Hugtakið útflutningstekjur einhverra atvinnugreina segir ekkert

 

  • Nákvæmlega ekkert um það hvað þær skila þjóðarbúinu miklu í hreinar gjaldeyristekjur og eða í skatttekjum til ríkissjóðs og í sveitarsjóði landsins í gjaldeyri.
    .
  • Það gengur heldur ekki að blanda saman launum og sköttum launamanna sem starfa í tilgetnum greinum og eða sköttum sjálfra fyrirtækjanna og eigenda þeirra. Það eru óskyldir hlutir.

 

Ef  þessar atvinnugreinar væru ekki fyrir hendi myndi fólkið starfa í öðrum greinum og fá þar laun og greiða af þeim skatta. Engin getur fullyrt hvort aðrar greinar geti ekki skilað jafnháum launum til launafólks og þar með skatttekjum.

Inn í myndina verður taka tilkostnað ríkis og sveitarfélaga fyrir hvert starf sem atvinnugreinarnar veita beint.

Ekki gengur að taka með afleidd störf sem fylgja allri framleiðsu í öllum starfsgreinum.

Bara hvert starf í áliðnaði kostar ríkissjóð nálægt þremur milljörðum í beinum virkjunar og flutningskostnaði á raforkunni fyrir utan gríðarlegan kostnað sveitarfélaganna.

Þá er fórnarkostnaðurinn ótalinn bæði í beinum fjárútlátum og fórn á náttúrugæðum þjóðarinnar.

Það verður enginn ríkur á miklum tekjum einum saman, heldur er lykilþáttur í ríkidæmi sparnaður, aðhalds- og fyrirhyggjusemi. Bæði hjá einstaklingum og hjá heilum þjóðum. Þetta má sjá af  því m.a. að bera saman afkomu þjóðanna, þar eru það ekki náttúruauðlindir sem skapa þjóðarauðin heldur fyrirhyggjusemin. Menntunarstig þjóðanna hafa mikil áhrif, sjálfstraust og menning

Þetta óheilbrigða hugtak „útflutningstekjur“  er auk þess gríðarlega ósanngjarnt og hefur verið leiðarstefið í því að brjóta niður íslenskan samkeppnisiðnað sem er mjög fjármagnsléttur og hefur nánast engan kostnað hjá opinberum aðilum í för með sér.

Slíkur iðnaður skilar miklum gjaldeyristekjum með því að spara gjaldeyrir og gerir það að verkum að íslendingar sjálfir byggja upp atvinnulíf  í skapandi vinnu í hvers kyns iðnaði og í ferðamannaiðnaði.

Það er eftirtektarvert, að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins varast að tala um álver og aðra stóriðju nú í þessari kosningabaráttu. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi upp samskonar atvinnutækifæri til frambúðar og frambjóðendur Vinstri Grænna hafa gert í gegnum árin í sjónvarpsviðtalinu fræga í gærkvöld.

Enda eru fleiri álver ekki boðlegur kostur lengur og þau skila litlum gjaldeyristekjum til þjóðarinnar sjálfrar miðað við fórnarkostnað hennar. Jafnvel á uppbyggingar-tímanum við virkjanir og stóriðjuver er líklegt að erlendir aðilar fleyti rjómann af dýrðinni og noti starfsmannaleigur til að manna slíkar framkvæmdir. 

 

  • Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur ítrekað sýnt meðfylgjandi glæru á upplýsingafundum Landsvirkjunar. Boðskapur hans er skýr: Vissulega verða fjárfestingaráhrif stórra framkvæmda verða veruleg en þau eru í raun bara tímabundin bóla ef arðsemi fjárfestingarinnar rís ekki undir kröfum eigenda. Tilvísunin er vitaskuld Kárahnjúkavirkjun. Fjárfestingaráhrifin af henni voru gríðarleg en er arðsemin hvergi nærri viðunandi að mati yfirstjórnar Landsvirkjun. 

 

 


mbl.is Útflutningstekjur marklaust hugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Útflutningstelkjur segja bara hvað fyrirtækið græðir. Ekki er mér ljóst hve mikinn tekjuskatt það þarf að borga - hinsvegar eru skattar (raunskattar - gefið að menn eyði þessu eki öllu í útlöndum eins og ég) á íslandi yfir 80%. Og þeir sem vinna hjá þessum fyrirtækjum, sem eru vel yfir 1000 manns, hver með að jafnaði 500 kall á mánuðu, að skila ríkinu ca 400.000.000 á mánuði.

Sem er peningur sem fæst bara vegna þess að menn eru að vinna hér á landi en ekki annarsstaðar.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.4.2013 kl. 17:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bara hvert starf í áliðnaði kostar ríkissjóð nálægt þremur milljörðum í beinum virkjunar og flutningskostnaði á raforkunni fyrir utan gríðarlegan kostnað sveitarfélaganna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2013 kl. 18:51

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Bara hvert starf í áliðnaði kostar ríkissjóð nálægt þremur milljörðum í beinum virkjunar og flutningskostnaði" Jakobína, hagnaður landsvirkjunar hefur verið nálægt 10% af byggingarkostnaði klárahnjúkavirkjunarinnar sem þýðir að það mun ekki taka nema rétt yfir 10 ár að borga virkjunina upp með greiðslum Reyðaráls vegna orkukaupasamninga.

 "Ef  þessar atvinnugreinar væru ekki fyrir hendi myndi fólkið starfa í öðrum greinum og fá þar laun og greiða af þeim skatta." Ertu A) sem sagt kristbjörn að segja að það sé ekki verið að borgaskatta af launum þeirra sem vinna í álverum eða þjónustustörfum fyrir þau? og B) að segja að í árferði sem er skilgreint sem kreppa að ef ekki væri álver á austfjörðunum myndu menn þá ekki vera að slást við önnur byggðalög um þau störf sem þú kallar "Ef  þessar atvinnugreinar væru ekki fyrir hendi myndi fólkið starfa í öðrum greinum"? Ef Austfirðingar myndu snúa sér að Iðnaði væru þeir í raun að taka vinnu frá öðrum. Ef þeir færi í ferðamannaþjónustu myndu þeir taka vinnu frá svæðum sem eiga mikið þar undir. Það sama gildir um fiskvinnslu/útgerð, það er einungis lítið sem má veiða og til að það standi undir sér þarf að vinna í miklu magni í sérhæfðum vélum.

Annars sagði Andri Snær spurður hvað austfirðingar ættu að gera árið sem hagkerfið hrundi að "Reyðfirðingar ættu bara að vinna á flugvellinum á Egilstöðum" Ekki gáfulegt svar það

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.4.2013 kl. 08:30

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þú ert greinilega heimamaður Brynjar minn.

Það væri gott að sjá þessar tölur einhverstaðar í viðurkenndu samhengi hvar þessar hagnaðrtölur birtast. Orkuverðið er t.d. leyndarmál en beinn virkjunarkostnaður er að mestu þekktur. Ýmis kosnaður annara verður aldrei sýnilegur því miður.

Álverin greiða ekki skatta þeirra starfsmanna sem starfa í iðjuverunum. Það gera starfsmennirnir sjálfir.

Þeir taka enga vinnu frá öðrum þótt þeir væru í öðrum störfum.

En ég er sannfærður um að starfsfólkið hjá Alcoa er sóma fólk sem vinnur fyllilega fyrir launum sínum og greiðir sjálft sína skatta.

kveðja og takk fyrir innlitið

Kristbjörn Árnason, 14.4.2013 kl. 13:40

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/12/15/ardsemin_mun_meiri_en_vonir_stodu_til/

"Slíkur útreikningur var síðast framkvæmdur af fyrri stjórnendum Landsvirkjunar í ársbyrjun 2008, við endurmat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Sú endurskoðun leiddi í ljós að vænt arðsemi eiginfjár vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar var reiknuð 13,4% en upphaflegt mat gerði ráð fyrir 11,9% arðsemi. Fram kemur í því mati að aukin arðsemi virkjunarinnar skýrist einkum af meiri tekjum en ráð var gert fyrir og vegur þar þyngst hærra álverð." Arðsemin Hefur verið um og yfir 10%. Þegar afskriftir, rekstarkostnaður og  vaxtakostnaður er arðsemin að því er mig minnir um 3.5% en afskriftir er það sem landsvirkjun þarf fyrir byggingarkostnaðinum til x ára sem mig minnir að sé helmingurinn af samningnum við Alcóa

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 19:30

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er boðskapur núverandi forstjóra Landsvirkjunar:

Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur ítrekað sýnt meðfylgjandi glæru á upplýsingafundum Landsvirkjunar. Boðskapur hans er skýr: Vissulega verða fjárfestingaráhrif stórra framkvæmda verða veruleg en þau eru í raun bara tímabundin bóla ef arðsemi fjárfestingarinnar rís ekki undir kröfum eigenda. Tilvísunin er vitaskuld Kárahnjúkavirkjun. Fjárfestingaráhrifin af henni voru gríðarleg en er arðsemin hvergi nærri viðunandi að mati yfirstjórnar Landsvirkjun.

Kristbjörn Árnason, 16.4.2013 kl. 23:13

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

til viðbótar hér Brynjar:

Arðsemi Kárahnjúka allt of lítil

Hann tók Kárahnjúka sem dæmi í erindi sínu en um áramót eru fjögur ár frá því virkjunin hóf starfsemi. Tekjur af bókfærðu virði Kárahnjúka er einungis 6% sem Hörður segir allt of lítið og þyrftu helst að vera 10%. Hlutfallið sé um 10% af eldri virkjunum en þar sem þær hafa að mestu verið afskrifaðar þyrfti hlutfallið að hækka þar.

Heildarstofnkostnaður Kárahnjúkaverkefnisins var 2,3 milljarðar Bandaríkjadala en tekjur hafa að meðaltali verið 123 milljónir dala og raforkuverðið er um 27 dalir á megawött. Hörður segir að kostnaður vegna lána hafi verið hagstæður en öll lán eru breytilegum vöxtum. Meðal tekjur á stofnkostnað eru því 5,3% en hefðu helst þurft að vera meiri, að sögn Harðar.

Kristbjörn Árnason, 16.4.2013 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband