Mosa sárin í Vífilfelli

  • Verða á næsta ári 50 ára.

Það var þá haldið skátamót í Jósepsdal, einn skátaflokkurinn merkti sig þarna með nafni flokksins. Þetta var svona unglingaflokkur og félagarnir nokkuð miklir fyrir sér.

skátamót

Þeir hafa væntanlega fengið miklar skammir fyrir hugsunar-og tillitsleysi sitt á þessum tíma.

Satt að segja held ég að enginn hafi áttað sig á því hversu lengi þessi sár væru að gróa.

Umhverfismál voru þá ekki komin í almenna umræðu en það var samt lögð rík áhersla á það í skátastarfinu að bera virðingu fyrir náttúrunni og ganga vel um hana.

Félagar í þessum skátaflokki hafa fengið þá refsingu að horfa á þessar skemmdir sínar í öll þessi ár. Þessi skátamót hafa verið eins og perlur í safni minningabrotanna.

(myndin er ekki frá þessu móti)


mbl.is Sárin í mosanum grædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband