Sumir ánægðir en aðrir yfirmáta sárir

 

  • Það er von að þeir gleðjist framsóknarmenn sem virðast ætla að vinna gríðarlegan sigur í væntanlegum kosningum.
    .
  • Það væri vissulega hægt að samgleðjast með þeim ef þetta fylgi væri ekki fyrir lýðskrum eitt því það hefur verið sýnt fram á það margsinnis, að loforð þeirra standast ekki nána skoðun.

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn sem var í vetur sigurviss og fólk í flokknum var farið að stilla mönnum upp í ráðherrastóla og ræddu málin í málstofunni með miklum hroka og yfirgangi. Þeir hertóku þingsal með aðstoð Framsóknar og komu í veg fyrir fram-gang stjórnarskrármálsins og réttlátar breytingar í fiskveiðmálum.

„Við höfum trú á þeim stefnumálum sem við erum að tefla fram. Það er mikilvægast núna að koma þeim til skila en það hefur greinilega ekki gengið nógu vel hjá okkur, miðað við þessar kannanir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Vandinn er með þessi stefnumið Sjálfstæðisflokksins, að þau eru þau sömu og flokkurinn hefur staðið fyrir undafarna tvo áratugi sem hafa nú loks sýnt fólki að þau standast ekki. M.ö.o. virka ekki þrátt fyrir að hátt sé reitt til lofts. Flokkurinn þurfti að endurmeta stefnuskrá sína sem hann ætlaði að gera eftir hrun en hætti við af einhverjum ástæðum, en gamla aðferðin hefur ráðið ferðinni sem er að viðurkenna aldrei mistök. 

Þá hefur flokkurinn ekki hreinsað til í sínum ranni. Flokkurinn er enn í afneitun eftir hrunið. Hann hefur nú fengið skattastefnuna í andlitið og seðlabankamálið verður flokknum einnig dýrt spaug einkum vegna þess, að ekki má upplýsa um þetta blessaða  símtal. Þá hafa margir flokksbundnir sjálfstæðismenn þá sögu að segja að það sé verulegt kurr á fundum flokksins og léleg mæting.

Það eru fleiri sárir, einkum forystumenn stjórnarflokkanna eftir allt erfiðið í ríkisstjórn. Það verður ekki véfengt að ríkisstjórnin hefur staðið sig mjög afburða vel þessi 4 ár og hvergi á byggðu bóli hvorki fyrr á Íslandi eða í öðrum löndum við álíka aðstæður hagur láglaunafólks verið varinn með viðlíka hætti.

Það er greinilega mikill sársauki í Samfylkingunni með þeirra fylgi og foringi þeirra hefur átt erfitt með að samfylkja sínu fólki. Eina hættan nú er sú, að Samf.  Fari nú út í ótímabær kosningaloforð sem örðugt verður að standa við.

Það sama má segja um VG, þar hefur beinlínis orðið klofningur. Landsbyggðafram-sóknarmennirnir sem gengu í flokkinn á sínum tíma til að berjast fyrir  sérhags-munum  bændastéttarinnar á ýmsan hátt eru farnir.

Barátta þeirra sem var greinilega oft í andstöðu við hagsmuni launamanna  urðu undir. Þetta fólk hefur farið í hefndaraðgerðir með gagnframboðum sem beinist eingöngu að því markmiði að skaða VG í þessum kosningunum sem allra mest.

Til þessa hafa kosningamál VG verið heiðarleg án yfirboða þ.e.a.s. með hófsemd og engu lofað sem ekki er hægt að framkvæma með varfærni. Þar er lögð áhersla á velferð láglaunafólks og greinilegt að sjónarmið launafólks hafa fengið meira vægi enn áður. Greinilegt er að þar er ný kynslóð komin á kreik undir forystu Katrínar Jakopsdóttur, með nýja hugsun og ný vinnubrögð. Eldri kynslóðin hefur látið undan.

Nú eru að koma fram ný framboð og er líklegt að tvö þeirra nái fólki á þing. Þessi framboð taka örugglega fylgi frá VG enda margar áherslur þær sömu.

Það er ljóst, að á Alþingi eiga eftir að verða miklar viðhorfsbreytingar meðal þingmanna með tilkomu þessara nýju flokka. Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur neyðast til þess að láta af stórkarlalegu pólitíkinni sinni, vegna þess að allar líkur eru á að næsta ríkisstjórn verði þriggja flokka stjórn með aðild nýrra viðhorfa í vinnubrögðum. 


mbl.is Framsókn ánægð - sjálfstæðismenn brýna vopnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband