3.4.2013 | 21:42
Flestum er nú beitt fyrir flokkinn í kosningabaráttunni
- Heilbrigðismálin eru kosningamál og er eitt aðalmálið í stefnuskrá VG sem og ýmissa annarra flokka einnig.
. - Núverandi ríkisstjórn jók verulega fjárútlát til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsin nú á síðustu metrunum og hlífði heilbrigðisþjónustunni verulega miðað við önnur svið í ríkisbúskapnum.
. - En árum saman fyrir hrun höfðu sjúkrahúsin verið svelt varðandi tækjakaup og sjúkrahúsin látin drabbast niður.
. - Ýmis frjáls félagasamtök hafa í gegnum tíðina verið að láta sjúkrahúsunum í té tæki til að starfa með. Forstöðumenn sjúkrahúsanna hafa verið að segja frá þessari óhæfu, árum saman.
Magnús Orri segir hér frá auknum fjármunum til tækjakaupa:
,,Eftir hrun hefur tvöfalt meira verið sett í tækjakaup hjá LSH og á Akureyri en fyrir hrun, segir Magnús Orri. ,,Þetta var gert á sama tíma og halli ríkissjóðs var tekinn úr 200 mia í 3 mia. Ef flokkar sem lofa yfir 100 mia skattalækkunum komast til valda þarf að óttast um velferð og heilbrigðismál. Til að fjármagna slíka eftirgjöf til þeirra sem eiga mest og þéna mest þarf að skera niður til spítalans.
Þessi fyrrverandi landlæknir þarf auðvitað að gæta sín í orðræðunni þegar hann blandar sér í kosningabaráttuna ásamt allmörgum læknum sem eru væntanlega allir flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Þetta er auðvitað kosningabarátta fyrir þennan flokk.
Því í mörg ár fyrir hrun, eimitt þegar allt virtist vera í blóma á Íslandi höfðu stjórnvöld í nær 18 ár skorið verulega niður fjármagn til tækjakaupa á sjúkrahúsum ríkisins og vanrækt alvarlega það hlutverk sitt að annast viðhald húsa og að byggja upp eðlilega heilsgæslu í landinu sem þessi flokkur barðist gegn í raun.
Þá lét Sigurður Guðmundsson verandi landlæknir og aðstoðarlandlæknir á hluta þess tíma ekkert í sér heyra engar athugasemdir. Það er einnig mjög alvarlegt og þessir læknar minnast nákvæmlega ekkert á, en það er sú staðreynd að búið er að útvista stórum hluta af læknaþjónustunni og það er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir efnalítið fólk að fá eðlilega þjónustu.
Þessi þróun hófst alvarlega með tilkomu frjálshyggjunnar í ríkisstjórn Íslands á 10. ártug síðustu aldar er kom með tilkomu nýrra manna. Þá hafa viðhorf lækna til starfa sinna breyst ansi mikið á þessum tíma.
En vissulega þarf að lyfta Grettistaki í heibrigðismálum og raunar einnig í fleiri malaflokkum eins og í menntamálum og í félagsmálum almennt. En einkaframtakið er að taka við sér og atvinna að aukast verulega með blóm í haga. Allt gerist þetta án ríkisafskipta.
Farin fram af bjargbrúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Menntun og skóli, Umhverfismál | Breytt 4.4.2013 kl. 07:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.