12.3.2013 | 14:23
Betra er að stíga varlega til jarðar, þegar trufla á náttúruna
- Varla er sólarhringur síðan
Síðan helsti stóriðju agent Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson í stóriðjumálum var að atast í Umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Bakka. Hann auðvitað mistúlkaði niðurstöður umræðunnar og Morgunblaðið tók undir með honum.
Jón Gunnarsson spurði umhverfisráðherra um þetta á Alþingi í gær í ljósi þess að þarna væri um mengandi verkefni.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði ánægjulegt að ræða þessi mál við þingmanninn nánast í hverri viku og ítrekaði að það þurfi að hafa varann á þegar um er að ræða slík áform.
En Svandís umhverfisráðherra ítrekar að stíga þurfi varlega til jarðar og hafa varann á varðandi uppbygginu á Bakka við Húsavík vegna mengunarmála, það gildi líka um fleiri staði og olíuleit á drekasvæðinu.
Í umræðunni um rammaáætlun ítrekuðu þingmenn gömlu valdaflokkanna stefnu sína í atvinnumálum sem er að virkja allstaðar þar hægt væri fyrir erlend fjöl-þjóðafyrirtæki og það þyrftu engar tafir að verða vegna þess að allir virkjunarkostir í biðflokki væru fullrannsakaðir .
Afleiðingar óvandaðra vinnubragða í kringum Kárahnjúkavirkjun eru sífellt að koma í ljós. Afleiðingarnar munu ekki hverfa þótt stóiðjumenn haldi uppi stöðugum áróðri og það með upplýsingamiðstöð kostaða af erlendum aðilum.
Lagarfljótið er dautt og það var eyðilagt vísvitandi að spilltum stjórnmálamönnum og ofbeldismönnum, segir höfundur Draumalandsins, Andri Snær Magnason. Hann óttast að Mývatn verði næst.
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lífríkið í Lagarfljóti er nánast búið vegna áhrifa af Kárahnjúkavirkjun. Fljótið er orðið dekkra sem hindrar ljósstillífun þörungablóma og fiskur er að hverfa úr fljótinu. Þetta kemur fram í skýrslum Landsvirkjunar.
Þetta á ekki að koma okkur á óvart
Það á ekki að þurfa að koma okkur á óvart, þessar fréttir núna, að lífríkið í Lagarfljóti sé á vonarvöl og sé jafnvel að hverfa. Og það á heldur ekki að koma okkur á óvart að bújarðir og lönd og menningarminjar við bakka Lagarfljóts séu að hverfa.
Þetta sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag í tilefni af fréttum þess efnis að lífríkið í Lagarfljóti standi höllum fæti vegna áhrifa af Kárahnjúkavirkjun og að landbrot hafi orðið á bökkum fljótsins vegna þeirra. Vísaði hún til skýrslu á vegum stjórnvalda um framkvæmdina á sínum tíma þar sem varað sé við þessum áhrifum.
Þá er betra að gera eins vandað fólk vill að gert verði
Vatnasvæðið verulega laskað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.