14.3.2013 | 17:47
Frábært framtak Margrétar Tryggvadóttur
- Breytingartillaga Margrétar leiðir í ljós hverjir það eru sem í raun styðja tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá með áorðnum breytingum sem koma fram í breytingartillögum frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Forsætisráðherra hefur lýst því yfir vilja sínum um að málið klárist en hún sagði á Alþingi í morgun:
Ég hefði auðvitað viljað að við hefðum getað gengið miklu lengra og náð miklu stærri áfanga á þessu kjörtímabili heldur en í stefnir og að við hefðum getað klárað stjórnarskrána og finnst mér raunar að ekkert sé að vanbúnaði til þess ef að þingmenn tækju sér nú nokkra daga til þess að ræða það ágæta álit sem að hefur komið frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um heildarendurskoðun á stjórnarskránni.
Það er morgunljóst að þingmenn VG eiga tæplega annan kost en að segja já til að samþykkja breytingatillögu Margrétar Tryggvadóttur. En af ný afstöðnum landsfundi Vinstri grænna lýsti fundurinn yfir einróma samþykki sínu við tillögu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Formaður flokksins Katrín Jakopsdóttir lýsti því yfir í elhúsdagsumræðunni að VG er samþykk tillögum Stjórnskipuna-og eftirlitsnefndar.
Ef einhverjir þingmenn Samfylkingar eru á móti verður það að koma fram.
Ef einhverjir þingmenn Samfylkingar greiða atkvæði á móti er einboðið að kominn sé upp alvarlegur klofningur í þeim flokki og eins gott fyrir nýja formanninn að segja já því annars er líklegt að hans forysta sé runnin út í sandinn.
Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Hefði nöldurstefnan ekki verið á fullu hjá stjórnarandstöðunni t.d. vegna Icesave, þá hefði þetta kjörtímabil skilað mun meiru.
Samningarnir um Icesave voru byggðir af ísköldu skynsemismati. Töfin á þessu máli kostaði okkur meira en fram hefur verið haldið. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur töfina hafa kostað okkur a.m.k. 60 milljarða. Við hefðum strax fengið hagstæðara lánshæfismat, betri vaxtakjör, meiri hagvöxt, minna atvinnuleysi hefði ÓRGX staðfest Icesave lögin. En þetta var sett í táradal tilfinninga og þjóðrembu. „Við borgum ekki skuldir óreiðumanna“ er haft neftir Davíð Oddssyni. Örfáum dögum áður hafði hann fleygt gjaldeyrisvarasjóði Seðlabanka í þessa sömu óreiðumenn án nokkurra tilhlýðilegra trygginga eða veða!
Svo má aldrei minnast á viðskilnað íhaldsins. Það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. Þessir íhaldstyttir vilja aðeins að bjóða fólki upp á að allt sé Samfylkingunni og VG að kenna sem aflaga hefur farið þó þeir hafi komið þjóðarskútunni á kyrrari sjó.
Sennilega er Magmamálið mun stærri mistök. Það átti aldrei að hleypa erlendum braskara í náttúruauðlindir Reykjanesskagans. En gagnrýndi stjórnarandstaðan þau mistök? Ónei, ætli einhver gróðapungar í Framsóknarflokknum og SJálfstæðisflokknum hafi ekki átt hagsmuni af því að koma þessu í kring?
Góðar stundir en án braskara.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2013 kl. 18:37
Kristbjörn ég er sammála þér þarna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2013 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.