BÍ BÍ segja framsóknarmenn og hafa lengi gert

Gylfi Magnússon segir hugmyndir framsóknarmann eins og hver annar fugl í skógi sem segir BÍ BÍ á góðviðrisdögum. 

En greinilegt er að mörgum finnst fuglasöngurinn fallegur

Hinn prúði háskólakennari sem engan vill styggja þegar hann segir að ef þessir peningar væru fyrir hendi sem framsóknarmenn segja hægt sé að fá frá erlendum kröfuhöfum að þá er hugsanlegt að það væri hægt að framkvæma hugmyndir þeirra. 

En þeir eru bara ekki fyrir hendi.

mbl.is Segir heimilin fá leiðréttingu strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gleður mann nú bara að heyra það að þetta hugnist ekki Gylfa því hafi Gylfi Magnússon ekki trú á þessu þá er það staðfesting á því að þetta sé trúverðugt og framkvæmanlegt.

assa (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 15:39

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Assa,

sumum dugar að vera bara á öndverðri skoðun við ákveðna fræðimenn og trúa því að þá hið öndverða að vera rétt. Það væri flott ef hlutirni séu svo einfaldir.

Ástæðan fyrir því að Gylfi er oft spurður út í efnahagsmál eru þau, að maðurinn hefur afburða þekkingu á málefninu og er óflokksbundinn. Hér kemur eitthvað af þessu sem hann sagði um stefnu Framsóknarflokksins.

,,Segir Framsókn styðja hátekjufólk á höfuðborgarsvæðinu – tæki 20 ár að efna loforðið

Gylfi Magnússon, dósent við HÍ og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að loforð Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingu renni „að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur.“

Frosti Sigurjónsson, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður segir að 20 ár muni taka að efna kosningaloforðið, eigi það ekki að valda alvarlegri þenslu.

Gylfi Magnússon fjallar um málið í grein í Fréttablaðinu í dag, í tilefni af því að slegið var upp í fjölmiðlum að hann væri sammála framsóknarmönnum. Svo er ekki, segir Gylfi, enda þótt hann teldi hugsanlega framkvæmanlegt að nýta eignir erlendra aðila hérlendis með þeim hætti sem framsóknarmenn hafa lofað.

„Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar,“ segir Gylfi í grein sinni í Fréttablaðinu.

Fjölmargir hafa bent á að kosningaloforð Framsóknarflokksins gagnast fyrst og fremst hátekjufólki en alls ekki fólk sem ýmist á ekki húsnæði eða skuldar ekkert.

Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir í svari til Össurar Skarphéðinssonar að það geti tekið 20 ár að framkvæma kosningaloforð flokksins, eigi það ekki að valda alvarlegri þenslu.

Össur sendi honum spurningar um kosningaloforðið. Þar á meðal var spurt hvort það myndi ekki valda verðbólgu auk fleiri neikvæðra þensluáhrifa, yrði hundruðum milljarða dreift til heimila, eins og framsókn hefur lofað.

„Ef lækkunin væri staðgreidd til lánastofnana, þá myndi það vissulega leiða til aukningar og auka hættu á þenslu. Ef lækkunin er greidd út á löngum tíma (t.d. 20 árum) þá yrðu þensluáhrifin hverfandi,“ segir Frosti í svari til Össurar á heimasíðu sinni.

Kristbjörn Árnason, 23.4.2013 kl. 16:18

3 identicon

Skiftir ekki máli hvað Össur í Samfylkingu segir, Framsókn og aðrir gömlu flokkarnir segja.

Það á að þurrka þessa flokka út af alþingi íslendinga. Núna....

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 16:36

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Jóhanna og takk fyrir innlitið

Þú vilt bara leggja niður Alþingi. Hvað á að koma í staðin? Eiræðisstjórn?

Við bjuggum reyndar við einræði tveggja manna í 12 ár.

Kristbjörn Árnason, 23.4.2013 kl. 16:40

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Brattasti flokkurinn í loforðum er án efa Framsóknarflokkurinn. Svo virðist sem þeir virðast vera í allt öðrum heimi en veruleikanum, kannski eins og líst er í Lísu í Undralandi þar sem allt er öðruvísi og sannleikanum snúið á haus.

Sjálfstæðisflokkurinn er fast á hæla mannvitsbrekkna Framsóknar.

Það er því hvorki undur né stórmerki að margir falli fyrir svona glannalegum kosningaloforðum.

En ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera þeir einu sem bundnir eru við jörðina. Þeir hafa staðið í ströngu, oft hefur þurft að standa í ströngu, eða eins og að smala köttum eins og Jóhanna líkti ástandinu við sundurlyndinu.

Nú er VG-flokkurinn þríklofinn ef ekki meir. Það er sú ömurlega niðurstaða að hafa verið að taka til eftir frjálshyggjupartíið.

Nú byrjar ballið að nýju. Vinstri menn virðast sameinast fyrst og fremst eftir afglöp braskaraflokkanna. 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2013 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband