Loðin tilsvör

 

  •  Mér finnst þetta sérkennilegt svar varaformannsins  í meira lagi 

„Ég mun styðja þá niðurstöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins kemst að. Hann hefur óskað eftir tíma til að skoða stöðu sína og við eigum að virða það. Mestu skiptir að sjálfstæðisfólk um allt land standi saman í verkefninu sem er framundan.“

Mér finnst engin heilindi felast í þessum orðum.

Ef hún styður Bjarna Beneditsson af heilindum, hefðu hún sagt: Ég styð Bjarna Benediktsson sem formann áfram og ber fullt traust til hans. Hann á að halda áfram sem leiðtogi flokksins, a.m.k. fram að næsta landsfundi flokksins.

M.ö.o. það er mjög holur hljómur í orðum Hönnu Birnu. Hvað sem segja má um þá ágætu konu, að þá á hún ekki glæsilegan feril í borgarstjórninni. Rekstur Orkuveitunar fór t.d. á hliðina á hennar vakt. Líklega hefur hún verið stór gerandi í því að bola Vilhjálmi burt úr borgarstjórninni.  

Eitt er þó alveg pottþétt, að Hanna Birna er ekki í stöðu til að sameina sjálfstæðismenn eftir þessa upp á komu.

Henni verður alltaf kennt um þetta upphlaup gegn sitjandi formanni. Það er t.d. er mjög ólíklegt að hún hafi ekki vitað af undirróðrinum gegn Bjarna og að fyrirhugaðri könnun. 


mbl.is Formannsskipti engin óskastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband