Formaður Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpssal með hnífa í baki

 

  • Greinilegt að hér mætti mjög bitur formaður til leiks í sjónvarpssal.
    .
  • Það er ljóst að hann hefur fengið hníf í bakið frá flokksfélögum sínum og andstæðingum innan flokksins.
    .
  • Sem áhorfandi finnst mér ekki að það sé Bjarna sök hvernig fylgi flokksins hefur hrunið að því er virðist.  

 

Það er erfitt að ímyndað sér að Hanna Birna geti verið leiðtogi þessa flokks eftir það sem undan er gengið, hvort sem hún á einhverja aðild að þessari skoðanakönnun eða ekki og þeim samblæstri sem hefur verið í gangi gegn sitjandi formanni þessa flokks. 

Hún getur ekki sameinað flokkinn, það er hún sem verður alltaf dæmd fyrir að hafa klofið flokkinn á síðasta korterinu fyrir kosningar. Hún er hluti af klofningsöflum í flokknum og mun ekki geta sameinað flokkinn á ný.

Þá er það rétt sem Bjarni sagði, að flokkurinn hefur ekki gert upp hrunið og ekki viðurkennt stjórnarfarslega ábyrgð sína að því að til þess kom. Flokkurinn hefur verið í algjörri afneitun og enn eru framarlega á framboðslistum flokksins fólk sem er auri ausið vegna spillingarmála. 

Merkilegast fannst mér í umræðu hans um atvinnumál, að hann nefndi ekki á nafn kröfunni um það að byggja virkjanir fyrir ný stóriðjufyrirtæki. Það hafa heldur ekki aðrir frambjóðendur flokksins gert nú fyrir þessar kosningar. Þetta virðist vera stefnubreyting hjá flokknum

 


mbl.is „Ég útiloka ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband