega vísu, hvort þeir eru feitir eða grannir.
  • Menntun og eða skólaganga hefur heldur ekki áhrif stöðu hvers og eins gagnvart Guði.
  • Kynhneigð fólks skiptir heldur engu máli og hvergi minnist Jesú í orðum sínum á að slíkt sé einhver meinbugur.
  • Var þó samkynhneigð algeng á tímum Jesú og í hans heimshluta.
Skipulögð innrás Grahams fyritækisins ásamt því peningaflæði sem henni fylgdi hefur mistekist.
 
Við búum við trúfrelsi á Íslandi og frelsi til túlkunar á boðskap Jesú er gefur okkur frelsi til að hafa mismunandi kirkur í landinu og mismunandi trúarsamfélög kristinnar trúar.

Íslendingar vilja ekki miðstýringu t.d. ríkiskirkju á því hvernig skuli túlka boðskap Jesú, hvað sé rétt og hvað rangt. 

 


mbl.is „Hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki er hroki

 Reynsla er menntun, en nauðsynlegt er að formgera slíka menntun svo hún komi að gagni

  • Það er mikill hroki sem felst í því, að hafna þessum aðfinnslum með því að gera rannsóknarmönnum og skýrsluhöfundum upp eitthvert óeðlilegt hátterni.
    .
  • Nú hefur þessari stofnun verið sett ný flokkspólitísk stjórn og sett í flokkspólitísk klakabönd á ný.

 

Það er auðvelt að reyna að slá um sig með ýmiskonar fyrirslætti og segja einhverjir rannsakendur séu haldnir menntahroka vegna þess að þeir komast leiðinlegri niðurstöðu sem ekki hentar þeim gömlu stjórnendum sjóðsins. Þ.e.a.s. að þeirri niðurstöðu að rekstur Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið eðlilegur.  

Það er reyndar staðreynd og ekki verður hægt véfengja þá niðurstöðu að reksturinn var í ólestri. Ýmsar ákvarðanir stjórnar sjóðsins kolrangar með mjög alvarlegum afleiðingum. Síðan geta menn hártogað ýmsar tölur endalaust.

Fyrir mér sem almennum borgara  virðist augljóst að Íbúðalánasjóður hafi verið í slæmum rekstri og að hann hafi verið misnotaður í pólitískum tilgangi um langt árabil.

Þá stingur það vissulega í augu, að fyrrum formaður hagsmunaaðila í byggingar-iðnaði hafi verið starfandi stjórnarformaður hjá sjóðnum. Slík  stjórnarfar er algjörlega yfirgengilegt og getur tæplega annað en boðið upp á tortryggni. Þetta er uppskrift að spillingu.

Þar með ég ekki að segja að Gunnar Björnsson hafi verið spilltur í þessu starfi og hafi sveigt til reglur til þess að koma til móts við sína gömlu félaga í byggingariðnaðinum.  En það ættu allir að sjá hversu hættulegt svona fyrirkomulag er.


mbl.is Menntahroki og rangar fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti er alvarlegt

 Er getur verið dauðans alvara 

Nokkur umræða hefur verið um meint ofbeldi af hálfu eins grunnskólakennara í Vesturbæjarskóla. Er það „Stöð – tvö“ sem hefur m.a. birt viðtal við móður nemenda sem hefur orðið fyrir einelti af hálfu kennslukonu sem kennir ensku í þessum grunnskóla. 


Ef þetta er í raun rétt, virðist þessi kennari vera af gamla skólanum því eftir því sem ég skynja virðist þessi kennarakynslóð að mestu vera horfin úr grunnskólum. 

En það var algengt hér áður að kennarar voru með harðstjórnaraðferðir í sinni agastjórn. Sérstaklega tíðkaðist þetta þegar kennarar voru með vel yfir 30 nemendur í bekk og kenndu jafnvel um og yfir 40 kennslustundir í viku. 

Jafnvel málsmetandi menn hafa í gegnum tíðina krafist harðari agastjórnunar í grunnskólum landsins, hef ég sérstaklega í huga einn fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra sem heldur uppi föstum greinaskrifum. 

En það er auðvitað alvarlegt veikleikamerki hjá kennurum þegar þeir geta ekki haldið uppi jákvæðan aga í bekk. En það er meira en að segja það stundum. Því nemendur geta verið mjög erfiðir og oft án þess a vita af því. 

Þess verður einnig að gæta, að algengt er að ákveðnir foreldrar leggi einstaka kennara í einelti og haldi uppi óeðlilegum rógburði um einstaka kennara. Þetta gerist einna helst þegar fjölskylduaðstæður nemenda eru ekki alveg með besta móti. 

En gunnskólakennarar í landinu eru yfir 4500 talsins og eins og gefur að skilja er misjafnsauður í mörgu fé. Einnig má halda því til haga, að algengt er að nemendur leggi kennara í einelti. Slík mál geta verið mjög alvarleg. Það er algengast meðal eldri nemenda og oft fær slíkt hátterni óbeinan stuðning heima hjá nemendum.

Þá er það einnig algengt að kennarar séu lagðir í einelti af sínum samkennurum, sem leggst þá ofan á þá stéttarskiptingu sem grasserar í stéttinni.

Það er nauðsynlegt að hjálpa skólum þar sem svona tilfelli koma upp og fundnir verði upp skikkanlegir farvegir fyrir slík mál utan við veggi hvers skóla.

 


mbl.is Gæti að verkferlum í eineltismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt dauðsfall á dag

  • Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur um nokkura missera skeið gagnrýnt stjórnvöld í Qatar og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) fyrir að samþykkja skelfilegan aðbúnað verkamanna sem vinna að mannvirkjagerð vegna HM 2022 sem fram fer í Qatar eftir níu ár. 
    .
  • Um það bil 1200 þúsund farandverkamenn vinna í Qatar um þessar mundir réttindalausir og við skelfilegar aðstæður.

 


Óbærilegur hiti dró yfir 30 nepalska verkamenn til dauða í júlí auk fjölda manna sem farast í hverjum mánuði vegna þess að öryggismál eru í ólestri. Að meðaltali deyr einn verkamaður á dag alla daga ársins vegna lélegs aðbúnaðar starfsmanna í Qatar. Það þýðir að milli 3 og 4000 verkamenn munu látið lífið við störf í Qatar áður en fyrsta flautið gellur á HM 2022. Sharan Burrow framkvæmdastjóri ITUC segir þessa stöðu óásættanlega með öllu og gegn þessu ástandi verði barist.

Framkvæmdastjórn FIFA kemur saman í Zurich í næstu viku til að ræða möguleika á því að færa heimsmeistarakeppnina yfir á vetrarmánuðina til að heilsu og öryggi leikmanna og áhorfenda sé ekki stefnt í hættu. Engin áform eru hins vegar uppi um að ræða öryggi þeirra verkamanna sem byggja leikvangana í Qatar á fundinum í Zurich. Það harmar ITUC.

ASÍ-UNG hefur ítrekað óskað eftir afstöðu KSÍ til þess að mannréttindi eru brotin á verkafólki sem vinnur við uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Qatar vegna HM 2022. KSÍ hefur ekki séð ástæðu til að svara.

(Fréttabréf ASÍ) 



mbl.is Fyrsti leikurinn hjá Bendtner með Arsenal í rúm tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunaöflin virðast hafa náð markmiði sínu með vel skipulögðum tæknibrellum

  •  Það er einnig ljóst, að flugvallarmálið verður eitt aðal kosningamál þeirra aðila sem hafa töglin og haldirnar í Sjálfstæðisflokknum. 
  • .
  • Svo hart er farið í málinu að nokkrir borgarfulltrúar flokksins hafa hlaupist undan merkjum í því hlutverki sínu að gæta hagsmuna borgarinnar og borgarbúa.  
    .
  • Maður spyr sig auðvitað hver afstaða núverandi innanríkisráðherra er í þessu máli. Reyndar hefur Hanna Birna oft skipt um stefnu í málum ef það hefur hentað henni er því virðist.
    .
  • Gengdarlaus áróður hagsmunaaðila hefur náð til fjölda fólks og kjósendur tveggja flokka eru með einhlýta skoðun í máinu sem fer á skjön við hagsmuni borgarinnar.

 

Hvað sem mönnum finnst um flugvöllinn þá er mikilvægt að átta sig samhengi hlutanna. Undirskriftasöfnuninni frægu er t.d. stýrt úr Hádegismóum, og hún er liður í áróðursstríði hagsmuna-aflanna og kosningahagsmuna hægrimanna.

Vefmiðlun ehf, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina lending.is er rekstraraðili vefsins AMX þar sem hinir íllræmdu “smáfuglar” er halda uppi róg og áróðri fyrir hægrisinnuðustu öflin í landinu.

Lénið „lending.is“  er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“  Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land:  IS.  Netfang   vefmidlun@vefmidlun.is.  Skráð, 13. ágúst 2013.

Hluti málsins er einnig barátta þessara aðila gegn uppbyggingu á almenningssamgöngum í Reykjavík og eflingu á reiðhjólamenningu.

Nú hafa þessi öfl keypt skoðanakannanir hjá öðrum aðilum til að fylgja eftir sigri sínum í undirskriftasöfnuninni.

Menn mega ekki gleyma því, að það er á ábyrgð ríkisvaldsins að finna lausn á flugvallarmálum framtíðarinnar, en ekki borgarinnar. En þar hefur vantað áhuga á því hjá ríkisvaldinu að sinna þeim skyldum.

Það sjá allir nauðsynlegt er að finna ásættanlega málamiðlun en það verður tæplega áhugi á því Sjálfstæðisflokki á meðan sá flokkur er í minnihluta í borgarstjórn. Hagsmunir flokksins ganga greinilega fyrir hagsmunum borgarinnar.


mbl.is 82% vilja flugvöllinn í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðarfólk misnotað í borgarpólitíkinni

  • Enn stendur Jón Gnarr af sér óþverraslaginn
  • Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur á sig óþverrablæ.
    .
  • Nú á að vaða áfram í þessari kosningabaráttu á einu máli.
    .
  • En Sjálfstæðisflokkurinn gengur klofinn til þessara kosninga.
    .
  • Ekki má gleyma því að innanríkisráðherrann hefur viljað færa þennan flugvöll á annan stað
    .
  • Það er ríkisvaldsins að finna nýtt flugvallarstæði.

Hvað sem mönnum finnst um flugvöllinn þá er mikilvægt að átta sig samhengi hlutanna. Undirskriftasöfnuninni frægu er t.d. stýrt úr Hádegismóum, og hún er liður í áróðursstríði hægrimanna.

Vefmiðlun ehf, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina lending.is er rekstraraðili skítdreifivefsins AMX þar sem hinir íllræmdu “smáfuglar” héldu uppi róg og skítkasti.

Lénið „lending.is“  er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“  Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land:  IS.  Netfang   vefmidlun@vefmidlun.is.  Skráð, 13. ágúst 2013.

Á bak við þetta áróðursstríð eru sterkir peninga aðilar. Líklegt verður að telja að umboðsaðilar í Reykjavík beiti sér nú innan Sjálfstæðisflokksins gegn þeirri áherslu sem núverandi borgarstjórn leggur á uppbyggingu strætisvagna kerfisins og að reiðhjólaumferð verði gert miklu hærra undir höfði.

Á bak við flugvallarmálið eru einnig fjársterkir aðilar í flugrekstri og í tengdri ferðaþjónustu. Þeir hafa leyft sér að halda uppi rangfærslum í áróðri sínum.

Menn mega ekki gleyma því, að það er á ábyrgð ríkisvaldsins að finna lausn á flugvallarmálum framtíðarinnar, en ekki borgarinnar. En þar hefur vantað áhuga á því að sinna þeim skyldum.

En „Besti-flokkurinn“ styrkir enn stöðu sína í borginni og er nú Morgunblaðs ritstjórinn búinn að taka upp gamla eineltisaðferðir gegn borgarstjóranum að sögn Jóns Gnarr.



Forsætisráðherra hrósar Vinstristjórninni

 

  •  Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar.  

En Sigmundur Davíð leyfir sér að tala niður til ríkja ESB í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNBC í morgun. Þar sagði hann meðal annars að evrusvæðið hefði ekki lært þá lexíu sem Ísland hefði neyðst til að læra. Ísland hefði fyrst orðið fyrir barðinu á kreppunni en svo virtist sem það yrði fyrst út úr henni. Þá hefðu Íslendingar lært margt af ástandinu.

 

Þessi ummæli verða ekki túlkuð á annan veg, en að Sigmundur Davíð sé að hrósa fyrri ríkisstjórn sem fékk það verkefni að losa þjóðina af strandstað.

En Sigmundur er auðvitað ekkert að rifja það upp, að það voru núverandi stjórnarflokkar sem leiddu þjóðina í þetta hrun og eru þeir stjórnmálaflokkar sem bera pólitíska ábyrgð á því ástandi sem ríkti hér fyrir hrunið og orsakaði hrunið. Þjóðin er engan vegnin búin að jafna sig á. Þrátt fyrir að vinstri stjórnin hafi unnið kraftaverk.

 

  • Nú álíta margir að þjóðarskútan sé farin að sigla hraðbyri í átt að nýju strandi.  

 

Þessi frétt verður látinn renna hratt í gegnum Mbl. 


mbl.is Ísland verði fyrst út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkun = hækkun þjónustugjalda = upptekin legugjöld á sjúkrahúsum

 

  • Það er auðvitað nærtækara að fella niður greiðslukröfur á fólk sem nýtir göngudeildir sjúkrahúsanna en að jafna hlutinn í öfuga átt.
    .
  • Það væri samt sem áður sparnaður að starfsemi göngudeildanna fyrir ríkissjóð. Í upphafi starfsemi göngudeildanna var aldrei hugmyndin að rukka fyrir þjónustuna.
    .
  • Þetta eru auðvitað hreinar skattahækkunarhugmyndir hjá Pétri og félögum.
    .
  • Ég er reyndar á þeirri skoðun, að þetta háa gjald sem tekið er af sjúklingum sem koma á göngudeildir er til þess að vernda einkastarfssemi lækna úti um borg og bý.
    .
  • Það er einmitt sem vakir fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem er að styrkja slíkann einkarekstur sem er örugglega dýrara fyrir neytendur heilbrigðisþjónustunnar.
    .
  • Kostnaðarhlutdeild íslenskra sjúklinga er þegar miklu meiri en gerist meðal nágrannaþjóðanna.

 

Formaður nefndar sem á að endurskoða kostnað almennings í heilbrigðiskerfinu vill skoða hvort greiða eigi fyrir sjúkrahúsvist. Hann telur að núverandi sjúkratryggingakerfi mismuni sívaxandi hópi sem noti göngudeildarþjónustu og greiði fullt verð.
RUV.IS


Fólkið á klakanum

Þetta er alveg samkvæmt umfjölluninni fyrir kosningar, þegar að frambjóðendur Framsóknarflokks ræddu um þessa niðurfærsluleið sem almenna aðgerð og að allir myndu njóta góðs af henni sem skulda húsnæðislán og einnig þeir aðilar sem hafa getað selt íbúðareign og minnkað við sig bæði íbúð og skuldir.

 

Þetta þýðir auðvitað á mannamáli, að hálaunafólk sem skuldar mest og er jafnvel ekki í greiðsluvanda fær mesta niðurfærslu á skuldum. En láglaunafólk sem ekki er í skuldavanda heldur í hrikalegum greiðsluvanda fær litla sem enga niðurfærslu og eða lagfæringar í sínum málum.

M.ö.o., að unga barnafólkið sem hefur hrakist úr námi við framhaldsskólanna síðustu 20 árin og á ekki rétt á húsnæðislánum vegna lágra launa og búandi í leiguhúsnæði, verður enn á klakanum


mbl.is Tekjuháir myndu fá mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband