Skattastefnan hefur skollið í andlit Sjálfstæðisflokksins

  • Flokkurinn leyfir sér að fara fram með skrum  í skattaumræðunni og kjósendur hafa snúið baki við flokknum

 Flokkurinn hefur boðað þá stefnu að lækka skatta  enn hefur ekki skilgreint hvaða skatta hann er að tala um.  Jafnframt talar flokkurinn um að bæta alla opinbera þjónustu við almenning  m.a. heilbrigðis- og menntkerfið.

En almenningur hefur séð í gegnum þennan boðskap, einkum venjulegir launamenn sem eru með tekjuskatta í sögulegu lágmarki á þessu ári og reyndar síðustu árin.  Eins og sjá má á þessari mynd:

 

Þetta sést vel þegar skoðaðir eru skattar hæstlaunaða fólkið (efsta flokki ) og hvernig skatta þetta fólk greiddi t.d. 2007.

Þá er vert að  skoða skattbirgði láglaunafólksins  (í I.- flokki) sama ár eða 2007

Þessi tafla sýnir vel hve mikil sýndarmennska er í skattaboðskap Sjálfstæðisflokksins og slík vinnubrögð getur flokkurinn ekki ástundað í kosningabaráttu.

Þá fór formaður Sjálfstæðisflokks með rangt mál í beinni útsendingu í sjónvarpsumræðunum um virðisaukaskatta á Íslandi.

Hann sagði m.a.:

 „Við erum ekki að tala um að fara niður fyrir skattstigið eins og það var hér fyrir örfáum árum síðan en þegar heimilin eru að upplifa hæsta virðisaukaskatt í heimi, hærri tekjuskatt strax áður en heimilin eru komin í millitekjur, strax við 230 þúsund krónur erum við farin að sjá skattprósentu sem er meira en fimm prósentum hærri en áður var.“

Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í umræðum frambjóðenda um efnahagsmál í sjónvarpssal í gærkvöldi en þar kynntu frambjóðendur allra framboða til Alþingis sína stefnuskrá í þeim málaflokki.

Bjarni ítrekaði þar það sem hann hefur sagt áður að hér á landi sé hæsti virðisaukaskattur í heimi en 25,5 prósenta virðisaukaskattur hérlendis er þó ekki hæstur í heimi.

Sá skattur er hærri í Ungverjalandi þar sem 27 prósenta virðisauki bætist ofan á vörur og þjónustu og átján prósent vaskur fer ofan á öll matvæli. Virðisauki ofan á matvæli hér á landi, 7 prósent, er lægri en víða og undanþágur ýmsar almennt fleiri en gengur og gerist í nágrannalöndum.

Virðisaukaskattprósenta í nokkrum löndum:

Ungverjaland 27%

Króatía 25%

Belgía 21%

Finnland 24%

Frakkland 19,6%

Grikkland 23%

Írland 23%

Pólland 23%

Rúmenía 24%

Spánn 21%

Svíþjóð 25%

Bretland 20%

Portúgal 23%

Brasilía 25%

Kína 17%

Króatía 25%

Noregur 25%

Sjá nánar um virðisaukaskattprósentu í hinum ýmsu löndum heims hér.

 

  • Samt sem áður verður að viðurkenna að skattaálögur á venjulegt launafólk er orðið allt of hátt þegar lífeyrissjóðaskattarnir eru teknir með í myndina sem eru örugglega þeir hæstu í heimi.  

 


mbl.is Framsókn eykur forskotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband