Hinir nýju Kókakóla lestarstjórar

  • Á síðasta landsfundi bauð Þorsteinn Bergsson sig fram í varaformannsembætti og fékk raunar örfá atkvæði fundarmanna. Þetta var býsna snemma á fundinum. 
    .
  • Greinilegt var að stuðningsmenn Þorsteins og viðhorfa hans voru ekki á þessum fundi og frekar enn á fyrri fundum VG. 

Ekki tók ég þátt í þessari kosningu þar sem ég þekkti ekki til frambjóðenda og viðhorfa þeirra. En það er auðvitað eftirsjá af góðum dreng sem ég held að Þorsteinn sé svona eftir viðkynninguna í spurningaþáttum hreppanna.

Það er löngu ljóst, að nokkur fjöldi fólks sem vill standa vörð um óbreytt Ísland og vill vernda sérréttindi þeirra sem hafa notið slíkra ívilninna undanfarin rúm 40 ár umfram aðra hefur verið í VG eins og í öðrum flokkum.

Það gefur einnig auga leið að slík einstefna í þróun þjóðar eftir hrikalegt hrun fyrir 4 árum reynir mjög á samlyndi við verkalýðsstéttina sem hefur mátt þola kúgun þessara sérréttinda-stétta frá ónumatíð og vill sjá nýtt landslag í kjörum verkafólks, fólk sem starfar á launatöxtum við fátækramörk samkvæmt umsömdum kjarasmningum stéttarfélaganna.

Við vinstri menn erum í hjarta okkar eindregið  á móti aðild Íslands að ESB en eins og aðrir launamenn landinu viljum við kynnast því  hvernig launamenn draga fram lífið handan við fjallið og úthafið.  Við viljum vita fyrir víst, hverju við erum á móti.

Atvinnurekendur, fjármagnseigendur eru löngu komnir inn í þetta ríkjasamband með allt sitt og nota í sínu brauðstriti erlenda gjaldmiðla til að hafa til hnífs og skeiðar.

Eftir sitja launamenn og bryðja brauðmolanna með laun undir fátækramörkum og við þurfum  að kaupa þá með ónýtum gjaldmiðli sem er gjörsamlega á floti eins hvert annað rótlaust þang.

Bjarni bóksali sendir frá sér pistil á ,,Smugunni" sem á sér helst hliðstæðu með áróðri fasista hvar sem er í heiminum og greinilega sóttur í smiðju til þriðja ríkisins en staðfærður og færður til nútímans og á að höfða til verkafólks á Íslandi. 

Ljóst er að Þorsteinn hefur orðið undir í áróðri LÍÚ manna  og er ósáttur við vinnubrögð Steingríms í tengslum við ýmis gjaldþrota fyrirtæki. Allt fyrirtæki sem hafa verið undir stjórn íhaldsaflanna. Hann er ekki einn um að, það erum við öll sem höfum fyllt raðir VG.

Í næstu setningu segir þorsteinn svo:

Ég held það geti verið heillavænlegra fyrir að starfa með Framsókn og jafnvel sjálfstæðismönnum, ekki síst í ljósi Evrópustefnunnar.“

 

  • Þetta er kanski ástæðan fyrir fylgisleysi þessara félaga Þorsteins í flokknum 

Það varð engin stefnubreyting í þessum málum á síðasta landsfundi VG um þessi ESB mál. Þessi litli hópur í VG sem hefur í nær 4 ár starfað náið með sjálfstæðismönnum í „Heimsýn“ . Sjónarmið Þorsteins og hans örfáu félaga hefur alltaf verið í miklum minnihluta í flokknum.  


mbl.is Sýður upp úr hjá VG vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þorsteinn fékk um 50 atkvæði eða um 20% atkvæða þannig að þau voru því nokkuð fleiri en örfá. Líklegt er að hann hefði fengið meiri og betri undirtektir ef sá sem sigraði hefði fengið nokkuð öruggt þingsæti. En yfirgnæfandi líkur er á að hann verði utanþings næsta kjörtímabil.

Þorsteinn er hinn vænsti maður, fróður vel og málefnalegur, rétt eins og formaðurinn. Sé eftir honum ef rétt er að hann hafi stokkið fyrir borð.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2013 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband